Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 255
SKÍRNIR AF DRAUGUM OG SÉRLUNDUÐUM DRENGJUM
517
VII
Mér finnst stundum að ég sé með annan fótinn í öðrum heimi.13
Gyrðir Elíasson er rithöfundur tveggja heima, og það einkennir hann
kannski frekar en nokkuð annað. Hann er höfundur þeirra andans grun-
semda sem naglfesta ekki tilveruna innan einhverra ákveðinna vitundar-
marka, tilvist hans - eða sögupersóna hans - er tveggja heima. Strax í
fyrstu ljóðabókinni, Svarthvítum axlaböndum frá 1983, er ljóðmælandinn
orðinn „skiptinemi í undralandi",14 og Gyrðir þroskar þá sýn eftir því
sem Ijóðum og bókum fjölgar; oft eru einhverskonar skil milli þess sem
talar og umhverfisins.
Tveir heimar - í þeirri merkingu að eitthvert eða einhver svið lífs liggi
utan við það sem við höfum stimplað okkur inn í með rökbundinni
hugsun - birtast fyrst að ráði í Bréfbátarigningunni. I Gangandi íkorna er
rétt ýjað að myrkfælni og sögum af draugum og verum annars heims;
meira er ekki gert með það: „Rökkrið gerir flíkurnar uggvænlegar. Peysur
blakta ermum hvolfhengdar, höfuðleysið vekur upp sögur af draugum"
(bls. 43). I Bréfbátarigningunni opnast tilverusviðin hinsvegar allt í kring-
um mannheiminn: Hafið er gríðarstór og dimm veröld hvasstenntra
skrímsla, fullt af ógn, og draugar og afturgöngur eru mættar til leiks. Þær
eru raunverulegar og líkamnaðar; láta sér ekki nægja að vera sögur innan
sagna, heldur taka virkan þátt sem persónur. Drukknaðir fransmenn
sveima um í einni sögunni og stela meira að segja dagbókarblöðum, og þá
er afturgenginn afi á ferðinni í tveimur öðrum sögum; hann lendir jafnvel í
ryskingum við einn sögumanninn.
Þessi þróun heldur áfram í Svefnhjálinu. Sagan sú er krökk af vísunum
í undir- og yfirheimalíf, og kemur ekki á óvart, því að sögumaður og
aðalpersónan er sjálfur draugur. Ekkert er eðlilegra. Varðandi eðli drauga
og þessháttar fyrirbæra sækir Gyrðir mikið í allskyns þjóðsa^nir og
þjóðtrú, og tengir það síðan við hugmyndir sínar og textann. I viðtali
minntist hann á þessi fyrirbæri og sýn sína á þau:
Svona hlutir stökkva bara inn í sögurnar hjá mér. Eru samofnir
mínu ímyndunarafli og þess vegna ekki endilega skipulagðir. Þetta
er ekki' neitt bókmenntatrikk, heldur hluti af minni hugsun. Svona
lagað verður að vera hluti af lífssýn höfundar til að vera sann-
færandi [...] ég læði ekki vofum inn í söguþráðinn til að vera þjóð-
legur.15
13 Ur „Með annan fótinn í öðrum heimi“, viðtali Hávars Sigurjónssonar við Gyrði,
Morgunblaóinu, 5. nóvember 1988.
14 Svarthvít axlabönd, Guðbrandur Magnússon Forlag, Sauðárkrókur 1983, bls. 29.
15 „Á planka milli tveggja heima“, Þjóðviljinn, 26. nóvember 1988.