Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018
✝ Erla Páls-dóttir fæddist
á Litlu-Heiði í
Mýrdal 9. sept-
ember 1929. Hún
lést á Hjúkrunar-
og dvalarheim-
ilinu Klaust-
urhólum 10. júní
2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Páll Pálsson,
bóndi á Litlu-Heiði, f. 11. mars
1902, d. 13. júní 1978, og Mar-
grét Tómasdóttir, húsfreyja á
Litlu-Heiði, f. 31. mars 1904,
d. 28. desember 1994. Systkini
Erlu eru Kjartan, f. 14. októ-
ber 1930, d. 7. apríl 2005,
Sigurbjörg, f. 6. febrúar 1932,
Elsa, f. 11. júlí 1936, Tómas
Jens, f. 20. júlí 1938, Áslaug, f.
1. maí 1940, Guðlaug Ingi-
björg, f. 13. júní 1942 og Páll
Rúnar, f. 16. mars 1946.
Erla giftist 17. júní 1953
Jóni Sveinssyni, f. 2. apríl
1927, d. 1. júlí 2017. Börn
þeirra eru: 1) Páll, f. 12. apríl
1953. Hann á þrjá syni og sjö
barnabörn. Maki M. Sigríður
Jakobsdóttir. 2) Þórný Jóns-
dóttir, f. 7. september 1954, d.
28. júní 2016. 3) Margrét, f.
17. febrúar 1956. Maki Sig-
urjón Árnason. Þau eiga þrjá
syni og sex barnabörn. 4) Sig-
urlaug, f. 17. júní 1957. Maki
Ólafur Helgason. Þau eiga
þrjú börn og sex
barnabörn. 5)
Sveinn, f. 1. nóv-
ember 1959. Maki
Jóna Svava Karls-
dóttir. Þau eiga
fjögur börn og sex
barnabörn. 6) Jón-
atan Guðni, f. 27.
júlí 1962. Maki
Valgerður Guð-
jónsdóttir. Þau
eiga þrjú börn og
tvö barnabörn. 7) Guðrún, f.
25. júlí 1963. Hún á þrjú börn
og eitt barnabarn. Maki Jón E.
Einarsson. 8) Einar, f. 28.
mars 1965. Maki Ágústa
Bárðardóttir. Þau eiga tvö
börn. 9) Guðbjörg, f. 18. febr-
úar 1968. Maki Gauti Gunn-
arsson, d. 15. nóvember 2013.
Þau eiga fjögur börn og eitt
barnabarn.
Erla ólst upp í foreldra-
húsum á Litlu-Heiði, en fjöl-
skyldan bjó einnig í skamm-
an tíma í Vestmannaeyjum.
Hún stundaði nám við Hús-
mæðraskólann á Laug-
arvatni 1948 til 1949 og
1950 til 1952 vann hún við
Skógaskóla. Húsfreyja á
Reyni 1953 til 1995. Erla var
virk í félagsstarfi í sinni
heimabyggð, einkum í starfi
Kvenfélagsins Ljósbrár.
Útför Erlu fer fram frá
Reyniskirkju í Mýrdal í dag,
21. júní 2018, klukkan 13.
Enn er komið að kveðju-
stund, því að ástkær móðir mín
Erla Pálsdóttir er látin. Það er
erfitt að kveðja móður sína, þó
að ég sé sjálf orðin móðir og
amma, þá er það mér þungbært
á þessari stundu. Hún er búin að
vera mín stoð og stytta í gegn-
um lífið og er nú ekki lengur
mér innan handar um hvaðeina.
Þó að ég sé yngst í stóra barna-
hópnum hennar eða númer níu í
systkinaröðinni, þá var hún til
staðar fyrir mig án þess að vera
mikið að ota sér fram. Hennar
styrkleikar lágu víða og var mér
það ekki ljóst fyrr en á fullorð-
insárum hverjir þeir væru helst-
ir. Við lítum yfirleitt á foreldra
okkar sem sjálfsagðan hlut og
erum því ekki að velta okkur
upp úr þeirra mannkostum. Í
eðli sínu var hún mjög raunsæ
og lagði margt gott til málanna.
