Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 6

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 6
6 7 □Þjónandi prestur eða djákni hjá íslenskum söfnuði þjóðkirkjunnar erlendis, sbr. a) lið 1. mgr. 3. gr., nýtur kosningarréttar í umdæmi vígslubiskups í Skálholti. □Þjónandi prestur eða djákni, sbr. b) lið 1. mgr. 3. gr., nýtur kosningarréttar í því umdæmi vígslu-biskups sem viðkomandi starfar. □Kosningarrétt eiga kirkjuþingsmenn, kirkjuráðsmenn, vígðir kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og vígðir starfsmenn á biskupsstofu sem eru í föstu starfi. 5. gr. Viðmið kosningarréttar. ■Skilyrði kosningarréttar skv. 3. og 4. gr. skulu uppfyllt þremur vikum áður en tilnefning hefst og skal kjósandi vera skráður í þjóðkirkjuna þann dag. 6. gr. Kjörstjórn. ■Kjörstjórn við kirkjuþingskjör, sbr. starfsreglur um kjör til kirkjuþings, er jafnframt kjörstjórn við kjör samkvæmt starfsreglum þessum. 7. gr. Ákvörðun um hvenær kosning fer fram. ■Kjörstjórn ákveður hvenær kjörgögn skulu send þeim sem kosningarbærir eru við kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa. Með útsendingu kjörgagna hefst kosning skv. 14. gr. Jafnframt ákveður kjörstjórn hvenær kosningu lýkur, sbr. 14. gr. □Ákvarðanir kjörstjórnar skv. 1. mgr. eru háðar samþykki kirkjuráðs. 8. gr. Kjörskrá. ■Kjörskrá skal vera rafræn og annast kjörstjórn gerð hennar á grundvelli gagna frá biskupsstofu og Þjóðskrá Íslands og vinnsluheimilda þaðan ef við á. □Á kjörskrá skal taka þá sem uppfylla skilyrði 3. eða 4. gr. eftir því sem við á, sbr. 5. gr., og þar skulu koma fram upplýsingar um nafn kjósanda, lögheimili hans og kennitölu. Kjörskrá skal hafa verið gerð tveimur vikum áður en tilnefning, skv. 3. mgr. 10. gr. hefst. □Þegar kjörskrá er tilbúin skal kjörstjórn auglýsa það á vefsíðu þjóðkirkjunnar og í prentuðum dagblöðum. Í auglýsingunni skal taka fram að þeir sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá skuli senda þær kjörstjórn. □Þegar kjörskrá hefur verið gerð getur viðkomandi kannað á þar til gerðu vefsetri hvort nafn hans er á kjörskrá. Við aðgang að vefsetrinu er notuð almenn innskráningarþjónusta sem kjörstjórn ákveður, s.s. rafræn skilríki eða Íslykill Þjóðskrár Íslands. 9. gr. Leiðréttingar á kjörskrá. ■Athugasemdir vegna kjörskrár skulu berast kjörstjórn eigi síðar en fimm sólarhringum

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.