Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is S lysin verða oft í dreifbýl- inu og þar þarf góð tæki, ekki síst á svæðum þar sem langt er í aðrar bjargir og búnað. Við lögðumst í greiningarvinnu og fund- um út á hvaða stöðum þessum bún- aði væri best fyrir komið. Þar höfð- um við meðal annars í huga slys sem tengja má ferðalögum fólks um land- ið. Þar á oft í hlut fólk sem er alls óvant ferðalögum, til dæmis í mis- jöfnum veðrum og á vondum vegum þar sem eru einbreiðar brýr,“ segir Smári Sigurðsson, formaður Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Sameiginlegt verkefni Í fyrri viku afhentu fulltrúar Isavia Slysavarnafélaginu Lands- björg níu hópslysakerrur sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og björgunar- sveitanna. Í hverri kerru eru meðal annars 18 sjúkrabörur, 35 fermetra tjald, rafstöð, ljósabúnaður, loft- dæla, hitablásari og 30 ullarteppi. Björgunarsveitirnar sem fengu kerrurnar eru í Ólafsvík, á Patreks- firði, Hólmavík, Hvammstanga, í Varmahlíð, á Djúpavogi, í Vík í Mýr- dal og á Flúðum. Áður voru kerrur farnar til björgunarsveitanna á Ísa- firði, í Mývatnssveit og Öræfasveit. Frá árinu 2011 hefur Isavia lagt fram samtals 76 milljónir til að efla viðbúnað vegna hópslysa; fyrst á flugvöllum en nú er horft til þess að styrkja viðbrögð á fjölförnum ferða- mannastöðum. Um síðustu helgi mættu for- svarsmenn björgunarsveitanna svo suður til Reykjavíkur og sóttu kerr- urnar, hlaðnar búnaði sem er afar handhægur í notkun. Sjúkrabör- urnar eru léttar og aðeins skamma stund tekur að blása tjöldin upp með dælum. Við taka nú æfingar björg- unarsveitafólks þar sem fólk nemur handtökin við til dæmis að koma tjöldunum upp. Breyttur áhættustuðull „Upphafleg áætlun í samstarf- inu við Isavia var að fyrirtækið legði okkur til þrjár kerrur á ári í þrjú ár. Við byrjuðum í fyrra en svo fljótt sannaðist ágæti þessara tækja að ákveðið var að flýta afhendingu og ljúka henni í ár. Það skiptir auðvitað miklu þegar slys og óhöpp verða að hægt sé að koma upp góðri aðstöðu í snatri þar sem hægt er að hlúa að fólki og veita skjól uns aðrar bjargir og búnaður berst,“ segir Smári og heldur áfram: „Í þessu sambandi get ég til dæmis nefnt rútuslysin sem orðið hafa á síðustu árum. Og ef við búum um til áhættustuðul eða færum það í líkindareikning hvort fólk komist heilt heim þá hafa til dæmis eldgos og eimyrja fallið niður áhættulist- ann; svo vel er allt vaktað af vís- indamönnum. Hins vegar hefur um- ferðin þotið upp listann. Það vegur auðvitað þungt þegar 20.000 bíla- leigubílar eru í umferð og í hverri viku á ferðinni kannski 15.000-18.000 ökumenn sem eru að taka sína frum- raun á íslensku vegunum.“ Á vettvang slysa og vár Smári Sigurðsson telur að náðst hafi ágætur millivegur í þeirri að- stoð sem björgunarsveitirnar veita þegar ferðamenn lenda í ógöngum. Fyrst eftir að túristum sem til lands- ins koma fór verulega að fjölga árið 2010 fóru liðsmenn sveitanna oft á vettvang til dæmis ef ökumenn festu smábíla í ám, ef þeir biluðu og svo framvegis. Nú hefur verið tekið fyrir þetta og verkefnunum beint til þjón- ustufyrirtækja. Björgunarsveitirnar fara hins vegar á vettvang þegar og ef fólk er slasað eða í hættu, ellegar aðrir bjargir bjóðast ekki. „Fyrst og síðast miðast starf okkar við að koma fólki til aðstoðar ef vá steðjar að eða slys verða. Í því tilliti koma hópslysakerrurnar frá Isavia sér af- ar vel,“ segir Smári að síðustu. Góð aðstaða er tilbúin í snatri Björgunarsveitir eru betur settar með nýjum hóp- slysakerrum. Risastórt tjald, sjúkrabörur og ull- arteppi eru í hverjum pakka sem er gjöf frá Isavia. Umferðarslys sem fylgja fjölgun ferða- manna eru oft viðfangsefni björgunarfólks. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Samvinna Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, með sínu fólki að pakka saman sjúkra- tjaldi. Öllu þarf að koma haganlega fyrir svo að sem mest af nauðsynlegum búnaði komist í kerrurnar góðu. Viðbúinn Björgunarsveitarbíll með neyðarkerru á króknum. Segja má að svona bíll sé neyðarstöð á hjólum, enda er þar allt til nauðsynlegra aðgerða. Víkverjar Guðmundur Kristján Ragnarsson og Sólveig Gunnarsdóttir með sjúkrabörur sem verða í neyðarkerru björgunarsveitarinnar í Vík í Mýrdal. Ein þeirra björgunarsveita sem fengu hóplysakerru var Lífsbjörg í Snæfellsbæ og telja liðsmenn hennar að bún- aðurinn muni nýtast þeim vel. „Seint á síðasta ári varð rútuslys í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi og þangað fór- um við á vett- vang. Þá feng- um við rútu og þar komust farþegarnir 15 í skjól meðan beðið var eftir frekari að- stoð og flutningi á brott. Við þær aðstæður til dæmis hefði komið sér vel að vera með tjald,“ segir Viðar P. Hafsteinsson sem er í for- ystu sveitarinnar. „Hér áður tengdust verkefni björgunarsveita á Snæfellsnesi gjarnan sjónum. Til dæmis kom bylgja verkefna fyrstu árin sem slys sem tengjast fjölgun ferða- manna hafi komið í staðinn og þar viljum við auðvitað standa okkar plikt eins og í öðrum verkefnum, sem eru hvert öðru ólíkari,“ segir Viðar. strandveiðar voru stundaðar, og þá voru þetta jafnvel nokkur útköll á dag. Nú eru slík verkefni fátíð, sem þakka má m.a. góðri fræðslu sem fólk fær í Slysavarnaskóla sjómanna. Hins vegar er eins og Standa sína plikt í ólíkum verkefnum ÓHÖPP TENGD FERÐAFÓLKI HAFA KOMIÐ Í STAÐ SJÓSLYSA Rútuslys Á Snæfellsnesi í fyrrahaust. Björgunarsveitin í Ólafsvík fór á vettvang og veitti slösuðu fólkinu nauðsynlega hjálp á vettvangi uns frekari bjargir bárust. Viðar P. Hafsteinsson Morgunblaðið/Alfons Finnsson Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Hágæða sláttutraktorar frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir Full búð af nýjum vörum frá Kringlan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.