Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018
✝ Sigurður Ant-on Hjalti Þor-
steinsson fæddist
17. september 1932
á Vatni á Höfða-
strönd. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á
Sauðárkróki 9. júní
2018.
Foreldrar Sig-
urðar voru Þor-
steinn Helgason, f.
1884 á Mannskaðahóli á Höfð-
aströnd, d. 1952, og Ingibjörg
Jónsdóttir, f. 1889 á Skúfsstöðum
í Hjaltadal, d. 1978.
Sigurður ólst upp á Vatni hjá
foreldrum sínum og systkinum.
Elst var Sigurbjörg, f. 1913, d.
1994, Guðrún, f. 1918, d. 2009,
Jón, f. 1921, d. 1988, Ólafur, f.
1923, d. 1981, Fjóla Guðfríður, f.
1925, d. 2002, Axel, f. 1927, d.
2013, og Kári Margeir, f. 1929, d.
2016.
Eiginkona Sigurðar var Hulda
Njálsdóttir, f. 4. janúar 1936, d.
12. des. 2000. Hulda var dóttir
hjónanna Njáls Sigurðssonar, f.
1906, d. 1994, og Hólmfríðar Ey-
steinsdóttur, f. 1915, d. 1944.
Bjuggu á Siglufirði.
Sigurður og Hulda byrjuðu
Þór, f. 4. ágúst 1957. Börn hans
og Ragnhildar Bjarkar Sveins-
dóttur eru Þorgerður Hulda og
Hugrún Ösp. Börn Reynis og
Rúnar Rafnsdóttur eru Auður og
Sigurður Þór. Maki Þorgerðar
er Peter Frisch. Dætur þeirra
Lena Sóley og Hanna Lilja. Maki
Hugrúnar er Ólafur Kjartans-
son. Börn þeirra Sverrir Ragnar,
Karítas Erla og Elín Hulda. Maki
Auðar er Daníel Freyr Gunn-
arsson. Dætur þeirra eru Fríða
Rún og Yrsa Örk. 3) Una Þórey,
f. 5. ágúst 1960, maki Rafn Elías-
son. Dóttir þeirra er Dagný Hlín.
Dætur Unu og Guðmundar Arn-
ar Flosasonar eru Margrét
Helga og Fjóla Dröfn. Maki Fjólu
er Valur Þór Kristjánsson. 4)
Njáll Haukur, f. 14. okt. 1961,
maki Arnfríður Agnarsdóttir.
Synir hans og Öldu Jónsdóttur
eru Jón Haukur, d. 2012 og
Hjalti Snær. Börn Jóns og Erlu
Kristínar Jónasdóttur eru Linda
Sól og Mikael Ingi. Sambýlis-
kona Hjalta er Dana Rún Magn-
úsdóttir. 5) Inga Fjóla, f. 6. mars
1970, maki Stefán Ægir Lár-
usson. Dætur þeirra eru Sólveig
Rán og Brynja Hrönn. Sambýlis-
maður Sólveigar er Anton Freyr
Karlsson. 6) Halla Sigrún, f. 20.
nóv. 1974, maki Birkir Marteins-
son. Synir þeirra eru Sigurður
Bragi og Haukur Freyr.
Útför Sigurðar fer fram frá
Hóladómkirkju í dag, 21. júní
2018, og hefst athöfnin klukkan
13.30.
búskap á Siglufirði
1955. Þar vann
hann við ýmis störf
og lærði húsasmíð-
ar. Árið 1965 hófu
þau búskap á Skúfs-
stöðum í Hjaltadal
og bjuggu þar til
vorsins 2000. Þá
seldu þau jörðina til
bróðursonar Sig-
urðar, Þorsteins
Axelssonar, en
skildu eftir spildu úr landinu og
reistu nýbýlið Mela. Þar bjó Sig-
urður í nær 18 ár eftir andlát
Huldu og vann ötullega að skóg-
rækt á býlinu.
Sigurður kom að mörgum
verkefnum og framfaramálum.
Hann tók að sér ýmis nefndar- og
trúnaðarstörf í Hólahreppi og
var hreppstjóri um árabil.
Börn Sigurðar og Huldu eru
sex, barnabörnin 15 og barna-
barnabörnin 11.
