Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 57
DÆGRADVÖL 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það sem þú gerir í vinnunni í dag getur aukið tekjur þínar og bætt framtíð þína með einhverjum hætti. Varastu að grípa inn í mál sem þú þekkir lítið til. 20. apríl - 20. maí  Naut Samræður við yfirboðara af ein- hverju tagi gætu skipt máli. Vertu ekki hræddur við að taka málin í þínar hendur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur haft mikið að gera að undanförnu og þarft því á hvíld að halda. Ef þú ferð ekki vel með þig nýtist þú eng- um. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Breytingar standa fyrir dyrum sem gefa þér tækifæri til að sýna hvers þú ert megnugur. Reyndu að taka ekki allar heimsins áhyggjur inn á þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú væri réttast að hugsa um þá stefnu sem líf þitt hefur tekið. Ekkert hreinsunarátak er þér ofviða í dag og allt á að ganga eins og smurt að þínu mati. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er kominn tími til að fara út, hitta skemmtilegt fólk eða finna sér nýtt áhugamál. Mundu samt að blanda ekki saman atvinnu og einkalífi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér finnst athygli annarra beinast að þér í of ríkum mæli. Farðu varlega og sýndu fólkinu í kringum þig sérstaka þol- inmæði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vandkvæði í vinnunni koma upp því þú hefur ekki áhuga á verkefninu þínu. Forðastu illdeilur við aðra vegna þessa. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú er komið að því að þú verð- ur að taka afstöðu til þeirra mála sem skipta sköpum fyrir framtíðina. Ekki halda aftur af þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Láttu það ekki slá þig út af laginu, þótt vinur þinn virki mjög annars hugar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Tilfinningar þínar eru svo sterk- ar og vilji þinn til að fela þær svo lítill að þú ert eiginlega opin bók. Vertu óhræddur við það því hamingjan er með þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú reynir á sveigjanleika í sam- skiptum þínum við nákomna. Ekki útiloka þá sem eru á öndverðum meiði. Ákvennadaginn 19. júní áttikerlingin á Skólavörðuholtinu afmæli og af því tilefni orti hún sér þessa vísu: Líð ég um sem ljúfur þytur, lokkaflóð sem bráðið gull. Körlum finnst ég klár og vitur kynæsandi og þokkafull. Svo ákvað hún að splæsa þessari á sig líka en báðar eru vísurnar sannar og réttar: Glimrandi hef gáfur fínar, gegnheilt þel og skinn, undrar marga að ekkert dvínar æskuljómi minn. Ég hitti karlinn á Laugaveginum og rétt náði að varpa á hann orði áður en hann þaut upp Skólavörðu- stíginn svo sönglandi: Eru í henni artir fínar. Ei er að slíku að gá. Og ég sé að ekki dvínar æskuljóminn sá! Og hvorki kvaddi né leit um öxl. „Ástríðugolfarinn“ er sérstök manntegund sem þessi limra Helga R. Einarssonar lýsir og við könn- umst mörg við þó við sjáum ekki sjálf okkur í henni!: Rögnvaldur skildi’ ekki roluna sem af ræfilsskap þoldi’ ekki goluna. Kúluna sló af kæti svo hló því í höggi hún beint fór í holuna. Anton Helgi Jónsson yrkir á Boðnarmiði: Ég skil vel að gleðjist nú gumar við grillið með sveppi og humar og kaldranann hér þeir klæði af sér því komið er hávaðasumar. Guðmundur Arnfinnsson heyrði í spjallþætti útvarpsins: Betra er að gera það hratt en hægt, ef hér á að fjölga sonum, gerðu það annars, vinur, vægt, viljirðu fjölga konum. Sigurlín Hermannsdóttir segir fréttir frá Rússíá: Bolti vítt um völlinn fló Volgugarðs á bökkum. Messa-gutti og moskító og menn að hlaupa á tökkum. Guðmundur Arnfinnsson heldur í vonina: Í Volgógrað má venjast því, vargurinn þó svekki, að þetta er bara meinlaust mý, en moskítóflugur ekki. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Afmæli kerlingar og fréttir frá Rússíá „ÞETTA ER HIMNARÍKI EÐA HELVÍTI – EFTIR ÞVÍ HVERSU VILJUGUR ÞÚ ERT AÐ AÐLAGAST BREYTTU UMHVERFI.“ „HÉRNA SÉRÐU, SONUR SÆLL, AÐ GRASIÐ ER EKKI ALLTAF GRÆNNA HINUM MEGIN GIRÐINGARINNAR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að lifa í voninni! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann NÚ ER KOMIÐ AÐ HAGNÝTUM HÚSRÁÐUM GRETTIS ER ÍSKRANDI HURÐ TIL LEIÐINDA? GEFÐU KETTINUM ÞÍNUM ÞÁ LASAGNA! ÞJÓNN, ERTU VISS UM AÐ ÞETTA SÉ NAUTAKJÖTSKÁSSA? AÐ SJÁLFSÖGÐU! HVÍ SPYRJIÐ ÞÉR EIGINLEGA? Íslenska karlalandsliðið í knatt-spyrnu hefur enn og aftur náð að gleðja landann með glæsilegri frammistöðu sinni gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu, sem nú fer fram í Rússlandi. Raunar hafði Víkverji spáð því að Íslendingar gætu strítt Argentínumönnum, og í „tippleik“ vinnustaðarins voru grunsamlega margir sem höfðu spáð nákvæmlega rétt um úrslitin. x x x Strákarnir okkar hafa sýnt aðþeim eru allir vegir færir, svo lengi sem þeir vinna saman og halda uppi öguðum varnarleik. Samstaða og trú á verkefnið skipta ekki síður máli og liðið allt berst saman sem einn maður. x x x Landsliðið hefur hins vegar ekkifengið það hrós sem Víkverji tel- ur það eiga skilið fyrir sóknarleik sinn. Andstæðingar liðsins einblína svo mjög á vörnina, að þeir átta sig ekki á því að þegar strákarnir okkar fá plássið fram á við geta þeir verið skæðir. Liðið hefur til dæmis skorað í öllum leikjum sínum á stórmóti til þessa, og geri aðrir betur! x x x Argentínumenn fengu til að myndaað finna fyrir því, en augljóst var af fagnaðarlátum þeirra, að þeir töldu sig með unninn leik um leið og Sergio Agüero náði að hamra hann stórglæsilega upp í hornið. Annað kom hins vegar á daginn, enda náðu Íslendingar góðum takti í sókninni, og hefðu jafnvel getað skorað fleiri. x x x Nígeríumenn eru síðan næstir ádagskrá, en sá leikur gæti farið langt með að skera úr um það hvort Ísland eigi möguleika á að komast upp úr riðlinum. x x x Dagurinn í dag mun ekki síðurskipta máli hvað það varðar, en í kvöld mætast Argentínumenn og Króatar, og úrslitin í þeim leik geta haft umtalsverða þýðingu upp á framhaldið. Örlög Íslands eru hins vegar alltaf í okkar höndum. Áfram Ísland! vikverji@mbl.is Víkverji Jesús sagði: „Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér getur ekki verið lærisveinn minn.“ (Lúkasarguðspjall 14.27)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.