Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
ÁGÚST SPRENGJA
TRYGGÐU ÞÉR SÆTI Í SÓL
Frá kr.
78.295
Frá kr.
59.995
Skoðaðunánar áwww.heimsferdir.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Leitin að arftaka komin á skrið
Gylfi Arnbjörnsson gefur ekki kost á sér til forseta ASÍ Framkvæmdastjóri AFLs tilkynnti framboð
Formenn VR og Eflingar bjóða sig ekki fram Ný forysta sameini ólíkar fylkingar hreyfingarinnar
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
„Ég virði það við Gylfa að koma fram núna og
tilkynna þetta. Það hefði verið erfitt að fara inn
í sumarið í óvissu fram á haust,“ segir Ragnar
Þór Ingólfsson, formaður VR, en Gylfi Arn-
björnsson, forseti Alþýðusambands Íslands
(ASÍ), lýsti því yfir á miðstjórnarfundi sam-
bandsins í gær að hann myndi ekki gefa kost á
sér til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október.
Átök hafa verið í verkalýðshreyfingunni milli
tveggja fylkinga; annars vegar sitjandi afla
undir forystu Gylfa og hins vegar fylkingar
undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, for-
manns Eflingar, og Ragnars Þórs Ingólfssonar,
formanns VR, sem hafa gagnrýnt stefnu Gylfa í
forsetatíð hans. Hvorugt þeirra mun bjóða sig
fram til forseta.
Sverrir Albertsson, miðstjórnarmaður í ASÍ,
tilkynnti á fundinum í gær að hann undirbyggi
framboð til forseta, en hann er framkvæmda-
stjóri AFLs – starfsgreinafélags, sem u.þ.b. 5-
6.000 launþegar tilheyra. Félagið á aðild að ASÍ
gegnum Starfsgreinasambandið.
Í samtali við Morgunblaðið kveðst hann stað-
setja sig utan fylkinganna tveggja. „Ég hengi
mig ekki á fólk, ég hef oft verið sammála Gylfa
og oft staðið með honum, það fer bara eftir því
hvað er til umræðu. Það er klofningur í hreyf-
ingunni og það er mikilvægt að sætta ólíkar
fylkingar og láta rykið setjast,“ segir Sverrir.
Tengist baklandinu betur
Ragnar Þór útilokar ekki að taka sæti vara-
forseta ASÍ í haust. „Forystan þarf að geta
sameinað félögin þannig að við komum sem
heild út úr þeim breytingum sem hafa orðið inn-
an sambandsins og í stærstu félögum þess. Ég
er ekki viss um að við, formenn stærstu stéttar-
félaganna, eigum að leiða það verkefni, frekar
manneskja sem allir eru sáttir við,“ segir hann.
Hann segir að næsti forseti ASÍ þurfi að hafa
betri tengingu við baklandið og grasrótina.
„Þetta snýst um að vera með forystu sem hlust-
ar á það sem baklandið mótar gegnum félögin
sem byggja Alþýðusambandið. Þetta þarf að
vera einstaklingur sem getur hlustað á gras-
rótina. Það hefur forsetanum ekki tekist,“ segir
hann. „Við förum auðvitað fram á að það verði
tekið meira tillit til þeirrar aðferðafræði sem við
höfum verið að boða,“ segir Ragnar Þór, en
hann segir aðspurður að rætt hafi verið um
næsta arftaka innan VR. „Við höfum rætt þetta
okkar á milli og bjuggumst hreinlega við því að
fara í þetta uppgjör í haust,“ segir hann.
Sólveig Anna, sem nýlega var kjörin for-
maður Eflingar, kveðst hafa nóg fyrir stafni og
hafa ekki áhuga á forsetasætinu. „Nú hlýtur
fólk að fara að stíga fram. Ég hugsa að ein-
hverjir hafi beðið eftir þessari ákvörðun,“ segir
hún.
Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Fram-
sýnar á Húsavík, og Drífa Snædal, fram-
kvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, hafa
verið orðuð við forsetastól Alþýðusambandsins.
Í samtali við Morgunblaðið sagðist Aðalsteinn
ekki ætla að bjóða sig fram, en ekki náðist í
Drífu í gær.
