Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Fækkaðu
hleðslu-
tækjunum
á heimilinu,
skrifstofunni
eða sumar-
bústaðnum.
Tengill með USB
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
R
og
og
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Bergþór Grétar Böðvarsson,
Reykvíkingur ársins, landaði
fyrsta laxinum í blíðviðri í Elliða-
ánum. „Ég er ekki mikill veiði-
maður og þetta er fyrsti laxinn
sem ég veiði. Það gekk samt furðu
vel að landa honum. Þetta tók
bara fimm mínútur, og sem betur
fer, ég hafði miklar áhyggjur af
því að mæta seint í vinnuna,“ seg-
ir Bergþór og hlær.
Bergþór Grétar segir það hafa
verið skrýtna tilfinningu að verða
Reykvíkingur ársins, en hann er
úr Kópavogi: „Ég er fæddur og
uppalinn í Kópavogi, og hef taugar
þangað, og brá aðeins þegar ég
fékk símtalið um að ég væri Reyk-
víkingur ársins. En það má víst
telja mig Reykvíking, ég hef búið
hér í 20 ár,“ segir Bergþór og
skellihlær.
Fótboltadraumur rættist
Bergþór hefur hlotið viðurkenn-
ingu fyrir ötult starf sitt sem tals-
maður fyrir geðsjúka, en hann
hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ í
flokki einstaklinga fyrir að stuðla
að jákvæðri og uppbyggilegri um-
ræðu um geðsjúkdóma á Íslandi.
Bergþór ólst upp í vesturbæ
Kópavogs og æfði og spilaði fót-
bolta með Breiðabliki fram til 15
ára aldurs. Í dag er hann þjálfari
knattspyrnuliðsins FC Sækó en
starfar hjá batamiðstöðinni hjá
Landspítalanum við Klepp. Berg-
þór segir það gamlan draum að
spila í fótboltadeild, en liðið spilar
í utandeild og æfir nokkrum sinn-
um í viku.
Ákveðnir fordómar til staðar
FC Sækó er knattspyrnulið sem
hófst sem samstarfsverkefni Hlut-
verkaseturs, Velferðarsviðs og
geðsviðs LSH en er í dag sjálf-
stætt íþróttafélag. Er tilgangur
þess að efla og auka virkni fólks
með geðraskanir, sem og draga úr
fordómum, segir á vefsíðu fót-
boltafélagsins. Bergþór segir að
starfsemi félagsins hafi vakið ein-
hverja athygli frá því að hann var
útnefndur Reykvíkingur ársins.
„Það er aðeins búið að spyrjast út
og fólk hefur verið að spyrja hvort
það megi vera með. En svo hefur
maður einnig heyrt af því að nafn-
ið fæli einhverja frá, það eru
ákveðnir fordómar til staðar. En
það er það sem við erum að reyna
að brjóta niður líka.“
Þá hefur liðið vakið athygli utan
landsteinanna. Evrópska knatt-
spyrnusambandið hefur m.a. sýnt
því áhuga og munu fulltrúar þess
koma til landsins eftir að HM lýk-
ur til að fjalla um grasrótarverk-
efni í fótbolta í Evrópu. „Það er
mikil viðurkenning fyrir mig og
okkur að þeir skuli tala beint við
okkur,“ segir Bergþór og bætir
við að FC Sækó sé öllum opið og
allir séu velkomnir á æfingu.
Reykvíkingur ársins
landaði laxinum
Talsmaður uppbyggilegrar umræðu um geðsjúkdóma
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Maríulax Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, landaði fyrsta
laxinum í Elliðaánum í morgun. Þetta er fyrsti laxinn sem hann veiðir.