Börn þeirra: 1) Hólmfríður
Guðbjörg, f. 20. jan. 1956, maki
Gunnar Þór Garðarsson. Dóttir
hennar og Jóhannesar Ott-
óssonar er Jóhanna Erla, maki
Halldór Birgir Bergþórsson.
Börn þeirra Nóel Hrafn og
Hrafnhildur Myrra. 2) Reynir
Áttatíu og fimm ár eru góður
ævispotti. Pabbi minn var af
þeirri kynslóð sem upplifði mikl-
ar breytingar í samfélaginu.
Hann sagði sögur af því þegar
fólk fór á milli bæja til að fá frétt-
ir af seinna stríði en svo var hann
búinn að fá sér spjaldtölvu og
fylgdist þar með tölvupósti og
fréttum.
Myndbrot renna í gegnum
hugann: Skyndibíltúr sem endaði
við Hofsjökul þar sem við stóðum
á inniskónum á 70 ára afmælinu
hans, ævintýraleg ferð til Fær-
eyja þar sem okkur var tekið sem
þjóðhöfðingjum, stolt á stærstu
stundum lífsins, gleði yfir litlum
börnum, undrun yfir litlu tré sem
var plantað sem svo óx og dafnaði
á melnum.
Pabbi var bakhjarlinn minn og
spegill. Við skiptumst líflega á
skoðunum, ræddum þjóðmálin,
ákvarðanir sem við vorum ekki
alltaf sammála um að væru gáfu-
legar, sparisjóðinn, flokkinn og
kaupfélagið.
Það er mikilvægt að eiga bak-
hjarl, sérstaklega fyrir unga
manneskju.
Einu sinni sem oftar ræddum
við hestamennsku sem bæði
höfðum gaman af. Hann vildi vita
hvernig gengi með þennan og
hinn.
Einu sinni átti ég í mesta brasi
með reiðhestinn minn.
Sagði þá maður nokkur við
mig að þetta væri of mikill hestur
fyrir mig, hann skyldi taka hann
að sér. Niðurdregin ræddi ég
þetta við pabba sem sagði ákveð-
inn:
„Þú skalt ekki vera að láta ein-
hvern karl segja þér hvað þú get-
ur. Það þekkir enginn þennan
klár betur en þú.“ Þetta voru góð
skilaboð fyrir lífsins verkefni, við
þekkjum flest best takmörk okk-
ar og þurfum frekar á hvatningu
að halda en úrtölum.
Pabbi var góður bóndi sem
gætti þess að ganga ekki of nærri
náttúrunni eða skepnunum.
Hann taldi gott jafnvægi mikil-
vægt því þannig næðist bestur
árangur til lengri tíma. Þetta er
lögmál sem víða á við.
Það á ekki vel við bændur og
náttúrubörn að komast ekki út í
vorið og sumarið.
Ég vonaði að pabbi yrði hjá
okkur eitthvað lengur en það var
kominn tími til að halda í sum-
arlandið, hitta mömmu og aðra
sem ég trúi að hafi tekið vel á
móti.
Takk fyrir mig og okkur strák-
ana, takk þið öll sem lituð inn til
pabba og hugsuðuð til hans.
Góða ferð, góða nótt.
Þín
Halla.
Vor og sumar var uppáhalds-
tími föður míns. Það er ljúfsárt að
kveðja hann á sumarsólstöðum
en samt á einhvern hátt við hæfi.
Geturðu sofið um sumarnætur?
– senn kemur brosandi dagur.–
Hitnar þér ekki um hjartarætur,
hve heimur vor er fagur?
Áttu ekki þessar unaðsnætur,
erindi við þig forðum?
- Margt gerist fagurt, er moldin og
döggin
mælast við töfraorðum.
Finnurðu hvað það er broslegt að bogna
og barnalegt að hræðast,
er ljósmóður hendur himins og jarðar
hjálpa lífinu að fæðast.
Er ekki gaman að eiga þess kost
að orka þar nokkru í haginn,
og mega svo rólegur kveðja að kvöldi
með kærri þökk fyrir daginn?
(Sr. Sig. Einarsson í Holti)
Góða ferð, pabbi minn, og
hafðu hjartans þökk fyrir sam-
fylgdina.
Una Þórey.
Sumarsólstöður. Lengsti dag-
ur ársins. Þegar myrkrið hopar
alveg fyrir birtunni og sólar fær
notið allan daginn og alla nóttina.
