Skírnir - 01.09.1991, Síða 254
516
EINAR FALURINGÓLFSSON
SKÍRNIR
Hann hefur meira að segja reynt að nýta sér aðferðir ástralskra frum-
byggja við veiðar - upplýsingar um þá fær hann úr útvarpsfréttum og á
annan móskukenndan hátt.
Fullorðnari sögumennirnir eru með skotvopnin á lofti, sækja sér fugla í
matinn og ránfuglar eru verstu óvinirnir; baráttan sú snýst upp í
lífsbaráttu þar sem maðurinn og hin dýrin reyna að sýnast klók og sá
vitrasti og best vopnaði sigrar. Þá minnir hefndarþorsti veiðimannsins í
sögunni „Vargakallinu" á hefndaruppgjör amerískra kvikmyndasjarmöra,
þar sem þeir æða sveittir um myndheiminn og slátra vondu körlunum sem
hafa framið ódæði á einhverjum nátengdum hetjunni. Hér er fórnarlambið
skotin gæs og bófarnir einn sílamáfur og tveir hrafnar:
Og ég hleð náttúrlega í hvelli og skelli á þá hrinunni.
Staki hrafninn fær það vel í bringuna. Rís aðeins og bakkar, nær
ekki að snúa sér, þó hann teygi upp vængina líkt og nú sé hann að
stoppast klaufalega upp, en kemst svo á fæti mest yfir á næstu
þúfu. Þar veltist hann fram yfir sig og liggur.
Seinna skotið kemur aftan í þá báða hina. (bls. 127)
Óþokkarnir sleppa þó - en það er ekki lengi. Okkar maður setur undir
stélið á sílamáfnum og sendir hann niður á spinninu, og þá er hinn hrafn-
inn einn eftir, orðinn þungur af blýi. Hann næst, orðinn sár, og hlaupið
rekið niður í kokið, engin miskunn og skotið ríður af:
Strjúpasköndullinn blikkar rauðu rétt meðan hann dregst ofan í
fiðrið. Ég gríp patrónuna í loftinu og sting henni í vasann. Hún er
hlý og púðurlyktin þenur ljúflega út á mér nasirnar. (bls. 130)
Þessi kvikmynd hefði örugglega verið stranglega bönnuð börnum, og víst
er að spennandi frásögnin hrífur lesandann með, meira að segja þann sem
ekki getur veitt. Málin eru gerð upp, á sígildan hátt og áhrifamikinn.
Persónum Sigfúsar finnast dráp nauðsynleg, og sjá einnig í þeim
fegurð. Dauðinn er einmitt mikilvægur þáttur bernskunnar; bernskan
gerir í sífellu atlögur að heimi og vitneskju fullorðinna, og sumir segja það
einmitt stærsta skrefið úr skjóli hins barnslega sakleysis þegar börnin
uppgötva dauðann - átta sig á því að tilverunni lýkur einn daginn. Og það
er skelfilegra þegar börn mæta sláttumanninum en fullorðnir. Þannig fer
fyrir einum pilti hjá Sigfúsi; faðir hans skýtur hrafna sem pilturinn hefur
alið upp og hann á erfitt með að sætta sig við það; finnst þar sem hann „lá
á grúfu í lindarauganu þar sem brúsarnir voru kældir." (bls. 157)12
12 Það fer hinsvegar lítið fyrir veiðieðlinu í sögum Gyrðis. Sigmar, pilturinn í
Gangandi íkorna, hefur þó gaman af því að veiða silung, en meira af leik en
alvöru. Skýtur á hann með kindabyssu!