Skírnir - 01.09.1991, Page 248
510
EINAR FALURINGÓLFSSON
SKÍRNIR
V
Skáldskapur byggir á tilbúningi; ofinn er vefur blekkinga og orða sem
ætlað er að flækja lesandann. Hversu slyngur höfundurinn er við sögu-
vefnaðinn, hversu vel honum tekst að flækja lesandann, segir sitt um gæði
verks. Skáldskapur er samræða milli höfundar og lesanda; höfundurinn er
sagnamaður fyrri tíma sem stytti fólki stundir í rökkrinu, og hann er líka
fagurfræðileg uppspretta sem vekur skynræna nautn og hrifningu þess
sem les.
Ekki á að skipta máli um hvað rithöfundar skrifa, svo lengi sem það er
vel gert. Á níunda áratugnum var þó allnokkru púðri eytt í umræður og
skrif um sögur ungra karlrithöfunda, tónninn gjarnan fýlulegur og þeir
skammaðir fyrir að skrifa bernskuminningar eða „strákasögur". Þá þótti
ýmsum það ekki betra að borgin var sögusviðið. Á sumum gagnrýn-
endum var að skilja að eðlilegra væri fyrir börn og hollara í alla staði að
hlaupa um tún blásandi á biðukollur, en rölta með trésverð innan um
steypustyrktarjárn og einangrunarplast sem gat farið að snjóa við minnsta
klór. Borgin náði þó að „slá í gegn“ sem frásagnastaður og í nokkur ár
virtist hún hafa lagst ofan á sveitina, og jafnvel kæft hana. Maður hafði á
tilfinningunni að það væri hálf hallærislegt og væmið að halda að til
landsbyggðarinnar væri eitthvað eftirsóknarvert að sækja; þrátt fyrir að
sjálfur ætti maður innan höfuðskeljanna margar og litskrúðugar minn-
ingar frá sumrum í sveit. En þá birtist Gyrðir Elíasson með prósabækur
sínar, fyrst Gangandi íkorna og síðan Bréfbdtarigninguna, og viti menn:
bernskan enn til umfjöllunar en nú úti á landi. Hann er ekki kominn út á
land til að finna aftur horfna sveitaparadís eldri rithöfunda, heldur er hann
að vinna úr eigin reynslu. Sveitin gefur þar að auki færi á að vinna með
persónu sem er ekki full af borgarlegri mötun; umhverfið er hreinna og
sjóndeildarhringurinn víðari - fjöll allt í kring.
I Gangandi íkorna deilir Gyrðir á borgina; ófrjálsa, dauða og ófrjóa
menningu hennar. Ikorninn ferðast til borgar sem er full af óhugnaði, snýr
síðan heim í sveitina, en henni er stillt upp sem andstæðu við borgarlífið. I
sjálfu sér er þetta ekkert nýtt í skáldskap og Gyrðir slæst að vissu leyti í
hópinn með eftirstríðshöfundunum sem sækja út á land. En hann er ekki
að „ídealísera" sveitina þótt saga hans gerist þar; þetta er einmanaleg sveit
og ófrjó á vissan hátt því þar er bara eldra fólk, og svo þessi eini drengur.
Af tvennu virðist sveitin þó sýnu betri. Borgin hefur sína kosti, en í eðli
sínu er hún lík kónguló: þá sem koma nærri flækir hún í vef sínum og
sýgur úr þeim lífssafann.
I Svefnbjólinu ferðast sögumaðurinn einnig til borgar: er fyrst í
sveitaþorpi, síðan í stærri kaupstað og loks í borginni. Hann er aleinn
innanum húsin sem allt hitt fólkið býr í, og þrátt fyrir nokkur samskipti
við aðra eru það yfirleitt undarlegar persónur, og konurnar sem hann