Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 72

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 72
7372 II. kafli. Málsmeðferð. Upphaf máls 4. gr. ■Kæra til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar skal vera undirrituð og málsmeðferð fyrir nefndinni að jafnaði skrifleg. Í kæru skal koma fram hver sé kærandi, hvert kæruefnið sé, kröfur kæranda og rök fyrir kæru. Úrskurðarnefndinni er heimilt að ákveða að kæra skuli borin fram á sérstöku eyðublaði á vefsíðu. Formaður, eftir atvikum varaformaður, stýrir störfum nefndarinnar við umfjöllun máls. Um málsmeðferðina gilda stjórnsýslulög, nr. 37/1993, eftir því sem við á. □Nú berst úrskurðarnefndinni kæra og metur nefndin þá annars vegar hvort kæruefnið heyri und ir hana, sbr. 1. gr. og hins vegar hvort kærandi teljist eiga hagsmuna að gæta, sbr. 2. gr. □Telji nefndin að aðild máls og kæruefnið uppfylli skilyrði laga þessara tekur hún málið til meðferðar og tilkynnir öllum hlutaðeigandi þegar í stað um þá ákvörðun sína. □Telji nefndin að aðild máls eða kæruefnið uppfylli ekki skilyrði laga þessara vísar hún málinu frá. Leyfi frá embætti eða starfi 5. gr. ■Varði kærumál meint siðferðis- eða agabrot prests, djákna eða annars starfsmanns þjóðkirkjunnar skal úrskurðarnefndin, eftir að tekin hefur verið ákvörðun skv. 3. mgr. 4. gr., meta, hvort rétt sé að nefndin leggi til við hlutaðeigandi stjórnvöld þjóðkirkjunnar að þeim sem kæran beinist gegn verði veitt leyfi frá embætti eða starfi meðan málið er til meðferðar hjá nefndinni. Sættir 6. gr. ■Úrskurðarefnd kannar á þessu stigi hvort grundvöllur er til sátta. Telji nefndin sættir koma til greina eða að nauðsynlegt sé að reyna sættir kveður hún málsaðila, saman eða hvorn í sínu lagi, á sinn fund. Frestir 7. gr. ■Takist ekki að ná sáttum og úrskurðarnefnd telur gögn þau sem henni bárust með beiðni um úrlausn máls ekki fullnægjandi skal hún gefa kæranda kost á að senda frekari gögn og greinargerð um málið. Kæranda skal veittur frestur til að skila þessum gögnum og greinargerð og skal sá frestur að jafnaði ekki vera lengri en fjórar vikur. Veita má þó lengri frest þegar sérstaklega stendur á. Gefa skal gagnaðila kost á að skila gögnum að liðnum sama fresti. □Sinni kærandi ekki tilmælum nefndarinnar skv. 1. mgr. innan tilgreinds frests skulu þau ítrekuð með nýjum fresti sem skal að jafnaði ekki vera lengri en tvær vikur. Ef kærandi sinnir enn ekki tilmælum nefndarinnar er henni heimilt að synja um úrlausn máls. Synjun um úrlausn máls skal vera skrifleg og afrit sent gagnaðila.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.