Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 44
kom Rússland mér nokkuð á óvart. Maður var kannski svolítið búinn að mikla þetta land og ferðalagið fyrir sér, en hingað til hefur ferðin verið geggjuð. Moskva er virkilega stór borg en þeir hlutar sem ég hef séð af henni eru bara snyrtilegir og flott- ir. Hér er mikið um fallegar bygg- ingar og svæði til að skoða svo við höfum bara verið að njóta þess að skoða okkur um í rólegheitum í góða veðrinu, kíkja í búðir og borða góðan mat,“ segir María. Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is María Ósk og Jón Daði eru búsett í Englandi en þau hafa verið kærustupar í sex ár og trúlofuð í eitt ár. Hún er stödd í Rússlandi og fylg- ist spennt með sínum manni. Hún segist óttast mest að strákarnir meiði sig á vell- inum. „Lífið í Rússlandi er gott! Ef ég á að segja eins og er þá Í dag flýgur hún til Volgograd til að sjá íslenska landsliðið spila á móti Nígeríu. „Ég og Ingibjörg tengdamóðir mín erum hérna saman en við tók- um ferðapakka frá Vita sem boðið var upp á fyrir aðstandendur leik- manna. Það voru margir sem tóku þennan pakka hjá Vita. Það er frábært að við séum öll samferða hérna. Ég var ekkert sérstaklega farin að hlakka til að fara til Volgograd þar sem við höfum það svo gott hérna í Moskvu. En þeg- ar ég heyrði að við gætum mögu- lega fengið að hitta strákana þar, þá varð ég töluvert spenntari. Það yrði rosalega gott að fá að hitta Jón Daða smá og eyða aðeins tíma með honum,“ segir hún. María Ósk segir að stemningin í Moskvu sé ólýsanleg. „Stemningin hérna er góð, allir eru rosa afslappaðir og hressir. Það er mikil bjartsýni fyrir keppninni hjá öllum Íslendingum sem ég hef talað við. Það er einnig svaka líf og fjör á Rauða torginu og á helstu túristastöðunum hérna í Moskvu. Þar er margt fólk og stuðningsmenn frá öllum löndum, margir í búningum að syngja og flippa.“ Hvernig líður þér á leikjum? „Mér líður yfirleitt nokkuð vel á leikjum og er spennt og bjartsýn. Ég viðurkenni þó að stressið nær oft tökum á manni þegar líður á leikina, sérstaklega ef leikirnir eru jafnir og spennandi. Það sem mér finnst hins vegar erfiðast eru áhyggjurnar yfir því að einhver meiðist. Ég fæ oft alveg hnút í magann ef ég sé leikmann í jörð- inni eftir einhver átök – sér- staklega minn mann, þar sem ég veit hvað slæm meiðsli geta tekið mikið á þá. Sem betur fer standa þeir oftast fljótt upp aftur og allt í góðu.“ Ertu með einhvern happagrip? „Ég er nú ekki með neinn sér- stakan happagrip á leikjum og hef aldrei verið með slíkan. En talan 22 hefur alltaf verið happatalan mín, alveg frá því að ég man eftir mér. Jón Daði veit það vel og ég vil meina að það sé ein af ástæð- unum fyrir því að hann sóttist eft- ir því að vera númer 22 með landsliðinu. Talan fer honum alla- vega einstaklega vel! Tengdamóðir mín hefur líka stundum mætt með eitthvað bleikt á leiki til lukku,“ segir María. Hvernig leið þér á leiknum gegn Argentínu? „Ég var mjög bjartsýn fyrir leikinn og trúði því engan veginn að Ísland myndi tapa. Reyndar var ég búin að spá jafntefli fyrir leik svo ég hafði nú bara rétt fyrir mér eftir allt saman. Ég var svaka hress í byrjun leiks en eftir mark- ið hjá Argentínu fór maður að hafa pínu áhyggjur. Það varði þó ekki lengi þar sem strákarnir voru fljótir að bjarga málunum. Stress- ið fór svo að segja til sín í seinni hálfleik og náði held ég hámarki þegar Argentína fékk vítið. Ég var næstum því búin að missa af þessari snilldarvörslu hjá Hannesi þar sem ég þorði varla að horfa á. Síðustu mínúturnar í leiknum voru líka allt of lengi að líða að mínu mati. Sem betur fer fór þetta allt saman vel. Þetta var ekkert smá flottur leikur hjá strákunum og þeir mega allir vera stoltir af sér. Nú telur maður bara niður í næsta leik.“ Þorði varla að horfa á leikinn María Ósk Skúladóttir er trúlofuð Jóni Daða Böðvarssyni, landliðsmanni í íslenska landsliðsins í fótbolta. María Ósk er 24 ára og stundar fjar- nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Auk þess bloggar hún á belle- .is ásamt nokkrum stelpum. Kærustupar Jón Daði Böðvarsson og María Ósk Skúla- dóttir hafa verið kærustupar í sex ár. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is LAGERSALA Hansa Designo Eldhústæki 27.930 kr. Verð áður: 39.900 kr. 30-70%afsláttur Stuðningur Heitir stuðningsmenn. Stuðningsmenn Hér er María Ósk ásamt stuðnings- mönnum íslenska landsliðsins. Falleg María Ósk kann vel við sig í Moskvu. 22 María Ósk segir að 22 sé happatalan hennar. Falleg Moskva er falleg borg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.