Hún var einnig mjög athugul
um þarfir annarra og setti þær
yfirleitt í forgang fram yfir sín-
ar eigin. Dugnaður hennar og
eljusemi í öllu sem hún tók sér
fyrir hendur hefur ávallt verið
mér mikil fyrirmynd og hefur
mótað mig sem einstakling í
gegnum árin. Fyrir þetta allt og
samfylgdina er ég nú þakklát.
Vertu ekki út í lífið gramur
heldur bjartsýnn og miskunnsamur.
Vertu ávallt góður
við hinn minnsta bróður.
Því lífsvegurinn verður
úr hamingjunni gerður.
(Sigríður Klingenberg)
Guðbjörg Jónsdóttir.
Í dag fylgjum við til hinstu
hvílu konu sem ég mat afskap-
lega mikils, en það var Erla
Pálsdóttir, tengdamóðir mín.
Ég kynntist henni fyrir rúmum
30 árum. Þá kom ég í fyrsta
skipti að Reyni. Ég man eftir
því að ég kveið fyrir að hitta til-
vonandi tengdaforeldra en þær
áhyggjur voru óþarfar. Ég dáð-
ist strax að þessari konu. Erla
var ekki kona margra orða en
frá henni streymdi hlýja og góð-
vild. Þau hjónin eignuðust níu
börn og afkomendur þeirra í
dag eru orðnir yfir sextíu.
Hún fylgdist vel með ömmu-
og langömmubörnunum. Spurði
frétta og vildi fá að vita hvernig
gengi.
Erla sat ekki auðum höndum.
Eftir hana liggur mikið af fal-
legri handavinnu, þar á meðal
þær fallegustu lopapeysur sem
ég hef séð.
Elsku Erla, nú ert þú horfin í
sumarlandið, en þar hafa Jón,
eiginmaður þinn, og Þórný,
dóttir þín, örugglega tekið á
móti þér. Við sem eftir sitjum
yljum okkur við góðar minning-
ar.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Ágústa.
Erla
Pálsdóttir
góður og gat hann alltaf greitt
arð til stofnfjáreigenda sinna. Í
því fjármálaöngþveiti sem varð
upp úr aldamótunum voru marg-
ir sparisjóðir hlutafjárvæddir
sem þýddi auknar kröfur um
meiri arðgreiðslur til handa eig-
endum sjóðanna. Gegn þessum
hugmyndum stóð meirihluti
stjórnar með Sigurð í farar-
broddi, en við vildum fara hægar
í sakirnar og byggja sjóðinn hægt
og örugglega upp. Það fór þó svo
að peningaöflin í Skagafirði náðu
yfirhöndinni með yfirboðum á
stofnfé sjóðsins. Á aðalfundi
sjóðsins á vordögum 2004 lét Sig-
urður af störfum sem stjórnar-
formaður og var það líka í síðasta
sinn sem sjóðurinn gat greitt arð.
Eftir það hófst ferill sem lauk
með því að sjóðurinn var innli-
maður í Arion banka.
Í þessari baráttu allri stóð Sig-
urður gegnheill og ákveðinn. Við
reyndum í lengstu lög að verja
sjálfstæði sparisjóðsins en sú
barátta tapaðist að lokum.
Besti ávinningur okkar var
sönn vinátta, sem entist meðan
Sigurðar naut við. Það var for-
gangsmál í heimsóknum mínum í
Skagafjörð að líta inn hjá Sigurði
á Melum. Mér var ávallt heilsað
með hlýju ánægjubrosi. Hann
var höfðingi heim að sækja og
ræddum við ýmis mál yfir kaffi-
bolla og tertusneið.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Sigurði fyrir mjög góð kynni. Ég
votta börnum hans og fjölskyld-
um þeirra mína innilegustu sam-
úð.
