Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 1. J Ú N Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  144. tölublað  106. árgangur  Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 LANDSINS MESTA ÚRVAL AF RIEDELGLÖSUM TÓNLEIKARÖÐ Í RÚMLEGA SJÖ VIKUR FERÐIR MYNDA STJÖRNU ALCOA INNSPÝT- ING Í FJARÐA- BYGGÐ Í 11 ÁR HERMANN ÁRNASON RÍÐUR UM LANDIÐ 4 VIÐSKIPTAMOGGINNREYKJAVÍK CLASSICS 62 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áætlað er að félög tengd Norvik í timburvinnslu muni velta um 23 milljörðum króna í ár. Það yrði um 10% aukning milli ára. Umsvif Norvik í timbri hafa aldrei verið meiri síðan félagið hóf timbur- vinnslu í Lettlandi árið 1993. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri og stjórnarformaður Norvik, segir Indlandsmarkað vera að opnast fyrir Norvik. „Ég tel að Indland sé á upp- leið eins og Kína fyrir 10 til 15 árum. Við höfum fengið margar fyrirspurn- ir þaðan,“ segir Jón Helgi. Sala til Bergs Timber Sala Norvik á flestum timbur- félaga sinna til Bergs Timber gekk í gegn um mánaðamótin. Félagið Bergs Timber er skráð á sænska hlutabréfamarkaðnum. Verð á timbri hefur farið hækk- andi. Jón Helgi segir sölu Norvik takmarkast af framboði. Með meira hráefni gæti félagið selt meira. Meðal annars hefur sögunarmylla Norvik í rússnesku borginni Sykt- yvkar ekki verið rekin með fullum af- köstum. Það félag fylgdi ekki með í samrunanum við Bergs Timber. Starfsmenn myllunnar í Syktyvk- ar voru að ganga frá timbursendingu til Lettlands þegar Morgunblaðið kom þar við í síðustu viku. Umsvif upp á 23 milljarða  Vöxtur hjá Norvik og skyldum félögum  Tekjur félaganna hafa aukist með hækkandi timburverði  Forstjóri Norvik segir mikil tækifæri í sölu á Indlandi MSelja timbur um allan … »30-31 Á annað þúsund manns » Um 1.300 manns starfa nú hjá Norvik og tengdum fé- lögum í fimm löndum. » Þar af starfa um 800 hjá fé- lögunum fimm sem voru sam- einuð Bergs Timber, sem er skráð félag í Svíþjóð. Þótt margir landsmenn upplifi það ef til vill ekki þannig er sólin nú eins hátt á lofti og dagurinn eins langur og bjartur og hann gerist á þessu ári. Sumarsólstöður verða í dag, nánar tiltekið klukkan sjö mínútur yfir tíu að morgni, og er sól- in þá í sinni nyrstu og hæstu stöðu á himninum. Héðan af munu dagarnir taka að styttast á ný og sólin að staldra skemur við á himninum. Í gær skein sólin samfellt í um sautján klukku- stundir, sem er með því mesta sem gerist. Lands- menn eru því hvattir til að njóta sólarinnar með- an unnt er. Tveir knapar áðu við Gullfoss í blíðviðrinu í gær og vöktu mikla athygli ferðamanna sem höfðu komið til að skoða fossinn. Sólin hátt á himni skín, hlý, logandi og gul Morgunblaðið/Kristinn Magnússon  Donald Trump Bandaríkja- forseti hefur undirritað til- skipun sem á að binda enda á að- skilnað barna ólöglegra inn- flytjenda frá for- eldrum sínum. Um 2.000 börn hafa verið skilin frá foreldrum sín- um við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna síðustu sex vikur vegna stefnubreytingar hjá ríkis- stjórn Trumps. Þessi meðferð á börnum hefur vakið hörð viðbrögð um allan heim. »38 Hætt að tvístra fjölskyldum í BNA Donald Trump  Viðar Valsson, verslunarstjóri í Jóa útherja, telur að sala á íslensku markmanns- treyjunni sé um þrefalt meiri en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Að sögn Viðars er aðalástæðan fyrir aukinni eftirspurn víta- spyrnuvarsla Hannesar Þórs Hall- dórssonar í síðasta leik, en strax eftir þann leik fór salan á flug. „Lagerinn hjá okkur er nánast tóm- ur og við eigum aðeins örfáar treyj- ur eftir,“ segir Viðar og bætir við að ný sending sé á leiðinni, en það er í fyrsta sinn sem panta þarf aðra sendingu af íslensku markmanns- treyjunni. »6, 44 og Íþróttir Þrefalt fleiri mark- mannstreyjur selst Eftirsótt Treyja Hannesar er vinsæl.  Í niðurstöðum nýlegrar skýrslu Íslandsstofu um tjón útflytjenda í viðskiptum sínum við erlenda aðila kemur fram að meira en helmingur útflutningsfyrirtækja hefur lent í einhvers konar svikum eða van- efndum í starfsemi sinni. Yfirleitt hefur það verið sökum gjaldþrota viðskiptavina erlendis en í ein- hverjum tilvikum vegna svika. Í sömu skýrslu Íslandsstofu er bent á að engar stofnanir hérlendis greiðslutryggi útflytjendur. Til samanburðar séu í öðrum norræn- um löndum stórar ríkisstyrktar stofnanir sem starfi eingöngu við það að greiðslufallstryggja útflutn- ingsfyrirtæki. »ViðskiptaMogginn Svik og vanefndir tíðir fylgifiskar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.