Morgunblaðið - 21.06.2018, Side 1

Morgunblaðið - 21.06.2018, Side 1
F I M M T U D A G U R 2 1. J Ú N Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  144. tölublað  106. árgangur  Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 LANDSINS MESTA ÚRVAL AF RIEDELGLÖSUM TÓNLEIKARÖÐ Í RÚMLEGA SJÖ VIKUR FERÐIR MYNDA STJÖRNU ALCOA INNSPÝT- ING Í FJARÐA- BYGGÐ Í 11 ÁR HERMANN ÁRNASON RÍÐUR UM LANDIÐ 4 VIÐSKIPTAMOGGINNREYKJAVÍK CLASSICS 62 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áætlað er að félög tengd Norvik í timburvinnslu muni velta um 23 milljörðum króna í ár. Það yrði um 10% aukning milli ára. Umsvif Norvik í timbri hafa aldrei verið meiri síðan félagið hóf timbur- vinnslu í Lettlandi árið 1993. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri og stjórnarformaður Norvik, segir Indlandsmarkað vera að opnast fyrir Norvik. „Ég tel að Indland sé á upp- leið eins og Kína fyrir 10 til 15 árum. Við höfum fengið margar fyrirspurn- ir þaðan,“ segir Jón Helgi. Sala til Bergs Timber Sala Norvik á flestum timbur- félaga sinna til Bergs Timber gekk í gegn um mánaðamótin. Félagið Bergs Timber er skráð á sænska hlutabréfamarkaðnum. Verð á timbri hefur farið hækk- andi. Jón Helgi segir sölu Norvik takmarkast af framboði. Með meira hráefni gæti félagið selt meira. Meðal annars hefur sögunarmylla Norvik í rússnesku borginni Sykt- yvkar ekki verið rekin með fullum af- köstum. Það félag fylgdi ekki með í samrunanum við Bergs Timber. Starfsmenn myllunnar í Syktyvk- ar voru að ganga frá timbursendingu til Lettlands þegar Morgunblaðið kom þar við í síðustu viku. Umsvif upp á 23 milljarða  Vöxtur hjá Norvik og skyldum félögum  Tekjur félaganna hafa aukist með hækkandi timburverði  Forstjóri Norvik segir mikil tækifæri í sölu á Indlandi MSelja timbur um allan … »30-31 Á annað þúsund manns » Um 1.300 manns starfa nú hjá Norvik og tengdum fé- lögum í fimm löndum. » Þar af starfa um 800 hjá fé- lögunum fimm sem voru sam- einuð Bergs Timber, sem er skráð félag í Svíþjóð. Þótt margir landsmenn upplifi það ef til vill ekki þannig er sólin nú eins hátt á lofti og dagurinn eins langur og bjartur og hann gerist á þessu ári. Sumarsólstöður verða í dag, nánar tiltekið klukkan sjö mínútur yfir tíu að morgni, og er sól- in þá í sinni nyrstu og hæstu stöðu á himninum. Héðan af munu dagarnir taka að styttast á ný og sólin að staldra skemur við á himninum. Í gær skein sólin samfellt í um sautján klukku- stundir, sem er með því mesta sem gerist. Lands- menn eru því hvattir til að njóta sólarinnar með- an unnt er. Tveir knapar áðu við Gullfoss í blíðviðrinu í gær og vöktu mikla athygli ferðamanna sem höfðu komið til að skoða fossinn. Sólin hátt á himni skín, hlý, logandi og gul Morgunblaðið/Kristinn Magnússon  Donald Trump Bandaríkja- forseti hefur undirritað til- skipun sem á að binda enda á að- skilnað barna ólöglegra inn- flytjenda frá for- eldrum sínum. Um 2.000 börn hafa verið skilin frá foreldrum sín- um við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna síðustu sex vikur vegna stefnubreytingar hjá ríkis- stjórn Trumps. Þessi meðferð á börnum hefur vakið hörð viðbrögð um allan heim. »38 Hætt að tvístra fjölskyldum í BNA Donald Trump  Viðar Valsson, verslunarstjóri í Jóa útherja, telur að sala á íslensku markmanns- treyjunni sé um þrefalt meiri en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Að sögn Viðars er aðalástæðan fyrir aukinni eftirspurn víta- spyrnuvarsla Hannesar Þórs Hall- dórssonar í síðasta leik, en strax eftir þann leik fór salan á flug. „Lagerinn hjá okkur er nánast tóm- ur og við eigum aðeins örfáar treyj- ur eftir,“ segir Viðar og bætir við að ný sending sé á leiðinni, en það er í fyrsta sinn sem panta þarf aðra sendingu af íslensku markmanns- treyjunni. »6, 44 og Íþróttir Þrefalt fleiri mark- mannstreyjur selst Eftirsótt Treyja Hannesar er vinsæl.  Í niðurstöðum nýlegrar skýrslu Íslandsstofu um tjón útflytjenda í viðskiptum sínum við erlenda aðila kemur fram að meira en helmingur útflutningsfyrirtækja hefur lent í einhvers konar svikum eða van- efndum í starfsemi sinni. Yfirleitt hefur það verið sökum gjaldþrota viðskiptavina erlendis en í ein- hverjum tilvikum vegna svika. Í sömu skýrslu Íslandsstofu er bent á að engar stofnanir hérlendis greiðslutryggi útflytjendur. Til samanburðar séu í öðrum norræn- um löndum stórar ríkisstyrktar stofnanir sem starfi eingöngu við það að greiðslufallstryggja útflutn- ingsfyrirtæki. »ViðskiptaMogginn Svik og vanefndir tíðir fylgifiskar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.