Valgeir Bjarnason.
Með örstuttri sögu langar mig
til að minnast vinar míns, Sigurð-
ar Þorsteinssonar, og konu hans,
Huldu Njálsdóttur.
Þessi saga er lýsandi fyrir vin-
áttu og velvild sem ég mun aldrei
gleyma.
Þegar við Jón Björn bjuggum
á Róðhóli tókum við oft að okkur
börn til sumardvalar og var þá
barnmargt heimilið þegar þau
bættust við okkar eigin börn.
Þannig var það þegar hjónin á
Skúfsstöðum, Siggi og Hulda,
komu í heimsókn til okkar
snemma sumars. Stór barnahóp-
ur sat við matarborðið á Róðhóli
og fékk sína síðdegishressingu.
Sá ég að Hulda mín gaf mjólk-
urfernunum á borðinu auga þar
sem þær tæmdust hver af ann-
arri í barnaskarann svo sem eðli-
legt var.
Skömmu síðar komu Skúfs-
staðahjónin aftur í heimsókn og
nú með nýlega borna kú ásamt
kálfi. Um kvöldið skilaði kýrin
um 9 mjólkurlítrum til barnanna
á heimilinu. Þessi gjöfula kýr,
hvít með svartar granir og eyru
og ég kallaði alltaf elskuna mína,
tók flutninginn ekki nær sér en
það.
Kúna og kálfinn máttum við
hafa til hausts. Kýrin mjólkaði
vel í barnahópinn um sumarið og
kálfurinn var börnunum til leiks
og yndis.
Í september var lánsfengnum
skilað með miklu þakklæti. Síðar
um haustið skruppum við Jón
Björn í Laufskálaréttir. Hittum
við Sigga á réttinni og auðvitað
litum við til Huldu heima á Skúfs-
stöðum og fengum þar kaffi.
Af hlaðinu sé ég elskuna mína
langt úti á túni í sinni stóru kúa-
hjörð. Ég kallaði hátt: „Ertu
þarna, elskan mín?“ Kýrin þekkti
röddina mína og kom heim með
alla kúastrolluna á eftir sér.
Þá kallaði Hulda til mín: „Ertu
brjáluð kona, að kalla kýrnar
heim á miðjum degi!“
Við hlógum dátt – engin orð en
öllum hlýtt í hjarta.
Takk fyrir allt, kæru vinir!
Jóhanna
frá Róðhóli.
Fleiri minningargreinar
um Sigurð Þorsteinsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Helgi GeirSigurgeirsson,
bifvélavirki, kenn-
ari og leigubíl-
stjóri, var fæddur
á Eskifirði 3. apríl
1958. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 11.
júní 2018.
Foreldrar Helga
Geirs voru Sigur-
geir Helgason, f.
21.8. 1922, d. 16.11. 2006, og El-
inóra Björgvinsdóttir, f. 27.6.
1924, d. 28.12. 1979. Systkini
Helga Geirs eru Sigríður Karen,
f. 22.6. 1946, og Kjartan, f. 18.5.
1951, d. 28. apríl 2017.
Helgi Geir var giftur Ásdísi
Hafrúnu Benediktsdóttur, f.
20.3. 1959. Þau slitu samvistum.
Börn þeirra eru Elsa Særún
tölvunarfræðingur, f. 2. nóv-
ember 1979, og Sigurgeir Þór
kvikmyndagerðarmaður, f. 8.
október 1983, í sambúð með
Ragnhildi Láru Finnsdóttur, f.
18.8. 1981. Börn Sigurgeirs og
Ragnhildar eru Hugi Freysteinn,
f. 23.12. 2013, og Una Elínóra, f.
15.8. 2016.
