Skírnir - 01.09.1991, Side 258
520
EINAR FALURINGÓLFSSON
SKÍRNIR
skáldskapnum eða frásagnarhættinum, og verður misskreytikennt og
miseinlægt. Sá höfundur sem birtir skynjun sem er hvað líkust þeirri sem
þekkist úr sögum Gyrðis, er einmitt Sigfús Bjartmarsson. Rétt eins og
varðandi bernskuna er ótrúlega margt í svipuðum tónum og stemmn-
ingum í Mýrarenglunum og Svefnhjólinu, þótt viðhorf höfundanna séu
ekki mjög lík. I Mýrarenglunum er ýjað að tilvist vera frá öðru tilveru-
sviði, söguhöfundurinn tekur ekki afstöðu til þess, heldur er frásögnin
bundin við skynjun og hugsanir sögumanna. Drengurinn Vigfús þekkir
þannig til sagna og atburða sem gerst hafa í sveitinni; alltaf beitir hann
sömu karlmennskunni fyrir sig, ekki má hræðast neitt, ekki einusinni þótt
eitthvað undarlegt sé á seyði í ánni eftir að skyggja tekur:
[...] straumólgan rís óvanalega upp úr þurru, og ónotalega innan-
um mig þó ég viti ekki alveg af hverju, því ekki trúi ég á skrímsli í
hverjum polli. (bls. 93)
Hann leitar alltaf líklegustu skýringanna, reynir af alefli að halda sér niðri
á jörðinni, láta ekki bernskuna ná sér aftanfrá:
Ég held ég sé að verða vitlaus, að láta mér detta annað eins í hug.
Fjörulallar, ég roðna alveg yfir hvað ég get verið mikill krakka-
hálfviti. (bls. 95)
Og Vigfús upplifir eitthvað sem hann telur vera vofu, og fyllist skelfingu;
hefur þó ekki hátt um það. Það er hans einkaupplifun sem fullorðnir gætu
hæglega skaddað, gætu þurrkað hana út, eins og presturinn reynir að gera
í upphafi Svefnhjólsins þegar hann kemur með þá skýringu að sæskrímslið
hafi bara verið beljan hans Ásgríms.
VIII
Stílbrögð þeirra Gyrðis Elíassonar og Sigfúsar Bjartmarssonar hafa vakið
verðskuldaða athygli og tök þeirra á tungumálinu eru sterk. Bakgrunnur
beggja er ljóðið, knappur stíll þess og öguð myndsmíð. Leið Sigfúsar er
kannski ekkert óvenjuleg, hann reynir að fella anda textans í bókinni að
efninu, hugmyndum og aðstæðum í söguheiminum. Hinsvegar er það
merkilegt hversu góðum tökum og persónulegum hann hefur náð á þessu
í fyrstu prósabók sinni. Málsgreinar eru meitlaðar, beinskeittar og jafnvel
þyrrkingslegar; lýsingarnar kaldar og orðin megna að tjá karlmennsku og
seigluna í persónunum, hugsunum þeirra og tali.
Beru lofti fylgir ólýsanlegur léttir og alltaf notalegt að ganga inn í
myrkur. Ánægjulegt að vita ekki af manni, hvað þá konu nærri sér.