Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 Elliðaárdalur Eftir nær daglega úrkomu frá sumardeginum fyrsta skein sólin á höfuðborgarsvæðinu í gær og í það minnsta þrjár stúlkur notuðu tækifærið og busluðu í Elliðaánum. Valli Undanfarið hefur borið á því að sumir leik- og fræðimenn tjái sig m.a. um uppruna Íslendinga og sam- félagsgerð svonefndrar víkingaaldar, að því er virðist af vanþekkingu og jafnvel fordómum. Þetta kann að hljóma dómhart, en þó hefur ákveðinn niðrandi tónn verið í umræðunni frá einstaka sjálf- skipuðum sérfræðingum um nátt- úru- og samfélagsgerð þess fólks er uppi var á svæðum (oftast við sjó og vötn) í norðurhluta Evrópu fyrir um 900-1.200 árum og gengur undir nafninu víkingar. Flestir fræðimenn sem rannsaka fortíðina vita að ekkert er 100% upp- lýst né gefið. Rannsóknir á fornum menningarheimum og samfélögum eru flókið verk en ekki einfalt og sjaldan finnst það hrein heimild að ekki sé hún þrætuepli þeirra sem hana túlka. Það er þó ákveðinn fasti í rann- sóknum þar sem leitast er við að flokka og greina ákveðin einkenni þeirra samfélaga sem til rannsóknar eru og gefa þeim sérstöðu og sér- nafn ef svo ber undir. Þessar rann- sóknir taka og hafa tekið áratugi, jafnvel árhundruð, í raun lýkur rannsóknum aldrei þar sem nýjar upplýsingar, ný tækni, ný aðferða- fræði og svo mætti lengi telja þróast með tíð og tíma, og ekki má gleyma þeim tíðaranda sem ríkir hverju sinni og blæs sínum tón í túlkun hvers tíma. Í dag er ákveðinn tíð- arandi þar sem sumir frábiðja sér tenginguna við samfélagsgerð vík- inga, ég hef rekið augun í þetta og hugsa alltaf, af hverju? Þessi augna- rekstur minn hefur ágerst eftir því sem liðið hefur á heimsmeistara- mótið í knattspyrnu Að mínu viti eigum við öll að vera stolt af því (hvað sem fólkið var kallað, en fræði- heitið er víkingar, svo höldum okkur við það), annað væri vanþakk- læti og vanvirðing við fortíðina og það fólk sem hér bjó og byggði okkar land. Þar sem ég hef rann- sakað landnám, sam- félagsgerð og innviði víkingaaldarsamfélaga í hartnær 15 ár þá langar mig að nefna nokkur grunnatriði sem ein- kenna þessa samfélagsgerð og gáfu henni nafn. Ástæðan fyrir því að tíminn er kallaður víkingaöld, sem nær frá því um 750-1150 e.Kr., er þessi: Út frá fræðunum, þ.e. rituðum texta, tímasetjum við víkingaöldina við innrásina á eyjuna Lindisfarne við strönd Englands 793 e.Kr., þar sem hópur víkinga rændi þar klaust- ur og brenndi til kaldra kola. Lok víkingaaldar eru almennt kennd við ósigur Haraldar harðráða Noregs- konungs á enskri grundu (við Stam- fordbridge) árið 1066 e.Kr. Það vita þó flestir að tímabil vík- ingaaldar er túlkunaratriði fræði- manna. Hafa skal í huga að þetta er út frá rituðum texta, sem er mishlut- lægur eða mishlutlaus. Fonleifa- fræðin er strangari fræðigrein að því er þessar túlkanir varða og sem fornleifafræðingur tel ég jarð- fundnar minjar ásamt stuðningi rit- aðra heimilda mikilvæga forsendu til þess að ná sem breiðasta mögulega skilningi á þessum merka tíma. Ég get ekki hér í þessari grein út- listað í þaula þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á víkingaaldar- menningarsvæðum en eitt er víst að þessi svæði eiga það sameiginlegt að í þeim rannsóknum sjáum við svart á hvítu hvað það er í grófum dráttum sem gefur þessum horfna menning- arhópi nafnið víkingar. Til að byrja með vil ég árétta þann reginmis- skilning að allir víkingar hafi verið morðingjar, ræningjar og villimenn, sú skilgreining er jafn ýkt og að segja að allir Bandaríkjamenn séu Donald Trump. Það sem gefur þessum hópi fólks sem kallað er víkingar sérkenni eru innviðir þess, rúnaristur, mynt- slátta, verkmenning, trú og graf- arhættir, búsetuval, nýting og þekk- ing á sjósókn og skipaþróun, veiðiskapur og uppbygging á fjöl- breyttum búskaparháttum á sjó og landi. Þetta voru afkomendur fólks sem kom undan hörðum vetrum og óteljandi fimbulvetrum 6. og 7. ald- arinnar þar sem náttúruhamfarir voru það skelfilegar að vetur urðu sí- felldir og fimbulkaldir með þeim af- leiðingum að úr varð viðvarandi hungursneyð og mannfall í rúm hundrað ár. Fólk gat ekki ræktað land né dýr og varð að leita uppi betra líf sem varð flökkulíf þar til náttúran jafnaði sig og fólk átti