Helgi var fæddur
og uppalinn á Eski-
firði þar sem hann
gekk í Barna- og
gagnfræðaskóla
Eskifjarðar. Á ung-
lingsárum stundaði
hann sjómennsku
með skóla en eftir að
hann lauk námi í
bifvélavirkjun við
Iðnskóla Austurlands
starfaði hann að mestu við iðn-
grein sína eða störf tengd henni.
Síðari hluta starfsævinnar
kenndi hann bílgreinar við
Borgarholtsskóla, fyrst sem leið-
beinandi en öðlaðist síðar
kennsluréttindi í greininni.
Helgi starfaði lengi sem leigubíl-
stjóri, samhliða annarri vinnu
og var bílstjóri hjá Hreyfli í rúm
20 ár.
Helgi var virkur félagi í
Kiwanishreyfingunni á Íslandi
um áratugabil og mikill áhuga-
maður um bridge.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 21. júní 2018,
klukkan 14.
Elsku tengdapabbi minn hann
Helgi Geir hefur kvatt þennan
heim. Hann fór frá okkur allt of
snemma og án nokkurs fyrirvara.
Helgi var góður og stoltur
pabbi og fylgdist vel með því sem
var í gangi hjá börnunum sínum
og hann hringdi gjarnan, bara til
að heyra í þeim hljóðið. Sérstak-
lega var hann þó stoltur af barna-
börnunum sínum tveimur, stóra
afastráknum sínum og litlu afas-
telpunni sem er nefnd eftir
mömmu hans. Hann settist gjarn-
an í sófann með krökkunum og las
bækur þegar hann kom í heim-
sókn og þau voru pylsuaðdáendur
númer eitt, tvö og þrjú. Ég man
hvað hann hló í vetur við matar-
borðið þegar hún raðaði í sig pylsu
eftir pylsu og bað alltaf um meira.
Þó hann hafi flutt þvert yfir landið
þá var hann tilbúinn með barna-
stól og leikföng fyrir heimsóknir
barnabarnanna austur á Eski-
fjörð.
Ég mun alltaf minnast hans
þegar ég geri kartöflumús, hann
grínaðist oft með að hann væri eini
maðurinn á landinu sem ætti Kitc-
hen-aid vél bara til þess að þeyta
kartöflumús í, og engin furða að
hann gerði heimsins bestu kart-
öflumús.
Elsku Helgi, þú skildir eftir
stórt skarð og þín er sárt saknað.
Takk fyrir allt það sem þú gerðir
fyrir mig, Sigurgeir og börnin
okkar.
Þú veist að tímans köldu fjötra enginn
flýr
enginn frá hans löngu glímu aftur snýr.
Því skaltu fanga þessa stund
því fegurðin í henni býr.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Ragnhildur Lára Finnsdóttir.
Helgi Geir móðurbróðir minn
lést 11. júní sl. á Hjartagátt Land-
spítalans. Andlátið bar brátt að og
því enginn tími til að kveðja. Eftir
sitjum við agndofa og sorgmædd.
Það var sterkur strengurinn á
milli okkar tveggja, hann var að-
eins 7 árum eldri en ég og var mér
meira eins og stóri bróðir. Hann
passaði mig þegar ég var lítil og ég
passaði börnin hans þegar ég
hafði getu og vit til. Ég ólst upp í
næsta húsi við hann fyrstu ár æv-
innar og honum fannst afi og
amma oft dekra stelpuna. Ég elti
hann og vini hans um allan Eski-
fjörð, man að hann þurfti stundum
að stinga mig af til að losna við
mig. Hann ólst upp við ástríki
móður, föður og tveggja eldri
systkina á Eskifirði. Þau voru náin
systkinin þrjú og heyrðu reglu-
lega hvert í öðru eftir að þau stofn-
uðu sínar fjölskyldur. Þegar þau
hittust var oft glatt á hjalla og
óspart gert grín hvert að öðru.
