Morgunblaðið - 21.06.2018, Qupperneq 59
MENNING 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018
Nú finnur þú það
sem þú leitar að á
FINNA.is
sínum auk þess sem John Waters
lét kremja hænur til dauða við gerð
myndarinnar Pink Flamingos. Þá
skal einnig nefna költ-myndina
Cannibal Holocaust þar sem alls
konar dýr voru hálshöggvin og
sundurlimuð til þess eins að
skemmta bíóþyrstum poppkorns-
ætum. Svona mætti lengi telja.
Þá er einnig ljóst að farið er illa
með dýr, sem þjálfuð eru til þess að
„leika“ í kvikmyndum og sjónvarps-
þáttum, á milli verkefna. Svipunni
er talsvert oftar beitt en namminu
og samkvæmt US Department of
Agriculture eru dýraþjálfarar í
skemmtanabransanum vestanhafs
áminntir í gríð og erg fyrir að brjóta
lög um velferð dýra þar í landi,
þrátt fyrir að slík lög taki aðeins á
grundvallarhlutum á borð við að sjá
dýrunum fyrir næringu. Svo ég vitni
aftur í téðan Ferber, þá er þetta allt
saman enn eitt myrka leyndarmálið
í Hollywood sem flestir vita af en fá-
ir nenna að kanna nánar.
Eru tæknibrellur lausnin?
Vel má þó nýta kvikmynda-
miðilinn til þess að auka skilning og
áhuga á dýrum. Handritshöfundar
Star Wars: The Last Jedi, sem kom
út í fyrra, hvöttu til að mynda til
dýraverndunar með ýmsu móti,
meðal annars með því að láta Chew-
bacca neita því að borða porg, sem
er eins konar fugl, þegar hann sér
sams konar fugla syrgja fallinn fé-
laga. Teiknimyndin Ferdinand,
einnig frá því í fyrra, minnir okkur
á að nautgripir vilja fremur þefa af
blómum en verða fyrir pyntingum
og ofbeldi og Shape of Water, sem
vann Óskarinn í ár, hvetur okkur
einnig til að virða aðrar tegundir
hér á jörð.
Þá skal talað um CGI, eða tækni-
brellur á góðri íslensku. Með nú-
tímatækni er hægt að herma eftir
dýrum án þess að misnota lifandi
skepnur. Dýrin í Jumanji: Welcome
to the Jungle, sem kom út í fyrra,
eru til að mynda tölvugerð að öllu
leyti og það sama má segja um ap-
ana í War for the Planet of the
Apes, sem einnig kom út í fyrra.
Noah, í leikstjórn Darrens Aron-
ofskys, frá árinu 2014, styðst einnig
einungis við tölvugerð dýr.
Skyldi þetta verða til þess að lif-
andi dýr verði ekki notuð í kvik-
myndaiðnaðinum? Vonandi. Vissu-
lega eru þessar tæknibrellur rán-
dýrar í framleiðslu, en peningaleysi
skyldi aldrei vera afsökun fyrir því
að pynta nokkra lifandi skepnu sér
til skemmtunar. Slík rök eru fyrir
aumingja.
Hver er ábyrgð
handritshöfundar?
Það er kannski fátt um svör þeg-
ar stórt er spurt, sérstaklega í ljósi
þess að við erum ef til vill að stíga
inn í öld þar sem tölvugerð dýr
leysa af hólmi lifandi skepnur. Hins
vegar skal hafa það á hreinu, að
handritshöfundur – ef hann skal
teljast réttum megin við siðferðis-
línuna – verður að ganga úr skugga
um að engin dýr verði nídd við
framleiðslu þeirrar myndar sem
hann skrifar. Eins og drepið var á
hér áður eru slík loforð frá AHA
merkingarlaus með öllu og því verð-
ur hver og einn handritshöfundur
að eiga það við sína samvisku í sam-
ráði við leikstjóra og framleiðendur
viðkomandi verkefnis. Vel er hægt
að nota raunverulegt myndefni af
dýrum, sem ekki er leikstýrt eða
handleikið af kvikmyndaiðnaðinum
yfir höfuð, til að leggja velferð dýra
lið. Heimildarmyndin Earthlings frá
árinu 2005 gerir það til að mynda
listilega með því að sýna raunveru-
leg myndskeið af dýrum sem rækt-
uð eru til manneldis.