Það er eins og þú hafir valið
þér sjálfur þennan dag til að
kveðja okkur.
Sauðburði að ljúka, sláttur
hafinn, krakkarnir komnir í sum-
arfrí úr vetrargeymslunni.
Sumrin voru alltaf minn uppá-
haldstími. Þá pakkaði ég niður í
tösku, oft áður en skólinn klár-
aðist alveg, og tók rútuna norður
í Varmahlíð.
Þar beiðstu eftir mér. Skæl-
brosandi kall, með nefið fullt af
tóbaki og súkkulaðirúsínur í
hanskahólfinu.
Á Melum var lífið frekar ein-
falt. Ég, þú og kisi. Dagarnir fóru
oftar en ekki í að slá í kringum
bæinn, planta trjám, hreyfa
hesta, eða bara liggja úti í grasi
með tærnar upp í loftið, því
stundum var of gott veður til að
vinna.
Eldhúsið var mín tilraunastofa
og sama hvað kom út úr þeim til-
raunum þá borðaðirðu allt með
góðri lyst. Hnausþykkar pönnu-
kökur og alltof sterkt kaffi í sósu-
hristara (því ég fann ekki kaffi-
brúsa) voru það allra besta sem
þú hafðir fengið.
Fyrirmyndareldamennska
sem launuð var með ís yfir frétt-
unum um kvöldið.
Við ræddum um allt. Þú varst
minn trúnaðarvinur. Sama hvað
ég var reið við heiminn, hvaða
viðskiptavinir höfðu verið leiðin-
legir í vinnunni, hvað fólkið í
kringum mig skildi mig ekki þeg-
ar ég var 15 ára og vissi allt best,
þá varstu til staðar og hlustaðir.
Þegar reiðilestrinum lauk og tár-
in komu í augun þá vissir þú alltaf
nákvæmlega hvað ég þurfti að
heyra.
Þú kenndir mér að standa í
eigin fætur og vera sjálfbjarga.
Orðin „Það bjargar þér enginn ef
þú reynir ekki að bjarga þér
sjálf“ eru þau orð sem við afkom-
endur þínir erum með greypt í
huga.
Fyrst um sinn skildi ég aldrei
hvað þú meintir með þessu.
Smám saman lærðist það þó að
reyna alltaf að finna lausn á mál-
inu áður en maður leitar aðstoð-
ar. Að vera sjálfbjarga.
Þú varst alltaf vinmargur.
Kvöld eftir kvöld komu karlarnir
í sveitinni í heimsókn til að ræða
um allt á milli himins og jarðar.
Stundum var eins og eldhúsborð-
ið á Melum væri aðalfélagsmið-
stöðin í sveitinni. Ef mönnum var
heitt í hamsi var stundum eins og
það kæmi púki í þig. Þá áttir þú
til að glotta út í eitt og segja eitt-
hvað sem æsti karlana við eld-
húsborðið svo mikið að húsið
skalf þegar lamið var í borðið
með steyttum hnefanum.
Það voru mín forréttindi að fá
að alast upp á sumrin í sveitinni
hjá þér. Þú kenndir mér svo ótrú-
lega margt og ég vil meina að
samveran hafi gert mig að aðeins
betri manneskju, rétt eins og þú
gerðir heiminn að svo margfalt
betri stað. Það er enginn fullkom-
inn, það sagðirðu oft, en það er til
gott fólk í þessum heimi og þú
varst einn af þeim betri. Ég
sakna þín ótrúlega mikið en
ríkjandi í hjarta mínu er þakklæti
fyrir allt sem þú varst og gafst af
þér.
Sá sem plantar garði er sá sem
hefur trú á morgundeginum og
framtíðinni. Þú plantaðir mörg
þúsund plöntum og skildir eftir
þig heilan skóg.
Þín
Sólveig.
Kveðjustundin rennur upp og
minningarnar þeysast fram í
hugann, þó virðast þær hafa fjar-
lægst þessa síðustu daga þegar
þú ert farinn líka.
Það var dásamlegt að eiga
annað heimili hjá afa og ömmu á
Skúfsstöðum, ævintýrin með
frændsystkinum, vinnan og
gleðin sem við fengum að kynn-
ast.
