Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018
Töluverður tungubrjótur en þykir afskaplega ljúft í
munni enda ferskt pasta tíu sinnum betra að sögn
Karenar Jónsdóttur, eiganda Kaju sem setti á dög-
unum ferskt lífrænt pasta á markað.
Ferskt pasta Svona lítur pastað út í umbúðunum. Askjan er úr pappa en
lagt var upp með að hafa umbúðirnar eins umhverfisvænar og kostur er.
Morgunblaðið/Hari
Frumkvöðull Karen Jónsdóttir hjá Kaja Organic og Matbúri Kaju á Akranesi.
Vel heppnuð Matarbúr Kaju á Akranesi er virkilega skemmtileg heim að sækja.
Lífrænt Gott úrval er af hollri og góðri matvöru í Matbúri Kaju.
Þóra Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Uppruna pastans má rekja til
Hreðarvatnsskála sem framleiddi
Norðurárdalspasta. Í nóvember síð-
astliðnum ákvað Karen að kaupa
framleiðsluna og hefja sína eigin.
Karen hefur undanfarin ár rekið
verslunina Matarbúr Kaju, innflutn-
ingsfyrirtækið Kaja Organic auk
kaffihússins Kaffi Kaja. Þetta var
því að öllu leyti rökrétt skref hjá
Karen sem er ötull talsmaður holls
mataræðis og minni matarsóunar.
Tíu sinnum betra
„Eftir kennslu í pastagerð komst
ég fljótlega að því að ferskt pasta
er tíu sinnum betra en þurrkað.
Hófst þá afar skemmtilegt þróun-
arverkefni þar sem markmiðið var
að framleiða ferskt pasta í neyt-
endaumbúðum,“ segir Karen að-
spurð um sín fyrstu skref í pasta-
gerð.
„Ég veit ekki til þess að það hafi
verið gert hér á landi áður en þetta
er alla vega í fyrsta skipti sem líf-
rænt pasta er framleitt hérlendis.“
„Ég sótti um styrk frá Sókn-
aráætlun Vesturlands til þróunar
og þegar það var í höfn var hafist
handa. Fljótlega kom í ljós að
breyta þyrfti uppskriftinni lítillega
og var það gert í samvinnu við veit-
ingastaðinn Galito en hann býður
upp á pastarétti úr lífrænu pasta
frá okkur.“
Í upphafi framleiddi Karen past-
að eingöngu fyrir veitingastaði en
fór svo í kjölfarið að velta því fyrir
sér hvernig henni tækist að koma
fersku pastanu í verslanir.
„Stærsta áskorunin var svo
pökkunin en vélbúnaðurinn til
pökkunar kostar tugi miljóna og
hefur afkastagetu sem er langt um-
fram okkar litla markað. Það þurfti
því að hugsa í lausnum og að lokum
ákváðum við að velja vakúm-
pökkun sem gekk upp.“
Næsta skref var svo að finna
réttu umbúðirnar sem gekk fremur
illa að sögn Karenar. „Markmiðið
var að hafa þær umhverfisvænar og
eftir mikla leit fundum við loks
ásættanlega lausn sem fólst í því að
nota pappabakka í stað plasts en
vakúmpokinn sjálfur er úr plasti
þar sem engin önnur lausn er enn
til.“
Ekkert fer til spillis
„Samkvæmt úttekt hjá Mat-
vælastofnun endist ferska pastað í
þrjár vikur. Ég dreifi því í verslanir
en tek það sem er óselt til baka eft-
ir tvær vikur og þurrka. Með því
móti fer ekkert til spillis og mat-
arsóun er í algjöru lágmarki,“ segir
Karen og ljóst er að framtíðin er
björt enda ferskt lífrænt pasta af-
skaplega gott á bragðið svo ekki sé
fastar að orði kveðið.
Í dag fæst pastað í Hagkaupum,
Melabúðinni, Fjarðarkaupum,
Bændur í bænum, Heilsuhúsinu
Laugavegi og Kringlunni og í Mat-
arbúri Kaju á Akranesi.
Ferskt íslenskt
lífrænt pasta
JÓN BERGSSON EHF
RAFMAGNSPOTTAR
Við seljum þér betri heilsu og fleiri góðar stundir
og þú færð heitan pott með í kaupunum
Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is
40
ÁRA
reynsla