Talandi um manneldi. Ég get
varla klárað þennan pistil án þess
að benda á tvískinnung þeirra sem
kenna í brjósti um hunda, kýr,
hesta, hænur og önnur dýr sem sett
eru fyrir framan myndavélina – á
meðan sama fólk slafrar í sig nauta-
steikur og gúlpar niður Hámarki á
milli þess sem það jórtrar á kjúkl-
ingaleggjum. Ég er alls ekki að
gagnrýna það að slíkir eintaklingar
tali fyrir því að dýr á setti séu
vernduð. Ef það á að velja á milli
þess að vernda ákveðin dýr eða eng-
in dýr – þá er fyrri kosturinn að
sjálfsögðu sá augljósi. Þess er hins
vegar óskandi að fólk líti á málið í
aðeins stærra samhengi og átti sig á
því að svínin sem voru notuð við
gerð myndarinnar Babe frá árinu
1995 eru með nákvæmlega sama til-
finningalíf og beikonið sem þú færð
þér á morgnana. Kvikmyndin Island
of Lost Souls frá 1932, og hvernig
henni var tekið í Bretlandi, er nokk-
uð dæmigert fyrir þennan pól. Kvik-
myndin var bönnuð þar í landi, ekki
vegna þess að við gerð kvikmyndar-
innar voru lifandi dýr krufin, heldur
vegna þess að krufningin var tekin
upp og sýnd í kvikmyndahúsum.
Sem sagt; það þótti ekkert athuga-
vert að kvelja dýrin, það þótti ein-
ungis óviðunandi að sýna það í
mynd.
Ef þú verður vitni að misnotkun á
dýrum, tilkynntu það þá til viðeig-
andi yfirvalda. Vonandi fara þau að
gera eitthvað í því ef þrýstingurinn
er nógu mikill. Þar að auki skal að
sjálfsögðu sniðganga alla list sem
elur á misnotkun á dýrum – hvort
sem það er innsetning í Guggen-
heim eða hreyfimynd á hvíta tjald-
inu. Dýr skulu ekki pyntuð mann-
fólki til skemmtunar.
Aftaka Í Cannibal Holocaust voru dýr hálshöggvin og sundurlimuð til að skemmta bíóþyrstum poppkornsætum.
Kolkrabbi Park Chan-wook, leikstjóri Oldboy, lét aðalleikara myndarinnar tæta í sig fjóra lifandi kolkrabba, sem
börðust fyrir lífi sínu allt fram á síðustu stundu, til þess að ná nokkrum raunverulegum skotum.
Í tilefni 12. ársfundar Samstarfs-
nets skapandi borga UNESCO í
Kraká og Katowice í Póllandi um
miðjan júní tók Bókmenntaborgin
Reykjavík þátt í ljóðaverkefninu
Poetic Encounters sem Bókmennta-
borgin Heidelberg í Þýskalandi og
Handverksborgin Fabriano á Ítalíu
áttu frumkvæði að. Það fólst í að út-
búa handgert safnrit með ljóðum
skálda frá bókmenntaborgunum til
að fagna orðlistinni og minna á
mikilvægi bókmennta og tungu-
mála í heimsmenningunni.
Skáldin Bragi Ólafsson og Soffía
Bjarnadóttir lögðu ljóð til verksins.
Ljóð Braga er „Tuttugu línur um
borgina“ og ljóð Soffíu er úr bálkn-
um „Ég er hér“. Ljóðin skrifuðu
þau í Gröndalshúsi og var sá gjörn-
ingur festur á filmu. 51 skáld frá 27
bókmenntaborgum kom saman í
bókinni, en í henni er fjölbreyti-
leika tungumála heimsins fagnað
með ljóðum frá öllum heimshornum
sem rituð eru á móðurmáli hvers
skálds. Ljóðin rita skáldin eigin
hendi á handgerðan folio-pappír
frá Fabriano, þar sem bókin var
bundin inn í leðurband og er allur
frágangur hennar í samræmi við
ævagamalt handverk.
Bókin er tileinkuð fólki um allan
heim sem trúir á mátt orðlist-
arinnar og styður frelsi til tján-
ingar og hugsana. Ljóðabókin Poe-
tic Encounters verður varðveitt í
Bókmenntaborginni Kraká en raf-
ræn útgáfa með ljóðunum á frum-
málum og í enskum þýðingum verð-
ur aðgengileg á vef Bókmennta-
borgarinnar Reykjavíkur innan
skamms.
Fulltrúar Íslands Skáldin Bragi
Ólafsson og Soffía Bjarnadóttir.
Tungumálum fagnað með
ljóðum í handgerðri bók