Morgunblaðið - 21.06.2018, Side 6

Morgunblaðið - 21.06.2018, Side 6
6 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 112.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. Fararstjóri: Aðalheiður Jónsdóttir Í Brussel og Brugge ríkir hátíðleg jólastemning á aðventunni. Báðar borgirnar eru með einstaklega huggulega jólamarkaði innan um virðulegar gamlar byggingar og hefur jólamarkaður Brussel verið tilnefndur sá frumlegasti í Evrópu. Þar sem landið er þekkt fyrir dásemdar súkkulaði, mikla matarmenningu og góðan bjór er ljóst að hér er margs að njóta. 22. - 25. nóvember Jólaferð til Brussel & Brugge Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Hugmyndin er sú að hjólin verði sett á uppboð eftir HM og ágóðinn látinn renna til góðgerðarmála,“ segir Valur Rafn Valgeirsson, markaðsstjóri reiðhjólaverslunarinnar Tri, um reiðhjólin sem íslensku landsliðsmennirnir hafa notað á milli leikja liðsins á heimsmeistaramótinu í Rúss- landi. Tri útvegaði landsliðsmönnunum 31 reiðhjól og jafnmarga hjálma, en verkefnið er samvinnuverkefni verslunarinnar og KSÍ. Hjólin eru flest merkt með nöfn- um leikmanna og sniðin að stærð þeirra, en þegar þátt- töku Íslands í mótinu lýkur verða hjólin flutt heim. „Við flytjum þetta hingað heim þegar mótið er búið og þá verða þau strax sett á uppboð. Strákarnir munu síðan árita hjól- in og ef allt gengur eftir verður hægt að fá alvöruupphæð fyrir þetta,“ segir Valur og bætir við að sambærileg fjalla- hjól kosti í kringum 100.000 krónur. Þá hafi KSÍ nú þegar skuldbundið sig til að kaupa nokkur hjól. „Þeir vilja eiga þetta sem minjagripi en restin verður síðan sett á uppboð og seld hæstbjóðanda. Strákarnir fá síðan að velja í hvaða málefni peningarnir verða settir,“ segir Valgeir sem kveðst bjartsýnn á góðan árangur Ís- lands í mótinu. Það muni auðvelda sölu á hjólunum þegar heimsmeistaramótinu lýkur, sem vonandi skilar sér í hærri upphæð til góðs málefnis. Spurður hvernig hugmyndin um hjólin kviknaði segir Valgeir að Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, hafi haft samband við fyrirtækið með það fyrir augum að fá hjól til Rússlands sem landsliðsmenn gætu notað á milli leikja. Hjólin gætu strákarnir nýtt til að hreyfa sig en einnig sem samgöngutæki í Kabardinka, dvalarstað strákanna meðan á mótinu stendur. „Þetta er í raun hugmynd sem við tókum frá þýska knattspyrnulandsliðinu. Það hefur verið hefð fyrir því að taka hjól með þýska landsliðinu á stórmót. Helgi hefur auðvitað dvalið lengi í Þýskalandi og fannst hugmyndin sniðug og ákvað að setja sig í samband við okkur. Við höfðum í kjölfarið samband við þýska hjólaframleiðand- ann Cube, sem setti okkur í sambærilegt „prógramm“ og þeir bjuggu til fyrir þýska landsliðið. Eftir það var farið í vinnu við að flytja hjólin til Rússlands svo þau yrðu til taks þegar strákarnir mættu,“ segir Valur, sem kveðst bjart- sýnn á að hægt verði að selja hjólin dýrum dómum að móti loknu. Reiðhjól landsliðsmanna seld á uppboði eftir HM  Hjólin merkt með nafni og sniðin að stærð leikmanna Morgunblaðið/Skapti Hjólatúr Landsliðsmennirnir hafa nýtt sér hjólin óspart á milli leikja liðsins á mótinu í sumar. Í VOLGOGRAD Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Einhverjir stuðningsmenn íslenska landsliðsins í fótbolta eru komnir til Volgograd í suðurhluta Rússlands, þar sem Ísland mætir Nígeríu í 2. umferð heimsmeistaramótsins ann- að kvöld. Liðið flaug einmitt úr heimahaganum við Svartahaf í gær og lenti í Volgograd undir kvöld, eins og fjallað er um í íþróttablaðinu. „Ég er alsæll. Hér er ekki undan neinu að kvarta – nema flugunum,“ sagði Gunnar Guðmundsson, sem Morgunblaðið hitti að máli í gær- kvöldi á hóteli skammt frá miðborg- inni. Þar gista þeir Gestur Eyjólfs- son, en fjöldi blaðamanna er þar einnig á meðal gesta. „Það var rosalega mikið af flugum á sveimi í dag og létu okkur ekki í friði. Við vorum á hlaðborði!