Skírnir - 01.09.1991, Page 250
512
EINAR FALURINGÓLFSSON
SKÍRNIR
og vöku en hverfa fyrr í
draumi. Ég þarf að komast
heim.8
Þau heimkynni eru alltaf táknuð með myndinni af sveitinni; þar er gott
veður og fegurð; landslag og óspillt náttúra, allt er það andstæða
borgarlífsins. Enn um hríð ferðast sögumaðurinn þó um götur borgar-
innar, innan um undarlegar skepnur, en virðist loks sætta sig við hlut-
skiptið. Þá er kominn vetur og hann fær far heim. Á leiðinni skrifar hann
pabba sínum bréf og lýkur því þegar hann kemur á leiðarenda:
[...] nú sést bláa húsið út um kýraugað, við siglum inn lygnan
fjörðinn, komin glampandi sól, hérna er enginn snjór (bls. 144)
Hringforminu lýkur, sagan endar á upphafspunkti, eða því sem næst: í
sveitarsælunni.
Sú sveit sem Sigfús Bjartmarsson birtir sínum lesendum er engin sæla.
Lífið er vinna og leikir útlægir úr þeim heimi fullorðinna sem drengurinn
Vigfús elst upp í og aðrar sögupersónur ganga um. I viðtali sagðist höf-
undurinn reyna að ná einhverju af „hinni íslensku seiglu" og bætti við að
hann reyndi ekki að setja fram neitt dæmigert sveitalíf.9 Honum hefur
einmitt tekist betur en flestum öðrum höfundum íslenskum að ná and-
rúmslofti sveitarinnar; búskaparhokrinu þar sem kvótar og fjárriða og
innflutningur landbúðarafurða draga kraftinn úr þeim þolinmóðu en
uppgefnu bændum sem sitja á jörðum sínum og berjast við eyðinguna.
Þessu ástandi miðlar Sigfús með kjarnyrtu tungumáli og texta sem er
ákaflega sannur. Lífið virðist vissulega erfitt og það er mikið til í því sem
höfundurinn talar um í fyrrnefndu viðtali, að bókin sé full af „við-
kvæmnislegri væntumþykju og sjarma fyrir kaldrananum". Af svipaðri
innlifun og stílgleði og Gyrðir lýsir heimsókn sæskrímslis á glugga í sinni
sveit, lýsir Sigfús því þegar sögumaður er að moka skít úr haughúsinu, og
beitir hann þá fyrir sig því „náttúruundri" sem dráttarvélin er:
8 Svefnhjólið, bls. 120. Að hreindýri skuli bregða fyrir í þessari dagbókarfærslu er
nokkuð merkilegt (og skiptir þó alls engu máli), en það minnir á hvernig Gyrðir
vinnur gjarnan aftur og aftur með sömu hlutina og hugmyndirnar í bókum
sínum. I hverri bók hans, frá og með Gangandi íkorna, bregður fyrir hreindýri.
Þar leit íkorninn út eins og dverghreindýr þegar hann var með bakpoka með
herðatrjám (s. 63); í sögunni „Sumarhús" í Bréfbátarigningunni minnist Friðrik
þess að eitt sinn vaknaði hann „með stírur eftir hreindýradraum" (bls. 35); í
Tveimur tunglum flaksast einhver „gegnum kjarr/ skaðbitið af hreindýrum"
(bls.96); og sögumaðurinn í Svefnhjólinu rekst á þessa einmanalegu skepnu.
9 „...svartsýnina að gamni okkar, en bölsýnina að íþrótt". Viðtal undirritaðs við
Sigfús Bjartmarsson í Morgunhlaðinu, 8. desember 1990.