Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 68
FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 172. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Japanir tóku til eftir sig í stúkunni 2. Stökk á tækifærið og flutti til … 3. Er píkugufa stjarnanna málið? 4. Eiginkonur landsliðsmanna á … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Mókrókar bjóða upp á frumsaminn djass í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 17 í dag. Hljómsveitin varð í 2. sæti Músíktilrauna 2018 og er starfandi listhópur hjá Hinu húsinu í sumar. Tónleikunum er lýst sem ferðalagi. Ferðatíminn er um klukkustund. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mókrókar bregða á leik í miðborginni  Ungstirnin Baldvin Oddsson trompetleikari og Steinar Logi Helga- son, organisti Háteigskirkju, leika á tónleikum alþjóðlega orgelsumarsins í Hallgrímskirkju í dag kl. 12. Á efnis- skrá eru hátíðleg verk eftir Bach, Purcell, Martini, verkin Hallgríms- kirkja eftir Þráin Þórhallsson og Tokkata eftir Jón Nordal. Ungstirni með tón- leika á orgelsumri Baldvin Oddsson Steinar Logi Helgason  Hátíðardagskrá til heiðurs Kristínu Ómarsdóttur og væntanlegu kvæða- safni hennar, Waitress in Fall, í enskri þýðingu verður haldin kl. 20 í kvöld í Mengi við Óðinsgötu. Skáld lesa uppáhaldsljóð sín eftir Kristínu og einnig verður lesið úr bókinni á ensku. Kvæðasafnið inni- heldur ljóð úr öllum bókum Kristínar og spannar því þrjátíu ára útgáfuferil. Kristínarkvöld á sumarsólstöðum Á föstudag Suðvestan 5-13 m/s. Bjart veður NA- og A-lands, ann- ars skýjað og súld eða rigning framan af degi. Hiti 7 til 12 stig en allt að 20 á Austurlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning um landið vestanvert og snarpar vindhviður á norðanverðu Snæfellsnesi. Hægari suðvestanátt og lengst af þurrt austantil. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. VEÐUR Í Volgograd verður mikil orr- usta háð á morgun, þó að- eins í 90 mínútur, þar sem nánast allt er í húfi, en sigurliðið í slag Íslands og Nígeríu kemst í vænlega stöðu í baráttunni um sæti í sextán liða úrslitum á HM karla í knattspyrnu í Rúss- landi. Sá aðili sem bíður lægri hlut er í verri málum, sérstaklega Nígeríumenn- irnir, sem eru endanlega úr leik ef þeir tapa. » 1 Mikilvæg orrusta á söguslóðum Það hvernig Ofurernirnir, eins og lið Nígeríu er kallað, hafa varist í föstum leikatriðum undanfarið er hins vegar stórt vandamál, sem hæglega gæti nýst Íslandi með sín þaulæfðu löngu innköst, hornspyrnur og aukaspyrn- ur,“ segir meðal annars í grein um Nígeríu, næstu andstæðinga Íslands á HM karla í knattspyrnu Rússlandi, í íþrótta- blaðinu í dag. Þjóðirnar mætast klukkan 15 í dag að íslenskum tíma. »4 Lenda í vandræðum í föstum leikatriðum Bikarmeistarar ÍBV og Stjarnan eru langt á eftir toppliði Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu ef mið er tekið af því að einungis sex umferðir hafa verið leiknar. Stjarnan og ÍBV gerðu 2:2 jafntefli í Garðabænum í gær og eru í 4. og 5. sæti deildarinnar. Stjarnan er 8 stig- um á eftir Breiðabliki og ÍBV er 11 stigum á eftir Blikum. »2 Stjarnan og ÍBV dragast aftur úr Breiðabliki ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Mig