Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI SVIÐSLJÓS Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Ég velti því oft fyrir mér eftir slysið hvort börn sem sækja starfsemi á vegum íþrótta- eða sveitarfélaga gætu verið í hættu,“ segir Páll Árna- son, en hann hafði samband við Morgunblaðið eftir langa viðureign við „kerfið“ í leit að upplýsingum og ábyrgð en rakst alls staðar á veggi. Tengdadóttir Páls, þá 22 ára, hlaut varanleg örkuml í slysi á lóð Frí- stundaheimilisins Frostheima við Frostaskjól 6 árið 2014, er hún starf- aði þar sem frístundaráðgjafi. „Hún tapaði skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg og KR í framhald- inu, en slysið var rakið til gáleysis hennar í dómsúrskurðinum. Hún hafði ætlað að sækja bolta sem barn missti yfir girðingu inn á afgirt svæði inni á lóð frístundaheimilisins og hífði sig upp eitt skref, en hætti við er hún varð vör við gadda efst á girðingunni. Giftingarhringur hennar kræktist í einn gaddinn þegar hún steig niður og baugfingurinn rifnaði af,“ segir Páll. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í skaðabótamálinu gegn Reykjavík- urborg og Knattspyrnufélagi Reykja- víkur féll 29. nóvember 2016 en konan treysti sér ekki til að áfrýja dómnum innan áfrýjunarfrestsins eftir það sem á undan var gengið og vildi helst reyna að gleyma þessu, að sögn Páls. Eftir slysið hafi síðan Vinnueftirlit ríkisins látið setja hlíf yfir gaddana en engin snör viðbrögð hafi orðið hjá Reykjavíkurborg, segir Páll sem vildi ekki gefast upp og leitaði áfram skýr- inga á hvers vegna eftirliti með um- búnaði lóðarinnar væri ekki sinnt með tilliti til starfseminnar sem þar fer fram, en allt að 260 börn eru skráð í frístund í Frostheimum, skv. upp- lýsingum þaðan. Ekki skilgreind sem leiksvæði Reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim skyldar Heilbrigðiseftir- litið til að sinna eftirliti á leiksvæðum borgarinnar. Markmið reglugerðar- innar, skv. 1. gr., er að stuðla að ör- yggi barna og annarra með því að tryggja að leikvallatæki og leiksvæði séu hönnuð, frágengin og þeim við- haldið á öruggan og viðurkenndan hátt, og í henni er að finna eftirfar- andi skilgreiningu: „Leiksvæði er svæði, hvort sem er innandyra eða utan, skipulagt fyrir leik barna svo sem í eða við leikskóla, skóla, gæsluvelli og opin leiksvæði. Einnig leiksvæði annarra aðila þar sem börn eiga greiðan aðgang að eða ætlað börnum svo sem í eða við fjöl- eignarhús, frístundahús, tjaldsvæði, verslunarhúsnæði og samkomu- staði.“ Í bréfi Heilbrigðiseftirlitsins dags. 27. febrúar 2017, við fyrirspurn Páls um úttektir skv. reglugerðinni á lóð frístundaheimilisins Frostheima, segir að skoðanir hafi ekki farið fram því að „hvorki við húsið né á lóð þess er skilgreint leiksvæði (eða meðfylgj- andi lóð)“. Undir þetta svar tóku í framhald- inu deildarstjóri umhverfiseftirlits Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, skrifstofustjóri umhverfis- og skipu- lagssviðs og borgarlögmaður í skrif- legum samskiptum sínum við Pál en í svari borgarlögmanns, dags. 15. mars 2018, segir að skýring Heil- brigðiseftirlitsins sé í samræmi við gildandi lagaumhverfi og dóminn í skaðabótamálinu, en ekki þótti sann- að fyrir dómi að girðingin hefði verið andstæð reglum. Á vef Reykjavíkurborgar stendur: „Frístundaheimili eru starfrækt við alla grunnskóla Reykjavíkur- borgar. Þar er sex til níu ára börnum boðið upp á fjölbreytt tómstunda- starf eftir að skóladegi lýkur. Leitast er við að bjóða upp á spennandi við- fangsefni sem veita börnum útrás fyrir leik- og sköpunarþörf. Leið- arljós frístundaheimilanna er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.