Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 Lífrænar mjólkurvörur í fimmtán ár Í fimmtán ár hefur Biobú framleitt lífrænar mjólkurvörur sem notið hafa mikilla vinsælda. Vöruflokkum hefur fjölgað ár frá ári og sífellt bætast við spennandi og girnilegar nýjungar. Öll mjólk í okkar afurðir kemur frá tveimur búum, þ.e. Búlandi í Austur Landeyjum og Neðra Hálsi í Kjós. Framleiðsla Biobú fer fram samkvæmt ströngustu reglum um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Kynnið ykkur vöruúrvalið á heimasíðu okkar, www.biobu.is. Lífrænar mjólkurvörur www.biobu.is298.1 23 /0 5. 18 Fyrir 35 árum stóð sjö ára stelpuskott og tilkynnti þeim sem heyra vildu að hún ætl- aði sko að verða ljós- móðir þegar hún yrði stór. Ekki búðarkona eða klippingakona, nei ljósmóðir. Stefnan var sett. Rúmum 20 árum síðar varð draumurinn að veruleika. Með sex ára háskólanám í farteskinu réð stelpuskottið, sem ekki var svo mikið skott lengur heldur gift tveggja barna móðir, sig til starfa. Ljósmóðurstarfið er einstakt. Ólíkt öllu öðru. Að vera við upphaf lífs. Að sjá barn draga andann í fyrsta skipi er upplifun í hvert ein- asta skipti og fyllir þá sem hjá standa einskærri gleði og trú á líf- ið. Enda gleypti starfið hina nýút- skrifuðu ljósmóður. Starfsánægjan var svo mikil að skítalaun skiptu ekki miklu máli fyrstu mánuðina. En svo fór raunveruleikinn að bíta. Í lífinu er ekkert gefið. Systurnar gleðin og sorgin sýna sig. Með auk- inni þekkingu og reynslu kom líka aukin ábyrgð. Ábyrgðin svo mikil á stundum og svo þung að stúlkan var við að sligast. Álagið yfirdrifið. Jól og áramót, páskar og helgar svo ekki sé talað um næturnar sem vakað er meðan aðrir sofa. Hægt og rólega upplifði ljósmóðirin að framlagið og ábyrgðin eru engan veginn metin til launa. Það vantar ljós- mæður til starfa. Svarið er ekki að fjölga útskrifuðum ljósmæðrum þegar einungis þriðjungur þeirra sem útskrifast sér sér fært að hefja störf eftir nám. Það eru liðin rúm 12 ár síðan ljósmóðirin hóf störf. Hinn 30. júní vinnur hún sína síð- ustu vakt. Hinn 1. júlí tekur uppsögn hennar og 12 annarra ljósmæðra gildi. Nú er kjörið tækifæri fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að standa við stóru orðin um leiðréttingu launamunar kynjanna og fylgja lög- um og hvar betra að byrja en á hreinni kvennastétt sem hefur bar- ist fyrir launum sínum í 267 ár! Ljósmóðirin á lítið sjö ára stelpu- skott. Hún tilkynnti móður sinni á dögunum að hún ætlaði sko að verða ljósmóðir þegar hún yrði stór. Ég berst því ekki bara fyrir mínum launum heldur líka fyrir dóttur mína, sem á skilið sömu laun fyrir sambærilega vinnu og bræður hennar þrír. Við ljósmæður segjum hingað og ekki lengra! Draumur sem varð að veruleika – eða hvað? Eftir Guðrúnu Pálsdóttur »Hinn 1. júlí taka uppsagnir ljósmæðra gildi. Guðrún Pálsdóttir Höfundur er ljósmóðir. Rannsóknir staðfesta að hreyfing er einn af lykiláhrifaþáttum heil- brigðis á öllum ævi- skeiðum. Það er mikilvægt verkefni að sporna gegn kyrrsetulíferni og stuðla að því að sem flestir landsmenn, á öllum aldri, hreyfi sig í sam- ræmi við ráðleggingar um hreyfingu. Það er gert með því að horfa til þeirra fjöl- mörgu þátta sem hafa áhrif á daglega hreyfingu, m.a. í tengslum við ferða- máta, vinnu og skóla, frítíma og heim- ilisverk. Ganga er góð hreyfing og er í senn bæði einföld og ódýr. Auðvelt er að fara í daglegar gönguferðir út frá heimili eða vinnustað og víða má finna góða göngustíga í nærumhverfinu. Gönguferðir úti í náttúrunni og til fjalla eru gefandi og skemmtilegar og fjallgöngur eru meira krefjandi og auka þol og þrek göngufólks til muna. Það er frábær tilfinning að standa á fjallstindi eftir góða göngu. Finna fjallaloftið fylla lungun, njóta fjöl- breytilegs og stórbrotins útsýnis, finna fyrir