möguleika á ný að aðlagast breyttu umhverfi fjarri eldri heimahögum. Þessum tíma hefur verið gefin mörg nöfn og uppi voru mörg þjóðarbrot þar sem mörg stríðin voru háð í lífs- baráttunni. En einmitt vegna þess- ara erfiðu tíma tel ég m.a. að hin heiðna trú, sem er eitt af sérkennum víkinaaldarsamfélaga, hafi orðið til. Tíminn sem þeir gáfu nafnið ragna- rök eða heimsendir sem þetta fólk eflaust upplifði og úr spratt hinn magnaði heimur í sagnaformi manna á meðal sem við þekkjum sem nor- ræna goðfræði, öll sagan sem varð til og við svo heillarík að fest var á skinn af Snorra Sturlusyni og hefur lifað allar götur síðan og meira að segja öðlast fjölbreytt og sjálfstætt líf. En nóg um þetta, því ein sam- félagsgerðin sem úr þessum tíma spratt var sú sem við getum rakið okkur til. Samfélag sem lifði við sjó og vötn og sérhæfði sig í sjávar- útvegi og sjósókn, kynntist nýju fólki, straumum og stefnum, ferðað- ist mikið og stundaði verslun og vöruskipti, nam ný lönd og vann bæði til sjós og lands. Nytjagripir og vopn þessa fólks eru líka eitt af þeim sérkennum sem einkennir víkinga- hugtakið. Ævintýralegur skreytistíll og klæðagerð sem þróast listilega með tímanum er ákveðin birting- armynd víkingaaldarinnar eins og við flest skynjum hana, sem og oft á tíðum tilfinningaþrungnir og ríkir grafarhættir þar sem fólk var heygt í fullum klæðum með sína helstu nytjagripi og vopn, tilbúið í eftirlífið. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er það fjölbreytileiki og aðlögunar- hæfni sem er svo rík innan menning- arsamfélaga víkingaaldar að mínu mati, hæfileikinn að komast af og að- lagast breyttum aðstæðum á stutt- um tíma þrátt fyrir að náttúran sé þeim ekki hliðholl á stundum, skýr- asta dæmi þessa er landnám Íslands og það mikla afrek að byggja hér land og komast lífs af á hjara ver- aldar, að sama skapi landnám Græn- lands og landafundir í Ameríku. Fornleifarannsóknir hef ég stund- að lengi og get sagt með nokkurri vissu að hér á Íslandi var land numið með skipulögðum hætti, af vand- virkni og vandaðri verkkunnáttu, þessi staðreynd birtist í fornminjum okkar, því verður seint breytt og eru einkenni þessara funda flokkuð m.a. gerðafræðilega frá tíma víkinga- aldar. Það er einnig staðreynd að vík- ingar höguðu búsetuvali sínu oftast við og stutt frá sjó: við voga og víkur. Því er ekki galið að víkingar dragi nafn sitt af því hvaðan þeir komu og völdu sér bæjarstæði. Það er ekki slæmt, en það slæma er að skrum- skæla þeirra veruleika vegna hópa þeirra á meðal sem svifust einskis og við höfum vitneskju um úr heim- ildum sem jafnvel mega teljast hlut- drægar og segja aðeins eina hlið sögunnar. Við skulum allavega ekki vera með hleypidóma og gefa víkingum öllum slæmt orðspor sem þeir eiga engan veginn skilið. Það sem þeir eiga skilið er viðurkenning á þeirra eljusemi, þrjósku og aðlögunarhæfni til að komast af við erfiðar aðstæður. Að sigla til ókunnugs lands yfir úfið úthaf með skepnur og nytjar í bal- lestinni, eitt segl að húni með von í brjósti að lifa ferðalagið af og standa svo í lappirnar andspænis nátt- úrunni, er eitthvað til þess að fá lof fyrir frekar en last. Þetta hefur svo sannarlega ekki verið einstaklings- framtak, þetta hefur verið samvinna margra, sterk liðsheild og vilja- styrkur til þess að vera hluti af nátt- úrunni og vera frjálsar manneskjur í veröldinni – það er eflaust þessi andi sem hefur blásið okkur í brjóst í gegnum aldirnar og hjálpað okkur gegnum erfiða tíma, fjötra og vos- búð með stöku sólskinsdögum og það er eflaust þessi andi sem birtist okkur öllum svo ríkulega í strákun- um okkar í Rússlandi og er í raun frumkjarninn í öllum Íslendingum, ungum sem öldnum, gömlum sem nýjum. Þessi saga varpar ljósi á auðmýkt- ina fyrir lífinu öllu og af hverju menn berjast til þess eins að lifa af! Þetta tvennt er sterkara en allt og lifir í okkur öllum sama hvaðan við komum og fyrir því munum við alltaf berjast og á það munum við ávallt trúa. Áfram Ísland! Eftir Völu Garðarsdóttur » Við skulum allavega ekki vera með hleypidóma og gefa víkingum öllum slæmt orðspor sem þeir eiga engan veginn skilið. Vala Garðarsdóttir Höfundur er fornleifafræðingur. Víkur víkinganna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.