Gylfi
Arnbjörnsson
Sólveig Anna
Jónsdóttir
Ragnar Þór
Ingólfsson
Andri Steinn Hilmarsson
Þorgrímur Kári Snævarr
Langreyðar á Íslandsmiðum hafa
ekki þurft að hafa áhyggjur af veiði-
mönnum síðastliðin tvö ár en ró
þeirra var á enda í fyrradag þegar
skipið Hvalur 8 hélt út á miðin frá
Hvalfirði. Hvalur 8 er annar tveggja
hvalveiðibáta sem Hvalur hf. gerir út
í sumar ásamt Hval 9. Þess er vænst
að Hvalur 9 haldi á miðin um helgina.
Hvalakvóti fyrirtækisins í ár nemur
161 dýri en þar sem ekki var veitt
síðustu tvö árin leyfist hvalveiði-
mönnum að bæta það upp í ár og
mega þeir því veiða tæplega 200 dýr í
ár. Til viðmiðunar má nefna að árið
2015 veiddust 155 langreyðar.
Kristján Loftsson, stjórnarfor-
maður Hvals hf., segir að fjöldi
veiddra hvala muni helst ráðast af
veðurskilyrðum. „Vertíðin er venju-
lega í kringum hundrað daga,“ sagði
Kristján í samtali við mbl.is. „Þetta
fer allt eftir veðri og eins hvort
hvalurinn liggur nær landi eða í dýpi.
Veðrið er mikið atriði. Ef það eru
brælur er minni veiði en ef það er
gott veður gengur betur.“
Veiddar um 120 mílur frá landi
Spurð hvort byrjun veiðanna eftir
tveggja ára hlé raskaði hvalaskoð-
unarferðum svaraði Rannveig Grét-
arsdóttir, framkvæmdastjóri Eld-
ingar, að truflunin af langreyða-
veiðum væri óveruleg en hrefnu-
veiðar trufluðu hvalaskoðunarferðir
miklu meira. „Hrefnuveiðarnar byrj-
uðu í síðustu viku og þær trufla okk-
ur beint því að þær eru veiddar
hérna í Faxaflóanum,“ segir Rann-
veig. „Þeir veiða langreyðarnar um
120 mílur frá landi. Almennt trufla
þær veiðar okkur ekki nema þegar
þeir eru að draga langreyðina á síð-
unni í gegnum svæðið. Það veldur
stundum geðshræringu um borð hjá
okkur ef við rekumst á þá.“
Hvalveiðar hefjast að
nýju eftir tveggja ára hlé
Kvótinn í ár 161 dýr Hrefnuveiðar trufla hvalaskoðun
Morgunblaðið/Júlíus
Veiði Hvalur 8 og 9 við Ægisgarð í
Reykjavíkurhöfn árið 2014.
Kjarafundur sem
fór fram í gær
milli samninga-
nefndar ljós-
mæðra og ríkis-
ins bar ekki
árangur. Því er
ljóst að ljós-
mæður stefna að
verkfalli um miðj-
an næsta mánuð í
formi yfirvinnubanns. Þetta stað-
festi Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, for-
maður samninganefndarinnar, í
samtali við mbl.is. Katrín sagði að
tíma og undirbúning þyrfti til þess
að hefja verkfallið. Gera mætti ráð
fyrir að um hálfur mánuður liði þar
til það hæfist.
Annar samningafundur verður
haldinn á fimmtudaginn eftir viku.
Katrín sagðist vona að „bundinn yrði
hnútur“ á málið í eitt skipti fyrir öll,
enda væri staðan hræðileg og hún
óttaðist að að óbreyttu yrðu brátt
engar ljósmæður eftir til að berjast
fyrir bættum kjörum. Átta upp-
sagnir bárust daginn fyrir samn-
ingafundinn og búast má við enn
fleirum náist ekki þóknanlegir
kjarasamningar.
Stefnt að
verkfalli
Kjör Frá mótmæl-
um ljósmæðra.
Samningafund-
urinn árangurslaus
Víða um land nýttu bændur heiðríkju og sólskin
vel og hófu slátt í gær. Í Stóru-Sandvík í Árborg
hófst sláttur í fyrradag en gærdagurinn var
nýttur til hirðingar. „Þetta lítur ágætlega út en
það er ótíð. Það er rigning í fyrramálið og við
keppumst við að ná þessu,“ sagði Ari Páll Ög-
mundsson, bóndi í Stóru-Sandvík. Á myndinni er
sonur hans, Sverrir Pálsson, að raka saman
heyinu og Eyjafjallajökull tignarlegur í baksýn.
Sólskinsdagarnir vel nýttir í heyskap
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Margir bændur hófust handa við slátt í gær