Skírnir - 01.09.1991, Side 256
518
EINAR FALURINGÓLFSSON
SKÍRNIR
Svefnhjólið er ferðasaga manns sem er látinn en þrjóskast við að viður-
kenna það fyrir sjálfum sér. Á ferðalaginu um gráma daganna hittir hann
þó ekki venjulegt, lifandi fólk, heldur hverskonar undarlegar verur, sem
eiga það til að breytast eða hverfa á óvæntum augnablikum. Vísanir og
tengingar milli heima og tilverusviða eru gríðarlega vel hnýttar saman og
mynda heildstæðan vef sem lesendur geta lengi rakið sig eftir, og við
hvern lestur sögunnar uppgötvar maður nýjar og óvæntar tengingar. í
upphafi er sögumaðurinn myrkfælinn með afbrigðum en sá ótti rjátlast af
honum þegar á líður og breytist í skemmtan, enda sér hann fyrirbærin á
ólíklegustu stöðum; jafnvel í verslun hjá gömlum nærsýnum kaupmanni:
Eftir einni hillunni [...] skaust torkennilegt kvikindi með græna
prjónahúfu [...] Ég fékk hláturskast (bls. 41)
I miðhluta bókarinnar vaknar hann í kaupstað, í yfirgefnu húsi látins
bólstara, eða hann telur það yfirgefið allt þar til hann heyrir þrusk á
háaloftinu eina nóttina og álítur drauga valda því. Hann undrast að vera
ekkert myrkfælinn; óttast frekar hræðsluleysið, læðist upp að háalofts-
hleranum og opnar. Uti við stafngluggann sitja tveir menn og kona og
hreint makalaus frásögn tekur við:
Þau virðast ekki heyra til mín, híma sem í draumleiðslu, en svo
lítur bólstrarinn um öxl og sér mig, rís á fætur og tekur báðum
höndum þéttingsfast um mína, hristir hana ákaft. Hann er þrútinn
í andliti og blárauðri slikju slær á kinnar hans. Hvíta skyrtan hans
er ranghneppt og það sér í loðna bringu. Ég kveiki á vasaljósi sem
ég fann í hnífaparaskúffunni niðri, en þá hverfa þau öll. Slekk aftur
og þau birtast, en nú er bólstarinn kominn með höfuð af einhvers-
konar tröllfugli og segir við mig nefmæltur: „Þú átt eftir að vera
lengi í þessu húsi.“
[•••]
Ég sest hjá þeim og við þegjum saman, sötrum te sem bólstarinn
hellir í glerkrukkur úr gömlum emileruðum katli, heldur ryk-
föllnum. Svo görótt er þetta te að eftir örfáa sopa rofnar stafninn
og ég sé hindrunarlaust niður á þök húsanna í kring og gegnum
þau og hvernig allt fólkið er að bursta í sér tennurnar og elskast í
ruggustólum og sjóða mýs í sláturpottum og dreyma hyldjúp
galdravötn. (bls. 50)
Þegar sögumaðurinn er kominn til Reykjavíkur er viðskilnaðartilfinningin
að magnast, hann þráir að komast til baka í sveitina. Áður lendir hann þó í
ævintýrum; glímir til dæmis við risavaxinn kött og kemur loks á hann lagi
með Ödysseifskviðu, og þá minnkar kisi niður í músarstærð. Sú rimma á
sitthvað sameiginlegt með Grimmsævintýrinu góðkunna um manninn