Skírnir - 01.09.1991, Page 268
530
FREGNIR AF BÓKUM
SKÍRNIR
þátt í því að sagt var skilið við hugsunarhátt miðalda í heimspeki og
vísindum á nýöld.
I Orðrœðunni lýsir Descartes þekkingarleit og þroskaferli sjálfs sín og
setur fram heildarsýn á hvernig reisa skuli öll vísindi á undirstöðum
öruggrar þekkingar. Hann telur sig leggja grunninn að allri kerfisbundinni
þekkingarleit með ákveðnum reglum sem duga til að mynda aðferð sem
nægir til að gera mönnum fært að færa út kvíar allra vísinda og sjá
samhengið í þeim. Undirstaðan er heimspeki hans sem hvílir á hinum
fleygu frumsannindum: „ég hugsa þess vegna er ég til“, en á þeim grunni
telur Descartes sig geta sannað tilveru guðs og að tilvist hans leyfi honum
að treysta sannfæringu sinni um réttmæti þess sem hann skilur skýrt og
greinilega. Á þeim grunni er loks hægt að öðlast þekkingu á umheiminum
og uppaf henni rís hið mikla tré vísindanna þar sem eðlisfræðin er
undirstaða annarra greina eins og efnafræði og líffræði.
Þorsteinn Hilmarsson
Harðar saga að koma út.
Lokabindi Islendingasagna í Islenzkum fornritum
Harðar saga. Islenzk fornrit XIII. Þórhallur Vilmundarson og Bjarni
Vilhjálmsson gáfu út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík 1991.
Ut er að koma XIII. bindi Islenzkra fornrita, sem er lokabindi Islend-
ingasagna í þeirri ritröð. I bindinu eru fjórar íslendingasögur: Harðar
saga, Bárðar saga, Þorskfirðinga saga og Flóamanna saga. Auk þess eru í
ritinu níu þættir: Þórarins þáttur Nefjólfssonar, Þorsteins þáttur uxafóts,
Egils þáttur Síðu-Hallssonar, Orms þáttur Stórólfssonar, Þorsteins þáttur
tjaldstæðings, Þorsteins þáttur forvitna, Bergbúa þáttur, Kumlbúa þáttur
og Stjörnu-Odda draumur.
Þórhallur Vilmundarson, prófessor, hefur að mestu séð um útgáfu
bindisins. Bjarni Vilhjálmsson, fyrrverandi þjóðskjalavörður, vann að út-
gáfu Bárðar sögu er hann féll frá 1986, og tók þá Þórhallur við útgáfu
sögunnar.
Bindið er hið mesta að vöxtum af þeim er út hafa komið í þessari rit-
röð, alls 756 blaðsíður, auk mynda og uppdrátta. I ritinu eru neðan-
málsskýringar, ættaskrár og skrá yfir mannanöfn og örnefni. Formálann,
sem er 228 blaðsíður, ritar Þórhallur Vilmundarson. I mörgum þeirra
sagna og þátta, sem í bindinu eru, gegna örnefni og örnefnasagnir mikil-
vægu hlutverki. Fjallar Þórhallur sérstaklega um örnefni í sögunum og
þáttunum og styðst þar við víðtækar örnefnarannsóknir sínar.
Ritstjóri