Kjartan bróðir hans lést fyrir rétt
ári síðan eftir stutt veikindi og
Helgi sagði oft klökkur hve hann
saknaði bróður síns mikið og lífið
væri ekki eins án hans. Helgi var
einlægur, glettinn og hláturmild-
ur, hlýr og umfram allt góð mann-
eskja. Hann var duglegur að hafa
samband við frænku sína og sagði
alltaf: „Mig langaði bara að heyra í
þér og segja þér hvað mér þykir
vænt um þig.“ Ég á eftir að sakna
þessara símtala, sakna smitandi
hlátursins og matarveislanna þeg-
ar boðið var í kjöt í karrí eða eitt-
hvað gott með kartöflumús. Börn-
in hans tvö, Elsa Særún og
Sigurgeir, voru honum allt, þau
voru samheldin þrenning og
fylgdust vel hvert með öðru og
áttu einlægt og fallegt samband,
þeirra missir er mikill. Þegar
barnabörnin tvö, Hugi Freysteinn
og Una Elínóra, fæddust fylgdist
hann með þeim vaxa og dafna.
Hann sagði mér oft hvað hann var
stoltur af hópnum sínum.
Ég kveð frænda minn með
þökk fyrir allt, ég veit að Brói tek-
ur á móti honum.
Kveðja,
Elinóra Friðriksdóttir.
Sólland er fallegur og friðsæll
hvílustaður innan borgarlandsins
og þar mun fyrrverandi eiginmað-
ur minn og vinur hvíla. Þó er um-
ferðarþunginn bara handan við
næsta trjálund og flugið með öllu
sínu annríki og gný fer rétt yfir.
Honum hefði líkað það, bæði frið-
sældin og líflegur umferðarysinn.
Nú eru áhyggjur og erfiðleikar að
baki og hann ferðast óhindrað um
í þeirri hringiðu eða friðsæld sem
hann sjálfur kýs.
„Hann er svo góður strákur,“
var það fyrsta sem ég heyrði um
þennan Helga sem var á sjó á
Norðfirði á útmánuðum 1976. Ég
sannreyndi ljúfmennskuna við
fyrstu kynni, þegar hann settist
við hliðina á mér í Egilsbúð, sagði
„hæ“ og lét eins og ekkert væri
sjálfsagðara en að hann yrði við
hliðina á mér um ókomna tíð.
Við hófum sambúðina ung með
ólíkan bakgrunn og hugmyndir,
tókst furðuvel að aðlagast en þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir tókst mér
aldrei að kenna honum að rífast.
Ég komst að því að á erfiðum
stundum gat hann sýnt styrk þó
hann reyndi ætíð að forðast sárs-
aukann og erfiðleikana. Góðir
menn eiga ekki alltaf þá hörku
sem þarf til að takast á við sáru
verkin í tilverunni.
Þegar dóttirin fæddist eignað-
ist hann eitthvað óendanlega dýr-
mætt og brothætt. Ég hafði oft
orð á að hún lærði aldrei að standa
upp af sjálfsdáðum svo mikil var
hjálpsemi hans þegar hún var að
læra að taka fyrstu skrefin. En
hún varð fljótt sjálfstæð, kraft-
mikil og ákveðin og fylgin sér og í
öllum hennar uppátækjum studdi
hann hana þó honum fyndist þau
misgáfuleg.
Þegar sonurinn kom svo í heim-
inn sótti hann ljúfmennskuna til
föður síns og tengdist honum líka
sterkum en ólíkum böndum. Ung-
börn voru ekki lengur framandi
ráðgáta en vegna veikinda barns-
ins voru áhyggjurnar aðrar.
