Skírnir - 01.09.1991, Síða 251
SKÍRNIR AF DRAUGUM OG SÉRLUNDUÐUM DRENGJUM
513
... svo set ég aftur í annan, kúpla sundur, dreg handgjöfina í hálfa,
renni á lyfturnar, slaka, spýtist inn opið og klýf þykkt og grænt
suðandi rökkrið og skúffan nístir í steypuna um leið og hún
rennur með soghljóði undir. Ég læt hana aðeins kúgast við juggið,
skelli í bakk, lyfti og nettur á kúplingunni, sný og bakka, aftur í
annan og kyrr, og nettur, og beygi að dreifaranum, sturta, bakka,
beygjuna mjúklega, gálgann niður, skúffan í, lyfti og aftur inn í
ljósaskipti haughússins, og hugsa mér sleipspólandi mýgrút af
glervængjuðum draugum.
Hann er góður í dag Fergusoninn, og gaman að moka skít. Ég
þarf eiginlega ekkert að nota handföngin. Þó gríp ég stundum til
hægðarauka í máð stálið á brettinu hægra megin, og hitt er hlýleg
sjón í mælaborðinu. Það munaði miklu í fyrra að hafa lakari hönd-
ina með hælkróknum, og mesti munur að láta síga á kúplinguna
með því lagi. Núna dugar oftast að bogna til hægri og spenna
lærin, í neyðartilvikum halla ég að auki undir flatt. Ég er eins og
aðrir hér á bænum, hausinn ríður baggamuninn. - Hann er þungur
sem blý.10
Síðan bætir hann við: „Kjaftfullur skítadreifari er verkleg sjón, jafnvel
glæsileg.“ Fegurðarlögmálin mótast af aðstæðum, fegurðin felst hér ekki í
hreinu vatni, snævitypptum fjöllum og grænum heiðmóum: fögur eru
mannanna verk, vélar, atgervi, göngulag, veiðar. Og af kappi vinnur sögu-
maður verk sín og rennur skeiðið á fákinum: þessum með gaffalskóflu og
inn í haughúsið. Heimurinn er ein heild, utan hans er að vísu eitthvað;
óbermin fyrir sunnan og óværan sem fylgir þeim, en sveitin er flekklaus og
í raun upphafin í kaldrana sínum. Sjónarhornið er nostalgískt á sinn hátt, en
sveitin er þó merkt eyðingunni: hús eru í eyði, vötn, ryð og vindar herja á
mannvirki og brjóta niður. Og sama má segja um gamla fólkið, það seiglast
og þótt óvíst sé um framhaldið vill það ekki breyta til. Þannig sér Vigfús
gamla og blinda manninn á bænum, þann sem hann þylur fyrir úr „Ein-
ræðum Starkaðar“ Einars Ben á kvöldin þegar skyggir hjá þeim sjáandi:
I gegnum fjósrúðurnar er kallinn brúnn eins og gömul ljósmynd.
Rétt hálfnaður yfir hólinn, danglandi stafnum fram í myrkrið eins
og aðkomuhund. Hann fer varlegar en í fyrra þykir mér, líkt og
hann gruni að framundan gíni gröf frá í nótt, eða heyið sé horfið.
Hann er lítið fyrir að breyta út af laginu. Honum finnst til bölv-
unar að breyta til, rétt eins og kindunum. (bls. 61)
Einlægnin er engin tilgerð, og samsömunin við söguheiminn hnökralaus.
Þannig finn ég sjálfan mig fyrir við lesturinn, ungling í sveit á suður-
landinu. Þar danglaði gamli maðurinn afi minn framan í aðkomuhunda og
10 Mýrarenglamir falla, bls. 52.