einhvers konar sigurtilfinn- ingu eftir krefjandi göngu og ekki síst njóta þessa alls í góðum félagsskap. Þannig eru áhrifin af góðri gönguferð margvísleg, bæði á líkama og sál. Mik- ilvægt er þó að muna eftir því að byrja ávallt hægt og rólega og byggja smám saman upp þrek og styrk. Regluleg hreyfing hefur fjölþættan ávinning fyrir heilsuna eins og vís- indarannsóknir staðfesta. Þeir sem hreyfa sig reglulega minnka meðal annars líkurnar á að fá krans- æðasjúkdóma, heilablóðfall, sykursýki af tegund 2, sumar tegundir krabba- meina, stoðkerfisvandamál og geð- röskun. Umfram allt eykur regluleg hreyfing líkurnar á að fólk lifi lengur og við betri lífsgæði en annars. Takmörkuð gögn liggja fyrir um hreyf- ingu Íslendinga í áranna rás og því er erfitt að segja til um hvernig þróunin hefur verið á síðustu árum og áratug- um. Kannanir benda þó til að meirihluti fullorð- inna hreyfi sig ekki í samræmi við ráðlegg- ingar um hreyfingu og ýmsar vísbendingar eru um að kyrrseta hafi aukist í daglegu lífi landsmanna. Má þar nefna vaxandi ofþyngd meðal fólks og stóraukna bílaeign. Hreyfing minnkar með hækkandi aldri, stúlkur hreyfa sig minna en drengir, taka síður þátt í íþróttastarfi og detta fyrr út úr slíku starfi. Ungmenni af báðum kynjum hreyfa sig minna um helgar en á virk- um dögum og langvarandi kyrrseta við afþreyingu við sjónvarps- og tölvu- skjái er áhyggjuefni. Hollt mataræði er hluti af heil- brigðum lifnaðarháttum Góð næring og dagleg hreyfing er nauðsynleg undirstaða heilbrigðs lífs. Hollur mat- ur, hæfilegt magn og reglulegar mál- tíðir eru grundvöllur góðra mat- arvenja. Þar er mikilvægt að velja fjölbreytta fæðu í hæfilegu magni og þá fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum, svo sem græn- meti, ávexti, gróft kornmeti, belgjurt- ir, fituminni mjólkurvörur, fisk, þorskalýsi, magurt kjöt og fleira. Góð- ar matarvenjur eru svo aftur und- irstaða þess að fólk hafi orku og löng- un til þess að hreyfa sig. Góð heilsa íbúa er forsenda sjálf- bærs velferðarkerfis. Vegna sam- félagslegra og lýðfræðilegra viðfangs- efna er nauðsynlegt að efla aðgerðir á sviði lýðheilsu, m.a. til að koma í veg fyrir langvinna sjúkdóma og heilsu- tjón. Góð lýðheilsa hefur jákvæð áhrif á samkeppnishæfi landa, hagvöxt og nýsköpun. Stjórnvöld á Íslandi og þar með talin heilbrigðisyfirvöld hafa mikil ónýtt tækifæri í samstarfi við fjölmörg félagasamtök og grasrótina til að efla hreyfingu landsmanna og stuðla þannig að bættri heilsu land- ans. Hiklaust ætti að setja meira fjár- magn í forvarnarstarf sem myndi leiða til stóraukinnar hreyfingar og heilbrigðari lífsstíls fólks. Heilsa og vellíðan fólks er nátengd góðu umhverfi. Tækifæri til fjöl- breyttrar útivistar og aðgengi að grænum svæðum eru þættir sem hafa áhrif á vellíðan fólks. Það eykur einnig skilning á þeim aðgerðum og atferlisbreytingum sem þróun í átt að sjálfbærni krefst. Á fáum stöðum í heiminum er eins gott aðgengi að náttúrunni og á Íslandi. Enda er það svo að sífellt fleiri stunda gönguferðir sér til heilsubótar. Góð heilsa er eitt það mikilvægasta sem hver einstaklingur á. Því þurfum við að hugsa vel um okkur, hreyfa okkur mikið og reglulega, borða hollt og ástunda heilbrigðan lífsstíl. Láttu matinn verða meðalið þitt og meðalið vera matinn, var setning sem Hippó- krates, faðir læknisfræðinnar, sagði fyrir meira en tvö þúsund árum. Þannig getum við sjálf valið heil- brigðan lífsstíll til að stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Sjálfbær heilsa Eftir Pál Guðmundsson » Það er mikilvægt verkefni að sporna gegn kyrrsetulíferni og stuðla að því að sem flestir landsmenn, á öll- um aldri, hreyfi sig reglulega. Páll Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri FÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.