Fara með kýrnar, reiðtúr á
kvöldin með mjólkurkexi og djús
á eftir, Royal-búðingur og heima-
gerður ísinn hennar ömmu sem
náði nú ekki alltaf í frystinn áður
en kátir krakkar fengu að gæða
sér á. Dagamunurinn þegar við
klæddum okkur upp á til að fara á
Krókinn og við Halla fengum
stundum að kaupa smá nammi
sem við seldum svo þeim eldri í
litlu sjoppunni okkar innan um
reiðtygin.
Alltaf var nóg að gera í sveit-
inni og þú tókst mikinn þátt í líf-
inu í kring. Þú varst alltaf vinn-
andi og með skýr fyrirmæli.
Ákveðnin skein úr augnaráðinu
en þó var stutt í glettnina. Naust
þess að fá vini í heimsókn og
ræða pólitík og landsmálin.
Mér er minnisstætt þegar ég
var í ökukennslu og tók þessa
fínu beygju að kennarinn horfði á
mig og sagði að þetta hefði nú
verið meiri hreppstjórabeygjan.
Þetta var ég ánægð að heyra,
brosti og hugsaði með stolti til
þín, elsku afi – ég man þær
stundir að oddvitinn kom í heim-
sókn til hreppstjórans á Skúfs-
stöðum. Þið voruð flottir karlarn-
ir í sveitinni og mynduðuð gott
samfélag í fallegri sveit sem mér
þykir vænt um að koma í, þó nú
verði stoppin á Melum öðruvísi.
Þar varstu búinn að gera svo fal-
legan sælureit sem við nutum að
heimsækja – í skóginn þinn með
friðsæld og fuglalífi, hestunum
rétt fyrir utan gluggann og sýn
yfir dalinn þinn.
Ég kveð þig nú, elsku afi, með
kveðju til ömmu frá ömmustelpu.
Ykkar
Erla.
Ég var svo lánsöm að fá að
vera í sveit hjá ömmu minni og
afa á Skúfsstöðum í ótalmörg
sumur. Þar fengu allir sem vildu
að hjálpa til í verkefni við sitt
hæfi og þau eldri kenndu þeim
yngri. Í sveitinni lærði ég að
vinna og taka af skarið. Ekkert
verkefni var leiðinlegt og það var
alltaf nóg að gera. Það var gott
vera í sveitinni og þar var allt
skemmtilegt; félagsskapurinn,
girðingavinnan, mjaltirnar,
heimalningarnir og öll hin dýrin,
grjóthreinsa tún, svíða nauts-
hausa, stinga út, þrífa fjósið, hey-
skapurinn, taka til og ganga frá
svo fátt eitt sé nefnt. Kvöldin
voru þó líklega skemmtilegust
því þá gafst tími til að fara á hest-
bak eða í sund í Hóla.
Ég minnist þess ekki að hafa
fengið mikla leiðsögn frá afa enda
voru iðulega eldri frændsystkini
á svæðinu sem ég gat lært af og
svo þurfti bara að prófa sig
áfram. Eitt sinn gerði ég athuga-
semd við að það var engin velti-
grind á dráttarvélinni sem ég
fékk að vinna á. Svörin sem ég
fékk frá afa voru einföld: „Hug-
rún mín, dráttarvélar eru ekki til
að velta þeim.“ Þar með var það
útrætt, ég vissi hvað ég átti ekki
að gera og fann útúr hinu.
Eftir að amma og afi hættu bú-
skap og ég orðin eldri kynntist ég
afa á annan hátt. Það var ennþá
jafngaman að koma til hans þó ég
væri ekki komin til að reyna að
gera eitthvert gagn heldur bara í
heimsókn. Afi sýndi mér afrakst-
ur skógræktarinnar, keyrði mig
um landið sitt og benti ánægður á
það sem var komið upp og óx. Það
var gaman að spjalla við afa.
Hann var víðsýnn, fylgdist vel
með málefnum líðandi stundar og
var sérlega áhugasamur um
hverskyns verklegar fram-
kvæmdir.
Ég kveð góðan afa og þakka
samfylgdina.
Hugrún Ösp
Reynisdóttir.
Mig langar að minnast frænda
og fóstra með örfáum orðum.
