Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 26

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 26
26 27 leiðum, samskiptamætti okkar þar með töldum, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi, til að virkja þessa möguleika.“ Lokaorð yfirlýsingarinnar hljóða þannig: „Ráðstefnan aðhyllist þá hinu sömu sýn á að manneskjan blómgist og dafni sem lýst er í Opinberunarbók Jóhannesar (22.2): „Beggja vegna móðunnar var lífsins tré sem ber tólf sinnum ávöxt. Í hverjum mánuði ber það ávöxt sinn. Blöð trésins eru til lækningar þjóðunum. Látt oss endurnýja og helga tengsl okkar við náttúruna til líknar þjóðunum og heiminum.“ Kirkjur heimsins hafa það hlutverk að koma fagnaðarerindi Jesú Krists áfram til samferðafólks og tryggja að það berist áfram til næstu kynslóða. Í viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta Íslands ræðir hann um alþjóðleg samskipti og reynslu hans af þeim. Hann segir að þar sé fyrst og fremst spurt hvort viðkomandi hafi eitthvað fram að færa sem skiptir aðra máli? Hefurðu einhverja reynslu eða þekkingu sem aðrir geta nýtt? Á 20. öldinni má segja að efnahagslegur styrkur, hernaðarstyrkur og stærð hafi skipt máli. En á 21. öldinni skiptir fyrst og fremst máli í hverju þú ert góður. Hvaða þekkingu og reynslu hefur þú yfir að ráða sem getur reynst öðrum vel? Sérstaklega í veröld þar sem upplýsingakerfi heimsins hefur breyst með þeim hætti að þú getur lært af hverjum sem er í veröldinni, hvar sem þú ert í veröldinni.“ Kirkjur heimsins hafa margt fram að færa í umhverfismálum og öðrum málum er einstaklingar og þjóðfélög heimsins glíma við. Eitt af því sem nútíminn kallar eftir er rödd kirkjunnar í siðferðismálum. Hvað er siðferðilega rétt og hvað er réttlætanlegt. Í mínum huga er munur á þessum hugtökum siðferðilega rétt og réttlætanlegt. Alþekkt er í hraða nútímans að við lesum fyrirsagnir og það sem er dregið út úr texta til að við tökum betur eftir því. Það er líka þekkt að fyrirsagnir eru ekki alltaf hárréttar miðað við innihaldið. Það kann að vera réttlætanlegt að skauta fram hjá því sem er siðferðilega rétt ef það er í þágu almennings. Ef það bætir líf einstaklinga og betrumbætir samfélög. Daglega tekst homo sapiens á við siðferðilegar spurningar. En hvort hann eða hún deilir því með öðrum, vekur athygli á því sem hugurinn geymir í þeim efnum eða heldur því fyrir sjálfan sig, sjálfa sig er matsatriði hverju sinni. Þá getur hugtakið réttlætanlegt skipt máli þegar sú ákvörðun er tekin. Það er ekki sjálfgefið að einkamál fólks séu á borð borin þó persónulegum málum sé hægt að deila með öðrum. Nú um stundir er mikið tekist á um það hvort einkamál eigi að vera á borð borin fyrir fjöldann og þá í þeim tilgangi að bæta það sem fyrir er. Það kann að vera réttlætanlegt að aðrir upplýsi um einkamál annarra þó það sé ekki siðferðilega rétt. Á þessu er munur. Orð Páls heitins Skúlasonar fyrrverandi rektors H.Í. eru mér til umhugsunar þessa dagana er hann sagði við útskrift háskólanema vorið 2004: „Hvernig yrði mannlífinu háttað, ef við hættum að leita þekkingar og skilnings og skeyttum ekki lengur um rétt og rangt í samskiptum okkar? Ég er hræddur um að það yrði á skammri stundu óbærilegt. Mannleg skynsemi yrði úr sögunni, því skynsemin er einmitt fólgin í viðleitni til að sjá hvað er satt og gera það sem er rétt. Og ef við hættum því, munu samskipti okkar einkennast af ofeldi sem eyðileggur lífsskilyrði okkar og lífsmöguleika. Þess vegna hljótum við sífellt að reyna að hugsa og breyta af skynsemi þótt ekki takist það alltaf sem skyldi.“ Ég þakka gestgjöfum okkar hér í Vídalínskirkju fyrir afnotin af kirkju og safnaðarheimili, þeim sem undirbúið hafa þingið og þeim sem hér hafa flutt okkur boðskap í tali og tónum. Góður Guði blessi okkur og leiði í þjónustunni í kirkju hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.