Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Mér finnst skipta máli að hafa fyrsta flokks listamenn, íslenska og erlenda,“ segir Nína Margrét Grímsdóttir, listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Reykjavík Class- ics, um val á listafólki fyrir tónleika- röðina. Reykjavík Classics hefst í dag og stendur til sjötta ágúst. Listafólk á breiðu aldursbili Yngsti flytjandi hátíðarinnar er Herdís Mjöll Guðmundsdóttir fiðlu- leikari, sem er rétt skriðin yfir tví- tugt, en Nína segir að það komi vel út að blanda aldurshópum saman. „Það skiptir miklu máli að lista- mennirnir séu á breiðu aldursbili, að þarna séu ungir og upprennandi listamenn sem eru að stíga sín fyrstu skref og einnig afar reyndir lista- menn. Það er náttúrlega aðalatriði að fólki líði vel saman við flutning kammertónlistar og því finnist ánægjulegt að endurskapa tónlist.“ Tónleikaröðin er nú haldin í þriðja skipti. Einhverjir flytjendanna hafa einnig komið fram undanfarin tvö ár og munu sömuleiðis flytja verk þetta árið. „Það er ákveðinn kjarni sem kemur að þessu en svo bætast ein- hverjir nýir við árlega. Til dæmis hafa Áshildur Haraldsdóttir, Sig- urður Bjarki Gunnarsson, Baldvin Oddsson, Ari Vilhjálmsson og Svan- ur Vilbergsson komið fram á síðustu tveimur tónleikaröðum og koma einnig fram í ár.“ Metnaðarfull efnisskrá Efnisskrá tónleikanna er ákveðin í samráði við flytjendur. „Það sem ég legg upp með er að efnisskráin sé metnaðarfull. Á henni eru bæði klassískar perlur og íslensk róman- tík. Þetta árið leggjum við áherslu á íslensk tónverk og þau eru rauði þráðurinn í efnisskránni. Við tökum fyrir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigvalda Kaldalóns og Emil Thor- oddsen, hina íslensku gullöld. Þeirra verk eru á margan hátt grunnurinn fyrir íslenska tónlist og það sem hún byggist á. Mér finnst afar skemmti- legt að kynna þessar perlur fyrir þeim sem koma á tónleikana.“ Þessar íslensku perlur sem um ræðir hafa ekki verið fluttar mikið í gegnum tíðina, að sögn Nínu. „Við munum fá að heyra fiðlu- og píanó- sónötu eftir Sveinbjörn Sveinbjörns- son auk Rómönsu og Reverie sem ég er ekki viss um að hafi nokkrun tíma heyrst hérlendis. Þessi íslensku verk eru almennt mjög sjaldan flutt á tón- leikum svo það er í raun einstakur viðburður þegar þau eru flutt. Einn- ig verða flutt verk eins og Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns sem Svanur Vilbergsson flytur í eigin útsetn- ingu. Áshildur Haraldsdóttir hefur jafnframt útsett sönglög Emils Thoroddsen og mun flytja þau í eigin útsetningu, sem er mjög spennandi.“ Hver flutningur einstakur Tónleikaröðin býður upp á sjö prógrömm sem standa almennt yfir í sex til sjö daga. „Bæði mér og Hörp- unni fannst mikilvægt að það væri stöðugleiki í dagskránni, fyrir lista- menn og áhorfendur. Það er ekki al- gengt að þetta sé gert í klassíska tónlistarheiminum, hvorki hérlendis né erlendis, en við sjáum gjarnan sama prógrammið keyrt dag eftir dag í leiksýningum og danssýn- ingum. Það þarf að hafa í huga að hver tónlistarflutningur er endur- sköpun og því aldrei sá sami og áður. Flutningurinn er samtal við áheyr- endur og áheyrendahópurinn breyt- ist frá degi til dags svo hverjir tón- leikar eru einstakir þó svo að verkin séu hin sömu. Þetta er líka mjög mikil áskorun fyrir flytjendur; að bregðast við nýjum áheyrendum á hverjum degi, þannig að það er líka skemmtilegur vinkill fyrir okkur sem flytjum tónlistina.“ Stjórnar og flytur tónverk Nína Margrét er píanóleikari og mun ekki einungis stýra tónleika- röðinni heldur mun hún einnig flytja tónverk í fjórum af sjö prógrömmum Reykjavík Classics. „Þetta er mjög krefjandi og ég er í raun með tvo hatta. Góðu fréttirnar eru að ég er búin að gera þetta í mjög mörg ár, bæði hér og í New York, hef mikla reynslu og fólkið sem ég vinn með er oft vinir mínir til áratuga. Það er af- skaplega ljúft að vinna með þeim á sviði líka og mér finnst mikil forrétt- indi að geta bæði verið að flytja og skipuleggja. Það felst ákveðin sköp- un í því líka.