Sem barn dvaldi ég oft í styttri og
lengri tíma hjá þeim Huldu og
Sigga. Erillinn í búskapnum var
mikill en fágæt eljusemi og þol-
gæði þeirra hjóna dýrmætt vega-
nesti ungviðinu. Það yljar að
minnast reiðtúranna í kvöldsól-
inni í Hjaltadalnum. Þá var næg-
ur tími, ekkert stress og mikið
spjallað. Frá því áður en ég man
eftir mér var farið í Laufskála-
réttir með fjölskyldunni á Skúfs-
stöðum og síðar Melum. Siggi var
mér örlátur og í fleiri ár lánaði
hann mér gráu mjúku merarnar
sínar til að fara í Kolbeinsdalinn á
Laufskálaréttardaginn. Ég verð
ævinlega þakklát fyrir að hafa
notið þess að eiga slíkan öðlings-
frænda og hafa kynnst hans góð-
um gildum í sveitinni.
Heim þó annað sæki svið,
sál um leiðir kunnar,
mun hún áfram finna frið,
í faðmi náttúrunnar.
Öllu lífi ætíð trú,
auðgar hugi manna,
því milli heima byggir brú,
bjarmi minninganna.
Þar mun skína glettni, glóð,
og gæska yfir lendum,
því ötull lagði í þann sjóð,
öllum vegfarendum.
Öðrum heimi anda fel,
sem unir nú í valnum,
þann er gerði gráan Mel,
að gróðurvin í Dalnum.
Og kannski vökul sálin sé,
við sól í grænum haga,
lifandi í litlu tré,
með langa ævidaga.
Eftir brautum eilífðar
ef við glöggvast rýnum,
með stofninn trausta stendur þar,
stolt af greinum sínum.
Kveðjustund þó teljist treg,
og tárum kunni að skarta,
þræðum gleði- og þrautaveg,
með þakklæti í hjarta.
(Einar Kolbeinsson)
Hvíl í friði, elsku frændi, og
takk fyrir allt og allt.
Freyja Ólafsdóttir
og Einar Kolbeinsson.
Kær vinur og félagi Sigurður
Þorsteinsson eða Siggi á Melum
er látinn.
Kynni okkar hófust fyrir rúm-
um 30 árum, er ég hóf störf við
Hólaskóla í Hjaltadal. Kona Sig-
urðar, Hulda Njálsdóttir, vann
þá í mötuneyti skólans. Hún var
dugnaðarforkur og báru störf
hennar þess glöggt merki. Því
miður lést Hulda skömmu eftir
að þau hjón fluttu frá Skúfsstöð-
um að nýbýlinu Melum. Þar
hugðust þau hefja nýtt líf og
stunda skógrækt með börnunum
sínum og öðrum afkomendum.
Nú hefur góðum skógi verið
plantað á Melum og munu afkom-
endur þeirra hjóna fá að njóta
þessa starfs um ókomna tíð.
Gagnkvæm vinátta og traust
milli okkar Sigurðar skapaðist er
ég kom inn í stjórn Sparisjóðs
Hólahrepps þar sem hann var
stjórnarformaður. Sparisjóður-
inn var lítil stofnun en með nær
aldargamla sögu. Sjóðurinn hafði
lánað fé til ýmissa góðra mála og
var vel haldið utan um öll mál
hans. Um síðustu aldamót var
sótt að sjóðnum, hann var talinn
of lítill til að geta verið sjálfstæð
stofnun. Reksturinn var samt
Sigurður
Þorsteinsson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
HELGI ÞORMAR SVAVARSSON,
Laugarbökkum,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 23. júní klukkan 11.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á að láta Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki njóta þess.
Edda Stefáns Þórarinsdóttir
og fjölskylda
Elskulegur sambýlismaður, pabbi,
stjúppabbi, tengdapabbi og afi,
PÉTUR BÖÐVARSSON,
lést á Landspítalanum mánudaginn 18. júní.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
þriðjudaginn 26. júní klukkan 11.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á líknarfélög.
Valgerður P. Hreiðarsdóttir
Íris Brynja Pétursdóttir Tom Tychsen
Kolbrún Erla Pétursdóttir Björn Sveinlaugsson
Hjördís Pétursdóttir Jonas Hansen
Böðvar Pétursson Valgerður Björnsdóttir
Hafþór Harðarson
Elsa Harðardóttir
Hilmir Harðarson
og barnabörn