Skírnir - 01.09.1991, Page 249
SKÍRNIR AF DRAUGUM OG SÉRLUNDUÐUM DRENGJUM
511
deilir nótt með í hverjum bókarhlutanna þriggja eru fjarlægar; einnar
nætur stúlkur. Einsemdin er sár, eitt sinn er hann þannig staddur fyrir
utan kaupstaðinn, horfir til baka: „Þarna sofa 2000 mannverur; hver
treður marvaðann í sínum draumheimi" (bls. 78). Einsemdin ágerist enn
frekar í borginni, sögumaður er þá farinn að skilja að hann er ekki lengur
lifandi: „Mér fannst skyndilega hvíla á mér farg einsemdar og feigðar“
(bls. 110). Kaffisopi er þá gott meðal og hann finnur til samkenndar með
öðrum verum, þó frekar fjarlægum, því hann nær ekki sambandi við þær
sem eru nærri:
Eftir því sem ég sýp oftar á kaffibollanum í hlýju skini lampans
þokar einmanakenndin lengra og lengra út í kvöldhimininn, uns
hún blikar sem fjarlæg stjarna yfir trjákræklunum. Þríhöfða verur
sem hugsa með hjartanu - (bls. 112)
Sögumanninn dreymir um að komast aftur í sveitina, í sumarhúsið bláa, til
þess staðar þar sem ferðalagið hófst. Þar á hann heima, og þar er
áfangastaðurinn í draumi með dularfullu skipi og veru í kufli:
[...] stefnir til grænnar stjörnu. Eg horfi á hana nálgast og stækka,
þarna iðar margslungið lífkerfi. Kuflveran lyftir faldi sínum og
hylur mig undir honum. Svo er lent, og hulunni.svipt af. Þarna er
blátt sumarhús og ævintýralega ljós fjöll og utanvið húsið jarðar-
legt mótorhjól. „Hægan, svona er allt heima!“ æpi ég í svefninum,
en vakna um leið, heyri þó fjarlæga mjúka rödd og veikan slátt
segls við sykurstöng: „Þú ert heima.“ (bls. 118)
í þessum draumi lokast hringur og sögumaðurinn kemst heim í sveitina -
en það er ekki raunveruleikinn. Hann er enn ekki sloppinn úr þessari
einsemdarferð. Höfundurinn hefur hér boðið upp á þessa túlkun, en
kippir henni að sér aftur; þetta er draumsýn, allt er enn í óvissu. En
viðskilnaðartilfinning sögumannsins magnast, hann vill ólmur komast
„heim“, ná sáttum, og hverfa á sinn rétta stað - hvar sem hann nú er. Það
kemur glögglega fram í minnisbókarfærslu:
Mér er lítið um minnisbækur gefið, en nú get ég ekki stillt mig
[■•■]:
Hér er ég staddur, á þessari
stjörnu sem er græn á sumrin
einsog hægindastóll, búrhval-
ir hafa fallegar tennur og
hremma hreindýr í fjallshlíð-
um, vitar eru eins í svefni