Skírnir - 01.09.1991, Page 259
SKÍRNIR AF DRAUGUM OG SÉRLUNDUÐUM DRENGJUM
521
En það er ekki allt, myrkur eru lífsgæði í sjálfu sér, og ættu að
teljast til frumþarfa, ásamt með kjöti, vatni og lofti. (bls. 120)
Myndmálið er knappt, beinar myndir draga upp heiminn í lýsingum
sögumanna. Oft eru þær eins og írónískar athugasemdir við kaldhæðni
fornsagna, eins og þegar gömul og vesæl álft birtist í fyrstu sögunni:
Þeir gerast nú glæstir vorboðarnir, hugsa ég gegn viðkvæmninni.
(bls. 12)
Meðvituð barátta söguvitundarinnar gegn viðteknum fegurðargildum
gerir umhverfið enn fallegra og hrikalegra fyrir vikið, umhverfi óham-
innar, kraftmikillar og allt að því rómantískrar íslenskrar náttúru. Þögnin
er einungis rofin af inngjafarrokum í dráttarvélum, vindgnauði eða gargi
hrafna og sílamáfa. Svartsýnin verður heillandi:
Bréfleiðis höfum við svartsýni að gamni okkar, en bölsýnina að
íþrótt. (bls. 135)
Þá birtist húmorísk sýn á viðhorfin þegar drengirnir hafa orðið; þeir éta
allt upp eftir þeim fullorðnu en þegar barnið skín í gegn og réttlætir sig
kemur bros fram í munnvikin:
Það er engin minnkun þó vel liggi á mér, það getur komið fyrir
bestu menn útaf minna. (bls. 37)
IX
í ljóðabókum sínum hefur Gyrðir náð betri tökum á myndmáli en flestir
aðrir höfundar íslenskir, og held ég að óhætt sé að fullyrða að hann hafi
haft meiri áhrif á ljóðagerð íslenskra ungskálda síðasta áratuginn en
nokkur annar höfundur. Stíll skáldsagna hans er líka ljóðrænn, lítið fer
fyrir hefðbundinni sögufléttu með risi og hápunkti, skáldið leggur áherslu
á aðra þætti; kýs oft frekar að sveigja frá atriðum sem gætu ef til vill leitt til
venjulegrar spennu, og beinir sjónum þess í stað að einhverju smáatriði og
leikur sér að því með aðstoð tungumálsins. I sögum Gyrðis eru hugur,
einstaklingur og ímyndun fyrir miðju. Hann lýsir heimi bernskunnar og
óvenjulegum aðstæðum: er ekki sagt að augu barna og gesta gefi iðulega
hreinustu og sönnustu myndina af heiminum? Gyrðir hefur, rétt eins og
kollegi hans, Sigfús, náð að varðveita ferskleika skynjunar og hugarflugs. I
þessari heimssmíð skiptir myndmálið miklu máli.
Við sagnagerðina er Gyrðir myndhöggvari ekki síður en sagnasmiður.
Og myndgerðin er flókin og viðamikil en samt fléttuð inn í þessa hreinu