Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 252
514
EINAR FALURINGÓLFSSON
SKÍRNIR
stundum sína eigin og ég lærði að smyrja vélarnar svo olían gljáði á
legunum; ég kynntist smellunum í dráttarvél sem drepið er á - þeir syngja
í kyrrðinni og hellan fyrir eyrum - og ég sat á Farmall-Cub dögum saman
og sneri heyi, ef það var flæsa var maður ræstur, látið renna í gang, tætlan
sett afturí og af stað. Oft er sem Sigfús sé að lýsa mínum eigin upplifun-
um, og hann vekur upp minningar og óteljandi smáatriði sem ég hélt að
væru mér að fullu glötuð. Ef hafið hefði verið nærri gætu þetta alveg verið
mínar minningar og hugsanir:
Annars er þetta bara svona eins og ég lýsi. Heylyktin og vélar-
hljóðið og bæirnir og fannirnar frá í fyrra og heiðarlitirnir og nýja
skriðan brún og hinar gráar og skurðirnir og deyjandi brimið og
drangarnir og heylyktin og heiðin og skriðurnar út í eitt. Ég held
að orðið fjallahringur sé fundið upp af manni sem var orðinn
leiður á því að snúa. (bls. 89)
Og þetta er engin rómantík, sveitarlífið er vinna og sumarið hverfur út í
vindinn:
I minningunni er ilmur þessa sumars ekkert átakanlega róman-
tískur. Frekar mætti segja að hafi fylgt mér síðan, fúalykt af
brúnum arfa í bland með hitalyktinni í súgblæstrinum, hrollurinn
upp úr blautri leir- og sinulyktinni [...] (bls.144)
VI
Þetta er enginn úrkynjaður grænfriðungur.11
í Mýrarenglarnir falla fer mikið fyrir veiðum sögumanna. Allskyns veið-
um. Fuglar virðast skotnir þar sem til þeirra sést: hrafnar, svartbakar, kjói,
gæsir. Fiskar eru veiddir og mýs eltar og líflátnar með hugviti, ákafa og
ástríðu drengsins sem er ábyrgur fyrir því að halda stofninum í skefjum.
Þegar ég var að alast upp á Suðurnesjum var bryggjan órjúfanlegur þáttur
í lífinu, þar stóð ég kvölds sem morgna og veiddi: persónulegt met var 22
fiskar á hálftíma, kolar og marhnútar. Fórnarlömbunum ýmist fleygt út
aftur, þau skorin í beitu, eða gleymdust bara á bryggjunni í allri veiði-
gleðinni. I sveitinni safnaði ég möðkum, þræddi þá á öngla og veiddi
silung. I dag bý ég svo í borginni og þykist góður að geta kramið hrossa-
flugur með gömlu dagblaði þegar þær slæðast inn um gluggana á sumrin
og flögra um eins og ölvaðar með lappirnar útum allt. Ég hef kannski týnt
veiðieðlinu einhversstaðar fyrir utan borgarmörkin og þyki jafnvel
11 „...svartsýnina að gamni okkar, en bölsýnina að íþrótt“. Morgunblaðið, 8.
desember 1990.