Skírnir - 01.09.1991, Page 261
SKÍRNIR AF DRAUGUM OG SÉRLUNDUÐUM DRENGJUM
523
ákveðnari hátt. Þá hefur losnað um stílinn, stundum er meira flæði í
honum og talmál hefur aukist. Með þessu virðist höfundurinn ná betra
valdi á hraða frásagnarinnar. Agað ljóðskáldið er þó enn að verki. Veður,
tími og landslag eru atriði sem eru myndgerð aftur og aftur, stuttar
myndir yfirleitt og hnitmiðaðar: „Og nóttin silaðist hjá fyrir utan“ (bls.
45); „tók skyndilega eftir að dagurinn var í andaslitrunum; horn orðin full
af húmskuggum“ (bls. 85); og húsið er á lífi: „í veggjunum rennur heita-
vatnið, þetta glæra blóð hússins" (bls. 89).
Nostur við hverskonar smáatriði, eins og tákn og vörumerki, er ein-
kennandi fyrir hugsanir og lýsingar í texta Gyrðis. Þá eru þau ekki í
sínum venjulegu hlutverkum, heldur taka þátt í byggingu þess goðsagna-
heims sem tilveran er fyrir þeim sem horfa á veröldina með bernskum
augum og ferskum. Sögumaður Svefnhjólsins drekkur Maxwell House
kaffi, og það er ekki bara vörumerki heldur kennileiti á vegferðinni
gegnum lífið; og kannski kallar nafnið einnig fram sérstakt andrúmsloft
eða skynjun hjá lesandanum. Þessi smáatriði geta verið nöfn á hlutum,
vörumerki og jafnvel bókmenntaverk. Hjól sögumannsins er þannig af
tegundinni Suzuki TS 400, hann les Ódysseifskviðu og Mylluna á Barði,
ritvélin er Kolibri, jazz er í útvarpinu: „Miles Davis, Fats Waller, Theo-
lonius Monk, og Jón Múli með röddina" (bls. 54), sjómaður á Bronco,
yfirsmiður Farmall-Cub, útvarpstæki er Telefunken og ísskápur Westing-
house.
Þrátt fyrir myndir og myndakerfi er saga Gyrðis ekki lokuð bygging
full af köldum myndastyttum. Lesandinn kemst inn í hringformið, og er
virkjaður á ferðinni um sagnaheiminn, myndbrotin hjálpa honum við
túlkun og kveikja á myndasýningu í höfðinu; gæla kannski við ljóðrænar
og fínar tilfinningar, en sagan rennur áfram. Sögur Gyrðis eru opnar -
kannski er það einmitt þessvegna sem sumir sjá endalaust eitthvað nýtt út
úr þeim. Og kannski er brotaform draumsins einhver lykill að leshætti eða
skynjun, því vissulega fá draumar og draumkenndar upplifanir mikið
rými. En ekki síður þarf lesandinn að leyfa sér að vera barnslegur í
ímyndun sinni og upplifun.
X
í sveitinni stóð gamli bærinn enn uppi, bárujárnsklæddur, þrjár fallegar
burstir: austast fjósið, þá hlaða og næst íbúðarhúsinu gamla húsið sjálft
með áfastri skemmu og kjallara undir. Fyrir framan voru stór tré sem
hvinu í sífellu, og dyrnar inní bæinn voru alltaf opnar o^ fyrir innan
myrkrið með öllum sínum ógnum og annarsheimsverum. I kjallaranum
mýs, moð á gólfum, flagnandi blátt veggfóður í betri stofunni og þegar
komið var upp þröngan stigann klyfberar, klakkar og mjólkurbrúsar á