“ Vinsælt á meðal ferðafólks Nína segir aðsókn að tónleikunum vera að byggjast upp hægt og síg- andi. „Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem koma á tónleikana en líka eitthvað af Íslendingum. Ég hef verið ágætlega ánægð með að- sóknina en auðvitað vonum við að þetta vaxi og dafni og sem flestir sjái sér fært að mæta. Tónleikarnir eru tilvalið tækifæri til að heyra fyrsta flokks akústíska klassíska tónlist í Eldborginni en Sinfónían spilar ekki þar yfir sumartímann.“ Að mögulegt sé að nota Hörpu alla mánuði ársins segir Nína Mar- grét ekki sjálfsagt mál. „Ég veit til þess að sambærileg tónleikahús er- lendis séu lokuð á sumrin. Það er gíf- urlega mikil synd svo ég vil undir- strika hvað það eru mikil forréttindi að fá að nota húsið okkar allan ársins hring í það sem það var byggt fyrir.“ Tónleikar Reykjavík Classics verða haldnir nánast daglega frá 21. júní til 6. ágúst. Hálftíma hádegistónleikar Tónleikarnir eru alltaf á sama tíma, þeir hefjast klukkan hálfeitt og standa til eitt. „Mér finnst skipta máli að tónleikarnir séu ekki langir og við lögðum upp með að hafa ekk- ert hlé. Þetta er svolítið óformlegra en klassískir tónleikar eru oft og fólk þarf ekki að setja sig í neinar sér- stakar stellingar áður en það kemur, fara í spariföt eða neitt slíkt. Það er heldur ekki nauðsynlegt að kaupa miða fyrir fram.“ Fjölbreytt dagskrá Listafólkið sem kemur fram á tón- leikaröðinni í ár er eftirfarandi: Svanur Vilbergsson gítarleikari, trompetleikararnir Baldvin Oddsson og Jonah Levy, Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, Ásta Kristín Pjetursdóttir víóluleikari, sellóleikarinn Caitriona Finnegan, Judith Ingolfsson fiðluleikari, Vladi- mir Stoupel píanóleikari, Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Sig- urður Bjarki Gunnarsson sellóleik- ari. Nánari upplýsingar um dagskrá tónleikaraðarinnar má finna á vef- síðu Hörpu, www.harpa.is. Íslenskar tónsmíðar í forgrunni  Fyrsta flokks listafólk í tónlistarröðinni Reykjavík Classics sem hefst í dag  Klassískar perlur og íslensk rómantík  Tónleikaröðin stendur í rúmar sjö vikur  Blásið til tónleika í hverju hádegi Ljósmynd/Aðsend Erlendir gestir Þau Judith Ingolfsson fiðluleikari og Vladimir Stoupel píanóleikari koma fram á þrennum tónleikum á Reykjavík Classics. Ljósmynd/Aðsend Fiðla Ari Þór Vilhjálmsson leikur á fiðlu vikuna 18. til 24. júlí nk. Ljósmynd/Aðsend Píanóleikari Nína Margrét spilar á píanó í fjórum af átta prógrömmum. Djasstónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson bassaleikari og Eyþór Gunnarsson píanisti gáfu í lok síð- asta árs út plötuna Innst inni. Þeir félagar eru þeir einu sem leika á plötunni en Tómas er höfundur laganna. Platan hefur hlotið hlotið afar lofsamleg ummæli í erlendum djasstímaritum austan hafs og vestan. Í danska blaðinu Jazz- Special skrifaði gagnrýnandinn Thorbjörn Sjögren: „Hér er nægt andrými, hér er ró, hér er nægur tími og hér slá hjörtun í takt í 11 lögum Tómasar. Og um leið er sveiflan ótrúlega sterk. Hér er á ferðinni ein óvæntasta og sterk- asta tónlistarupplifun sem ég hef orðið fyrir um langa hríð.“ Í enska blaðinu Jazz Journal skrifaði Andy Hamilton: „Það ríkir tregi yfir tónlistinni á þessari plötu og þótt hún sé ekki fjöl- breytt er hún engu að síður ein- staklega áhrifamikil.“ Hamilton gefur plötunni fjórar stjörnur af fimm. Í bandaríska tímaritinu All About Jazz skrifaði C. Michael Bailey: „Þetta er meira en tónlist, þetta er hugarástand og allt um kring er allt eins og vera ber, að minnsta kosti meðan tónlistin var- ir. Leyfið þessari plötu að færa ykkur frið.“ Þeir Tómas og Eyþór munu halda síðbúna útgáfutónleika í Norræna húsinu 15. ágúst í sum- artónleikaröð hússins. Tómas og Eyþór fá lofsamlega dóma Ljósmynd/ Baldur Kristjánsson Góðir Tómas og Eyþór hafa spilað saman í fjölda mörgum verkefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.