Skírnir - 01.09.1991, Page 267
SKÍRNIR
FREGNIR AF BÓKUM
529
skálda og þær hættur sem listin hefur í för með sér fyrir hamingju og heill
samfélagsins.
Hið réttláta fyrirmyndarríki Platons er all ólíkt hugmyndum nútíma-
manna um slík ríki, enda var Platon svarinn andstæðingur lýðræðis. En þá
afstöðu hans má rekja til þess að hann leitaði eftir heilladrýgsta
fyrirkomulagi fyrir heildina fremur en samfélagi þar sem hver og einn
fengi að njóta sín að vild. Hver skal sinna því sem hann er færastur til og
það er ekki ok að láta þá eina stjórna sem búa yfir sannri visku. Af þessari
hugsun spretta hin fleygu orð Platons að samfélagið verði ekki réttlátt fyrr
en heimspekingarnir verða konungar eða konungarnir heimspekingar. Ein
þungamiðja Ríkisins er útlistun Platons á frummyndakenningu sinni, að
sönn þekking sé þekking á æðri veruleika en þeim skuggaheimi sem við
lifum í. I ljósi þess verður skiljanlegt hvers vegna hann telur heimspekinga
eiga erindi í samfélagsmálum, þar sem þeir einir sem kynnast þessum æðri
veruleika eru sannir heimspekingar og slíkir menn eru einir færir um að
leiða samfélagið í ljósi þekkingar á hinu góða.
Samuel Johnson: Vandrœðaskáld
Samuel Johnson er einn litríkasti rithöfundur Englendinga og var uppi á
átjándu öld. Eftir hans daga hafa landar hans gert hann að persónugervingi
alls þess sem enskt er: sérvisku, tedrykkju, ónota í garð Skota og
heilbrigðrar skynsemi. Johnson var skáld, gagnrýnandi, orðabókarhöf-
undur, af einni fyrstu kynslóð launaðra blaðamanna og mikilvirkur höf-
undur ævisagna. Atli Magnússon segir nokkur deili á Johnson í inngangi
og greinir einnig frá tíðaranda í bókmennta- og menningarheimi Englend-
inga á átjándu öld.
Vandræðaskáld er ævisaga manns að nafni Richard Savage sem var skáld
í Lundúnum samtíða Johnson. Saga hans er merkileg fyrir margra hluta
sakir, hann var óskilgetinn sonur heldrafólks og lifði mestalla ævina í sárri
biturð yfir því að hann nyti ekki þeirrar virðingar og auðsældar sem hann
áleit sig borinn til. Fyrir vikið taldi hann sig eiga rétt á forsjá þeirra sem
meira máttu sín, en sjálfur neitaði hann að haga sér á nokkurn hátt í
samræmi við aðstæður sínar. Allt hóf og hagsýni voru honum framandi og
fyrirhyggju átti hann ekki til. Ævi hans snerist um að afla peninga sem
hann kastaði á glæ jafnóðum og eins og vænta mátti steypti hann sér á
endanum í glötun. Johnson brestur ekki skarpskyggni í þessari sögu sinni
og hann hefur margt að segja sem nær langt út fyrir aðstæður og persónu
Richards Savage. I henni er fólgið mikið mannvit um stöðu og háttalag
vandræðafólks allra tíma. Ennfremur lætur Johnson í ljós athyglisverð
viðhorf til stöðu listamanna í samfélaginu, réttindi þeirra og skyldur.
René Descartes: Orðrœða urn aðferð
René Descartes (1596-1649) hlýtur að teljast með áhrifamestu heimspek-
ingum allra tíma. Hann var franskur og einn þeirra sem áttu hvað mestan