Skírnir - 01.09.1991, Page 253
SKÍRNIR AF DRAUGUM OG SÉRLUNDUÐUM DRENGJUM
515
úrkynjaður fyrir vikið. Að minnsta kosti rak mig í rogastans við frá-
sagnirnar af öllum þeim aðförum sem Sigfús lýsir.
Veiði er sögumanninum í blóð borin og í fyrrnefndu viðtal segir höf-
undurinn að það sé ákaflega eðlilegur hluti þess heims sem hann hrærist í:
Varðandi dýradrápin þá hefur hann ekki nútíma pempíuviðhorf til
þeirra. Það eru fyrir honum jafn eðlilegir verknaðir og hvað annað
sem gera þarf. Maðurinn drepur til að komast af, það lögmál er
lifandi í honum.
Drengur í sögu hefur mynd á vegg og á henni eru englar og snoppu-
fríðir hirtir, en drengurinn skilur ekki hvers vegna amma hans, sem saum-
aði myndina,
þurfti að hafa veiðimanninn úti í horni og láta hann hallast fram á
byssuna í öllum þessum hirti, og svona dapur á svipinn eins og
hann sé búinn með skotin sín. (bls. 23)
Hann laumast til að taka riffil þegar fólkið á bænum fer til jarðarfarar, og
skýtur fugla. Allt er það gert af kappi og unaði; ferlið sjálft, það hvernig
hann heldur á byssunni á göngu, og ber sig að á allan hátt, allt skiptir það
máli og er lýst ítarlega. Og skotnir fuglarnir eru ólíkt áhugaverðari en
ýmislegt sem börnum er talið hæfa betur:
Það er gaman að skoða dauðan svartbak. Þeir eru jafnari en ær, en
þó ekki allir eins, það er líkara og með lömbin, ekki gott að þekkja
þá á færi trúi ég. En vanir menn sjá mun, sérstaklega á þeim
dauðum. Fyrst er skoðað framan í þá, en næst upp í þá, svo þuklar
maður hversu vænir þeir eru. Það finnst best á bringunni, og svo
náttúrlega bakinu. Síðast skoða ég, hvernig þeir hafa skotist. (bls.
27)
Pilturinn í annarri sögu bókarinnar er í baráttu við eyðingaröflin, sem
eru hlutgerð í músinni.
Allsstaðar þar sem eitthvað er að rotna, fúna, mygla eða gefa sig,
og leggja þannig til fóðrið, er ég óðara kominn með tólin. Eg fer að
vinnu minni líkt og dauðinn, minkurinn, guð og afturförin, nema
ég er hinum megin við víglínuna. (bls. 68)
Hann sýnir hugvit, veiðir mýsnar í felligildrur og stampa með vatni, flær
þær og safnar skinnunum. Köttinn kallar hann aumingja og bíður eftir
tækifæri til að fletta ofan af getuleysi hans. Pilturinn lærir af hinum eldri,
þeir hafa einnig gegnt embætti músaeyðara og finnst honum á stundum
sem þeir sýni sér og starfinu ekki næga virðingu; hann sé öðrum betri.