Ljósmynd/FC Sækó
Ástríða Bergþór æfði lengi fótbolta
og þjálfar í dag FC Sækó.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Já, þetta er óneitanlega glæsileg
sveit. Það er gaman að geta sent
okkar besta lið út og ég veit að þeir
gera sitt besta til
að ná góðum
árangri,“ segir
Gunnar Björns-
son, forseti Skák-
sambands Ís-
lands, sem í
fyrsta sinn í
meira en tvo ára-
tugi sendir ein-
göngu stórmeist-
ara á ólympíu-
mótið í skák.
Mótið fer fram við strendur Svarta-
hafsins, í Batumi í Georgíu, dagana
24. september til 5. október. Helgi
Áss Grétarsson, sem varð Íslands-
meistari í skák fyrir skemmstu,
teflir á sínu fyrsta ólympíuskákmóti
í 16 ár. Jóhann Hjartarson gefur
kost á sér en þrátt fyrir að vera
ekki atvinnuskákmaður hefur Jó-
hann teflt töluvert síðustu misseri
og er núverandi Norðurlandameist-
ari í skák.
Auk þeirra eru atvinnuskák-
mennirnir Héðinn Steingrímsson,
Hjörvar Steinn Grétarsson og
Hannes Hlífar Stefánsson í liðinu,
sem telur fimm manns. Liðsstjóri
verður sjötti stórmeistarinn, Helgi
Ólafsson, skólastjóri Skákskólans,
sem jafnframt valdi liðið.
Gunnar segir að Helgi verði með
landsliðsæfingar í sumar og haust
en allir skákmennirnir muni halda
sér í formi með þátttöku á skákmót-
um erlendis næstu vikurnar.
Íslenska kvennalandsliðið á
mótinu var tilkynnt á þriðjudaginn,
kvennadaginn 19. júní sl. Það skipa
eftirtaldar: Lenka Ptácníková, Guð-
laug Þorsteinsdóttir, Nansý Davíðs-
dóttir, Jóhanna Björg Jóhanns-
dóttir og Sigurlaug R.
Friðþjófsdóttir. Nansý, sem er 16
ára, er að tefla á sínu fyrsta ólymp-
íuskákmóti. Allar hinar eru hins
vegar þrautreyndar landsliðskonur.
Liðsstjóri verður FIDE-meistarinn
Björn Ívar Karlsson.
Íslendingar tóku fyrst þátt í
þriðja ólympíuskákmótinu, sem
haldið var í Hamborg 1930. Íslensk-
ir skákmenn höfðu þá ekki áður
teflt á alþjóðlegu móti. Sveitin var
skipuð Eggert Gilfer, Ásmundi Ás-
geirssyni, Einari Þorvaldssyni og
Jóni Guðmundssyni. Hún lenti í 15.
sæti af 18.
Morgunblaðið/Ómar
Skák Norðurlandameistarinn Jóhann Hjartarson hugsi yfir næsta leik á
Reykjavik Open fyrr á þessu ári. Hann verður í liðinu á mótinu í Batumi.
Bara stórmeistar-
ar á ólympíumótið
Helgi Áss með í fyrsta sinn í 16 ár
Gunnar
Björnsson
Umsóknarfrestur um stöðu skóla-
meistara við Framhaldsskólann á
Húsavík og Verkmenntaskóla Aust-
urlands rann út hinn 11. júní. Tvær
sóttust eftir stöðu skólameistara á
Húsavík en ein í Neskaupstað, segir
á mbl.is. Þær Herdís Þ. Sigurðar-
dóttir, settur skólameistari, og Val-
gerður Gunnarsdóttir skólameist-
ari sóttust eftir stöðunni við
Framhaldsskólann á Húsavík.
Mennta- og menningarmálaráðu-
neytinu barst ein umsókn um stöðu
skólameistara við Verkmennta-
skóla Austurlands frá Lilju Guð-
nýju Jóhannesdóttur framhalds-
skólakennara.
Miðað er við að skipað verði í
embættið til fimm ára frá og með 1.
ágúst næstkomandi.
Þrjár sóttu um skólameistarastöður