“ sagði Gestur og hló. Gunnar kom til Volgograd í gær en Gestur degi fyrr, eftir langa lestarferð frá Moskvu, þar sem hann sá fyrsta leik Íslands, við Argentínu. Ber hann Rússum vel söguna, bæði í Moskvu og ekki síður þeim fjölda sem var honum samferða í lestinni. „Þeir vilja allt fyrir mann gera, eru mjög elskulegir og hjálplegir.“ Gestur sagði blaðamanni frá ánægjulegu samtali við fréttamann stórs rússnesks miðils sem hann hitti á förnum vegi, og byrjaði á að spyrja hvers vegna svona fáir ís- lenskir stuðningsmenn væru mættir til borgarinnar. Fátt varð um svör, en í framhaldinu hrósaði frétta- maðurinn íslenska landsliðshópnum sérstaklega fyrir ánægjulegt viðmót. Sagði bæði Heimi Hallgrímsson þjálfara og leikmennina kurteisa og svara vel fyrir sig, sem því miður væri ekki hægt að segja um leik- manna allra liða á HM. Sumir væru beinlínis dónalegir og legðu greini- lega ekki mikið upp úr góðri fram- komu við fjölmiðla. Misjafn sauður er í mörgu fé, sem sagt. Og þrátt fyrir að Gestur og Gunnar hrósi hinum almenna Rússa lenti sá síðarnefndi í vandræðum þegar hann hugðist leigja sér hús í nokkra daga í Volgograd. Fyrsta uppgefna verð var 400 dollarar, um 40.000 krónur en þegar til kom, eftir afbókanir og nokkrar beiðnir um að ganga aftur frá pöntun, átti að rukka hann um 42.000 dollara – rúmlega fjórar milljónir króna! „Sem betur fer pantaði ég þannig að hægt væri að hætta við án þess að þurfa að borga, og gaf aldrei upp nein kredit- kortanúmer. Ég slapp því alveg, hætti einfaldlega að svara póstum frá fyrirtækinu, enda var þetta ekki svaravert. En þetta kostaði mikla vinnu við að útvega okkur hótel og við þurfum að færa okkur á milli. En það verður ekkert vandamál.“ Hæstánægðir í Rússlandi  Rússar elskulegir og hjálpsamir  Von á fjölda íslenskra stuðningsmanna til Volgograd í dag  Sögur af móskítóflugum við Volgu því miður á rökum reistar Morgunblaðið/Skapti Glaðir Gestur Eyjólfsson og Gunnar Guðmundsson eru hæstánægðir með allt í Rússlandi – nema moskítóflugurnar! Morgunblaðið/Eggert Draumurinn Rúta rækilega merkt íslenska liðinu – Látum drauminn verða að veruleika – beið liðsins á flugvellinum í Volgograd og flutti á hótelið. „Við höfum aldrei selt eins mikið af markmannstreyjum og nú,“ segir Viðar Valsson, verslunarstjóri í Jóa útherja, um sölu landsliðstreyja það sem af er HM. Mikil eftirspurn hafði verið eftir markmanns- treyjum í aðdraganda mótsins en eftir vítaspyrnuvörslu Hannesar Þórs Halldórssonar gegn Argent- ínu hefur salan farið á flug. Versl- unin hefur nú þegar pantað fleiri markmannstreyjur frá birgi en það er í fyrsta sinn sem það gerist. „Lagerinn hjá okkur er nánast búinn og við eigum einhverjar örfá- ar treyjur eftir. Við eigum hins veg- ar von á nýrri sendingu í vikunni,“ segir Viðar sem ráðgerir að sala á markmannstreyjum í ár sé um þre- falt meiri en fyrir Evrópumótið í Frakklandi fyrir tveimur árum. Viðar segir að markmanns- treyjan í ár sé talsvert þægilegri en ýmsar eldri markmannstreyjur. „Þetta er auðvitað bara stutt- ermabolur, engir púðar og ekkert vesen. Þess utan er hún bara svo svakalega flott,“ segir Viðar og bætir við að fáir viti líklega að markmenn Íslands séu með þrjár varatreyjur. Það hafi hins vegar verið ákvörðun Errea að gera rauðu treyjuna að sölutreyju. „Þeir eru með nokkrar sem þeir geta skipst á að nota. Rauða treyjan er samt hrikalega flott þannig að ég held að þetta hafi verið góð ákvörð- un hjá Errea,“ segir Viðar. aronthordur@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Treyjan Hannes í leiknum þar sem hann varði víti frá Messi. Rauðar treyjur rjúka út MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.