Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 VIÐAR HÁGÆÐA VIÐARVÖRN Fáanleg í PALLAOLÍU, TRÉVÖRN, GRUNNMÁLNINGU, HÁLFÞEKJANDI og ÞEKJANDI viðarvörn. Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá sérblandaða hjá okkur. Komdu til okkar og spurðu um VIÐAR! Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík • Dalshrauni 11, Hafnarfirði • Hafnargötu 54, Reykjanesbæ Gleráreyrum 2, Akureyri • Sími 588 8000 • Opið 8.00–18.00 alla virka daga og 10.00–14.00 alla laugardaga Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja1988@gmail.com Katrín Ýr Óskarsdóttir er 37ára söngkona sem búsetter í London í Bretlandi. 15ára gömul útskrifaðist hún úr Árbæjarskóla og eftir eitt ár í Iðnskólanum í Reykjavík fluttist hún til Bandaríkjanna þar sem hún bjó í nokkra mánuði. Eftir heimkomuna frá USA ákvað hún að drífa sig að klára skóla. Eftir að hafa lokið námi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti fluttist hún aftur til Bandaríkjanna í tvö ár, þaðan sem hún fór svo til Bretlands til að læra söng. „Ég hef sungið alla tíð, var í Söngskólanum í Reykjavík og var þess á milli að spila á stöðum eins og Hressó og Celtic, en langaði alltaf að gera eitthvað meira. Frændi minn fór til London í gítarnám og ég ákvað að fara og skoða skólann sem hann var í. Það reyndist örlagaferð,“ sagði Katrín Ýr sem nokkrum mánuðum síðar var sjálf flutt til London. „Ég ætlaði mér í fyrstu að taka eins árs diplómanám við The Institute of Contemporary Music (ICMP) og koma svo heim. En þegar því lauk þá ákvað ég að taka 3ja ára BMus-nám og þá varð eiginlega ekki aftur snúið. Nú hef ég búið hérna í London síð- astliðin 12 ár og kenni hér tónlist og söng.“ Langaði alltaf að gera meira Katrín Ýr hefur alltaf verið við- loðandi söng. Tók þátt í öllum söngvakeppnum í grunnskóla og tvisvar í Söngvakeppni framhalds- skólanna og var í öllum söngleikjum Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Að námi loknu hóf hún að spila á hinum ýmsu skemmtistöðum, svo sem Hressó, Celtic Cross, Dubliners og fleiri stöðum, sem og í einkapartíum, en alltaf blundaði í henni að gera eitt- hvað meira. „Ég hef verið búsett hérna í London í rúman áratug núna, en hef verið að vinna að söng og tónlist í um 15 ár á Íslandi. Ég spila mikið í brúð- kaupum, fyrirtækjapartíum, afmæl- um og svo framvegis hérna í Bret- landi, auk þess sem ég tek stundum gigg á veitingastöðum, börum og fleiri stöðum,“ segir Katrín Ýr. En hvernig skyldi hefðbundinn dagur vera í lífi þessarar atorku- miklu konu? „Það fer allt eftir degi, viku eða jafnvel mánuði. Ég er að kenna söng í University of West London einn dag í viku, kenni við The Institute of Contempoary Music hálfan dag í viku og í Tring Park School for the Performing Arts einn dag í viku,“ segir Katrín Ýr sem að auki rekur hóp sem kallast VOX Col- lective, en í honum er tónlistarfólk, allt frá söngvurum og gítarleikurum til strengjasveita og plötusnúða. „Mitt verk er að setja saman hljóm- sveitir og sýningar fyrir einkapartí og skemmtistaði. Allt frá þema- kvöldum til live partíbands með DJ. Ég er í miklum samskiptum við þau sem ráða okkur til þess að gera kvöldið fullkomið.“ Setja saman sýningar og gigg Með VOX Collective hefur Katrín Ýr sett upp matarsýningar sem hefur selst upp á. „Ein vinsælasta sýningin var OUTKAST, þar heiðruðum við goð- sagnakenndu hipphopp-grúppuna sem gaf út lög eins og Hey Ya, Ms. Jackson, Rosa Parks, So Fresh So Clean, og fleiri. Við höfum sömuleið- is heiðrað Carole King og Madonnu, það voru tvær mismunandi sýningar með þremur söngkonum og strengjasveit. Nú svo höfum við tek- ið Nirvana-klassík með live bandi og 16 söngvurum, held að það hafi verið í fyrsta skipti sem ég sá svokallað „crowd surf“ á kórtónleikum.“ Katrín Ýr hefur því í nægu að snúast. „Ég þarf oft að setja saman sýningar og gigg fyrir VOX Collec- tive, útsetja lög og setja saman hljómsveitir. Ég vinn einnig við að taka upp fyrir fólk þannig að suma daga er ég í stúdíói.