Lífið færði honum erfiðleika,
móðurmissinn, kollsteypu í efna-
hag, áhyggjur og kröfur sem hann
bugaðist undan. Stundum verða
erfiðleikarnir svo miklir að menn
hafa enga orku til að standa undir
kröfum fjölskyldulífsins. Þá þarf
að nota þá krafta sem eftir eru til
að safna sjálfum sér saman. Ekki
endilega í sátt við allt og alla en til
að geta verið öðrum stoð þarf að
byggja sjálfan sig upp. Svo þegar
bata er náð er hægt að byggja upp
vináttuna aftur. Vináttan stóð af
sér tvenn sambandsslit og þó við
yrðum enn ólíkari með þeim
þroska sem lífið neyðir upp á
mann var kærleikur vináttunnar
til staðar.
Barnabörnin tvö hittu hann
reglulega þegar hann gat og þar
mætti hann skilyrðislausum kær-
leika. Una Elínóra, rauðkollan
sem er mjög kraftmikil að sögn af-
ans, en hann hlýddi alltaf skipun-
inni „Aví, koma“. Og hún togaði
fótafúinn afann úr sófanum og
teymdi hann með sér í leiki. Í
kveðjuskyni fékk hann svo ljúf-
lingskoss frá glókollinum Huga
Freysteini sem á ekki langt að
sækja góðmennskuna og hjarta-
hlýjuna. Ljósið í lífi hans síðustu
árin var að sjá börnin á tryggum
stað í lífinu og finna skilyrðislaus-
an kærleika barnabarnanna. Það
er hægt að skila af sér verra sam-
yrkjubúi en þessu að leiðarlokum
og „eilíft honum fylgja frá mér
friðarkveðjur brottu geingnum“.
Ásdís Hafrún Benediktsdóttir.
Vinnufélaga og vinar til margra
ára, Helga Geirs Sigurgeirssonar,
vil ég minnast með nokkrum orð-
um. Við vorum samtíða við
kennslu bifvélavirkja í Borgar-
holtsskólanum. Þegar Helgi kom
til starfa í skólanum hafði hann
starfað sem bifvélavirkjameistari
og sem atvinnubifreiðarstjóri.
Skömmu eftir að hann hóf kennslu
sótti hann sér réttindi sem fram-
haldsskólakennari frá KHÍ. Helgi
átti sérlega gott með að umgang-
ast unglinga og veit ég að hann
eignaðist varanlega marga vini úr
þeirra hópi eftir að þeir luku námi
og fóru til starfa í iðngrein sinni.
Meðal vinnufélaga í skólanum var
hann mjög vel liðinn, glaðvær, um-
hyggjusamur og hjálpsamur. Á
það síðasttalda reyndi oft þegar
einhverjir samstarfsmenn í skól-
anum lentu í vandræðum með bif-
reið sína, þá mátti leita til Helga
sem bæði réð mönnum heilt og
þekkti til viðgerðamanns sem
gæti hjálpað upp á sakirnar. Vin-
skapur okkar tengdist mest starf-
inu og á ég honum margt að þakka
í stuðningi og drengskap sem
hann sýndi mér. Ég veit að hann
var hneigður fyrir félagsstörf. Til
marks um það er að hann var
fyrsti formaður Kiwanisfélagsins í
Höfn við stofnun þess árið 1987.
Þá var Helgi áhugasamur bridge-
spilari til margra ára og tók þátt í
mótum og síðast í árlegu bridge-
móti á Hala í Suðursveit nú í vor.
Mótlæti tók hann sem hluta af til-
verunni, ekki heyrðist hann
kvarta þó heilsan mætti oft vera
betri. Helgi átti tvö börn, pilt og
stúlku, af þeim var hann verð-
skuldað mjög stoltur. Votta börn-
um hans og ástvinum samúð og
þakka fyrir kynni af góðum dreng.
Ingibergur Elíasson.
Helgi Geir
Sigurgeirsson
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Miðhópi,
Hofsvallagötu 23, Reykjavík.
Viljum við færa sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar og
annarra sem önnuðust hana í veikindum hennar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórunn Birna Böðvarsdóttir
Kristín Böðvarsdóttir
Ólöf Ása Böðvarsdóttir