langar að gera skemmtilegar auglýsingar og frábrugðnar því sem allir eru vanir,“ segir hin 25 ára Álf- heiður Marta Kjartansdóttir, nýráð- inn leikstjóri hjá Sagafilm. Hún hef- ur unnið í framleiðslu hjá fyrir- tækinu í rúm tvö ár. Draumurinn rættist þegar Álfheiði var boðin staða auglýsingaleikstjóra á dög- unum hjá Sagafilm, þrátt fyrir ung- an aldur. Áhugi Álfheiðar á leikstjórn kviknaði eftir að hún fór í stutt leik- listarnám í Danmörku. ,,Ég ætlaði alltaf að vera leikkona þegar ég var yngri, það var alltaf málið, en á seinni árum langaði mig í leikstjórn. Í leiklistarnáminu var alltaf sagt við mig að ég væri meiri leikstjóri en leikkona.“ Álfheiður hefur farið mikinn í leik- stjórn á undanförnum tveimur árum og tekið að sér ýmis verkefni. „Ég var að vinna hjá Sagafilm og sam- hliða vinnunni byrjaði ég að leik- stýra í mínum eigin tíma. Ég leik- stýrði fyrst myndbandi fyrir Reykjavíkurdætur, sem var áhuga- verkefni en ég hafði verið að taka mikið að mér utan vinnu.“ Þá leik- stýrði hún verkefninu Huguð, á veg- um geðfræðslufélagsins Hugrúnar í HÍ. Átaksverkefnið hlaut verðskuld- aða athygli fyrr á árinu og var t.a.m. tilnefnt til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Á mánudag var frumsýnt tón- listarmyndband í leikstjórn Álf- heiðar við lagið Hlaupa hratt með Rari boys. Spurð hvort hún muni leikstýra fleiri tónlistarmynd- böndum á næstunni segist Álfheiður munu einbeita sér að auglýsinga- leikstjórn. „Tón- listarmyndbönd eru góður vettvangur til að koma sér á framfæri en ég er að byrja sem auglýsingaleikstjóri. Mér finnst mikilvægt að ungt fólk fái að spreyta sig á þessum vettvangi, að fá ferskan andblæ í auglýsingagerð á Íslandi.“ Álfheiður segist hafa áhuga á að leikstýra fræðsluefni og hafa áhrif á fólk í gegnum myndbandsefni: „Í rauninni finnst mér bara ótrúlega gaman að mismunandi fólki og að segja sögur af fólki. Það er líka bara gaman að gera eitthvað fallegt úr einhverju hversdagslegu. Fólk er tilbúið að hlusta á allt ef maður býr til eitthvað fallegt í leiðinni.“ Spurð hvað sé fram undan segir Álfheiður: „Auðvitað langar mann að gera sem mesta og stærsta hluti. Ég er mjög spennt fyrir næstu mánuðum og árum.“ Landaði draumastarfinu  Vill koma með ferskan andblæ í auglýsingagerð Morgunblaði/Arnþór Birkisson Leikstjóri Álfheiði langaði alltaf að verða leikkona þegar hún var yngri en seinna kviknaði áhugi á leikstjórn. Umfangsmesta verkefnið sem Álfheiður hefur leikstýrt er átaksverkefnið Huguð, á veg- um geðfræðslufélagsins Hugrúnar í HÍ. „Markmiðið var að sýna jákvæða mynd af geðsjúkdómum, tala um batann og góðu hliðarnar líka.“ Verkefnið saman- stendur af sjö mynd- böndum og í hverju þeirra deilir einstak- lingur reynslu sinni af geð- sjúkdómum og geðröskunum. Meðal þeirra er þjóðþekkt fólk, má þar nefna Aron Má Ólafsson og Völu Kristínu Eiríksdóttur leikara. Álfheiður segir verkefnið hafa gengið frábærlega. „Þarna fékk ég tækifæri til að spreyta mig á nýjum vettvangi. Það er eitt að fá að leikstýra tónlistarmynd- bandi en annað að fá að taka þátt í herferð svona ung.“ Verkefni sem vakti athygli ÁLFHEIÐUR LEIKSTÝRÐI SJÖ MYNDBÖNDUM Í ÁTAKSVERKEFNI Aron Már Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.