“ Ofan á þetta allt saman hefur Katrín Ýr einnig verið að raddþjálfa söngvara og ver- ið með bæði vinnustofur og kennslu bæði í Bretlandi sem og annars stað- ar í heiminum. Veltir fyrir sér tónleikum á Akureyri Og hvað skyldi svo vera á döf- inni hjá Katrínu Ýri? „Ég er að vinna mikið með VOX Collective og er svona að skoða það að koma heim til Íslands með eitthvað af þeim sýn- ingum sem við höfum sett upp hérna úti. Við munum spila á tónlistarhátíð hérna í Bretlandi með Madonnu-- sýninguna okkar og svo erum við sömuleiðis að bóka fleiri gigg í Lond- on. Nú svo hef ég sett upp tvo Adele- heiðurstónleika á Íslandi sem seldist upp á, ég er að skoða dagsetningar fyrir fleiri slíka tónleika, jafnvel norður á Akureyri. Og á sumrin er alltaf nóg að gera við að spila í brúð- kaupum, afmælum og fyrirtækjap- artíum,“ segir Katrín Ýr að lokum. Tónlistarkona sem lifir fyrir listina Hún lifir og hrærist í listalífinu í London. Katrín Ýr Óskarsdóttir hefur sungið alla sína tíð og lætur nú að sér kveða í heimsborginni. Katrín kemur víða fram með ýmsum listamönnum sem hún hefur hug á að kynna fyrir Íslendingum. Ljósm/Aðsend Músík Söngurinn er eins og rauður þráður í gegnum allt líf Katrínar Ýrar sem hefur fest rætur í Lundúnum og starfað þar með ýmsum listamönnum. Ljósm/Aðsend Gleði Nóg að gera við að spila í brúðkaupum og afmælum. Í miklum samskiptum við þau sem ráða okkur til þess að gera kvöldið fullkomið. „Nú þegar HM stendur yfir og Íslend- ingum gengur vel er áhugi á knatt- spyrnu. Langt fram á kvöld er líf og fjör á fótbolta- og sparkvöllum hér í bænum og krakkarnir að deyja úr spenningi,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Fyrir nokkrum dögum var endur- bættur knattspyrnuvöllur í Ólafsvík tekinn í notkun. Þetta er keppnis- völlur í löglegri stærð, 105 metrar x 68 metrar, með gervigrasi, öflugri lýsingu, vökvunarkerfi og áhorfenda- stúkum fyrir 550 manns. Samanlagt leggur Snæfellsbær 165 milljónir kr. í þetta verkefni sem verktakar úr Snæ- fellsbæ höfðu að stærstum hluta með höndum en fyrirtækið Metratron sá um að leggja grasið. „Nú erum við komin með fína aðstöðu sem nýtist fyrir fótboltann væntanlega frá því í apríl og fram í nóvember. Og þetta er fyrir alla, hingað til hafa aðeins meistaraflokkar karla og kvenna mátt vera á aðalvellinum sem nú er sem nýr. Allt hefur þetta líka mikið að segja fyrir bæjarbraginn og eins hvernig karlaliði Víkings, sem spilar í 1. deild, vegnar. Þess vegna teljum við framkvæmd þessa þarfa,“ segir Kristinn bæjarstjóri. Endurbættur knattspyrnuvöllur í Ólafsvík í notkun Í fótbolta langt fram á kvöld Morgunblaðið/Alfons Finnsson Opnun Gylfi Scheving, til vinstri, og Gunnar Gunnarsson, þekktir fótbolta- kappar frá fyrri tíð í Ólafsvík, klipptu á borðann með góðri aðstoð. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Ólafsvík Knattspyrna kætir krakka. Í kvöld, fimmtudaginn 21. júní, verður efnt til sólstöðugöngu í Viðey í tilefni af því að nú er sólargangur lengstur hér á norðurhveli jarðar. Þór Jakobs- son, veðurfræðingur og einn af upp- hafsmönnum þessarar göngu, mun segja frá sólstöðum og hefðum tengdum þeim. Gerður Kristný verður með hugvekju í göngunni sem Guð- brandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, fer fyrir. Gengið verður um sögulegar slóðir á vesturhluta Viðeyjar og staðnæmst í fjöruborðinu við varðeld. Gönguleið- in er hæfileg og að mestu á sléttu undirlagi. - Siglt verður frá Skarfa- bakka kl. 20:00 og til baka ekki seinna en kl. 23. Sumarsólstöðuganga í Viðey Hugvekja og varðeldur Morgunblaðið/Ómar Viðey Regnboginn á óskastund. Fimmtánda lands- mót Fornbíla- klúbbs Íslands verður á Selfossi um helgina. Mótið verður sett á föstudagskvöld en skv. venju verður laugardag- urinn helgaður kynningum á bíl- um og þá verður markaður með handverk, vöfflur, varahluti og fleira. Tjaldsvæðið á Sel- fossi verður allt frátekið fyrir félaga fornbílaklúbbsins þessa helgi. Upp- lýsingar um dagskrá og mótið er að finna á: www.fornbill.is og á www.fa- cebook.com/fornbill/. Fornbílamót á Selfossi Bílar til sýnis Fornbíll Mikil glæsikerra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.