“ Leiksvæðið við aðra götu Morgunblaðið hafði ítrekað sam- band við Reykjavíkurborg með fyr- irspurnir eftir að Páll leitaði til blaðs- ins með málið. Borgarlögmaður svaraði að lokum og sagði varðandi eftirlit að í eftirlits- skýrslum Heilbrigðiseftirlitsins kæmi fram að lóð frístundaheimilis- ins væri ekki notuð sem leiksvæði, heldur skólalóð Grandaskóla. Lóðin bæri að mjög takmörkuðu leyti með sér að hún væri notuð fyrir leik barna. Á þeim grundvelli hefði Heil- brigðiseftirlitið ákveðið að það hefði ekki eftirlitsskyldu með svæðinu. Ekki kom fram um hvers konar eftirlit Heilbrigðiseftirlitsins var að ræða í þeim eftirlitsskýrslum sem vísað var til í svari borgarlögmanns, en í starfsskyldum heilbrigðisfulltrúa er m.a. kveðið á um upplýsingaskyldu er varði almannaheill. Við eftirgrennslan Morgunblaðsins kom í ljós að skólalóð Grandaskóla er við Keilugranda og börnin þurfa að ganga yfir umferðargötu til að kom- ast þangað af frístundaheimilinu. Í gögnum skaðabótamálsins sést að umsagnaraðili um öryggi á slys- staðnum fyrir dóminum var Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur, sem heyr- ir undir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, en Heilbrigðis- eftirlitið gaf einnig út starfsleyfi frí- stundaheimilisins árið 2010. Þar sem Reykjavíkurborg var annar stefndu og deilt var m.a. um eftirlitsskyldu Heilbrigðiseftirlitsins fyrir dómi spurðist Morgunblaðið fyrir hjá Lög- mannafélagi Íslands, sem upplýsti eftirfarandi: „Almenna reglan í lögum um með- ferð einkamála er sú að kveðja skuli til óvilhalla matsmenn.“ Umskipti í svörum Í svari borgarlögmanns til Morg- unblaðsins varðandi skilgreiningu á leiksvæði kemur fram að hugtakið „leiksvæði“ skv. reglugerðinni sé skil- greint rúmt. Heilbrigðiseftirlitið hafi því eftirlit með leiksvæðum á vegum Reykjavíkurborgar, þ.á m. leik- svæðum við frístundaheimili, og segir um lóð Frostheima: „Þar sem síðar kom í ljós að svæðið er notað fyrir leik barna sem eru á frístundaheim- ilinu telur Heilbrigðiseftirlitið nú ljóst að það sé leiksvæði skv. skilgreiningu [reglugerðarinnar] og falli undir eft- irlitsskyldu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.“ Í vitnisburði eins forsvarsmanna frístundaheimilisins í skaðabótamál- inu kom fram að leikur hefði verið bannaður, nema hlið inn í afgirt skot á lóðinni hefði verið opið, sem gefur til kynna að lóðin hafi þegar verið notuð sem leiksvæði árið 2014. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur- borgar hefur eftirlit með að farið sé að ákvæðum reglugerðar varðandi leikvallatæki í notkun og öryggi leik- svæða og skal gera kröfu um innra eftirlit, skv. henni, í starfsleyfi. Innra eftirlit skuli framkvæmt af rekstrar- aðila, einstaklingi eða lögaðila sem ber ábyrgð á rekstrinum. Samkvæmt stjórnkerfisvef Reykjavíkurborgar sjá frístundamiðstöðvar um rekstur frístundaheimila, en þær heyra undir skóla- og frístundasvið hennar. Borg- arráð, ásamt borgarstjóra, fer með framkvæmdastjórn Reykjavíkur- borgar. Borgin mat sjálf þátt sinn í tjóni  Tengdafaðir konu sem missti fingur í slysi furðar sig á meðferð málsins  Uppsetning gaddagirð- inga á vegum Reykjavíkurborgar og fleiri aðila til þess fallin að valda alvarlegum slysum á fólki „Þegar þetta girðingarefni er notað á leiksvæði eiga gaddar girðingarefnisins að snúa niður. Dæmi eru um að börn skaði hendur og rífi fatnað þegar gaddar girðingarefnis snúa upp,“ segir í handbók Umhverf- isstofnunar frá árinu 2012. Í samtali við Morgunblaðið sagði Herdís Storgaard hjúkr- unarfræðingur: „Sú tegund girðingar sem olli fingurmissi konunnar er algeng í borgarlandinu, m.a. við útivist- arsvæði, íþróttavelli, skóla og umferðargötur. Allmörg alvar- leg slys hafa orðið, bæði á börn- um og fullorðnum, þegar girð- ingin hefur verið uppsett á þann hátt að gaddarnir snúi upp.“ Gaddarnir snúi niður ALLMÖRG ALVARLEG SLYS Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Barist við báknið Páli Árnasyni hefur ekki tekist að fá svör um ábyrgð og slysahættu, þrátt fyrir margar tilraunir. Ljósmynd/Páll Árnason Slysahætta Svona var girðingin á lóð Frostaskjóls þegar slysið varð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.