Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 88

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 88
88 89 21. gr. Kærur til yfirkjörstjórnar. ■Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar fer með úrskurðarvald í ágreiningsmálum vegna kirkjuþingskosninga. □Rétt til að kæra kirkjuþingskosningu eiga allir þeir sem nutu kosningarréttar til kirkjuþings og þeir leikmenn sem í kjöri voru en höfðu ekki kosningarrétt. □Kærur skulu berast kjörstjórn eigi síðar en einni viku eftir að úrslit kosninga liggja fyrir. □Kjörstjórn skal innan þriggja virkra daga frá móttöku kærunnar senda hana ásamt athugasemdum sínum til yfirkjörstjórnar þjóðkirkjunnar. □Kæra má til yfirkjörstjórnar: a. ákvarðanir kjörstjórnar vegna kjörgengis- og kjörskrármála, b. framkvæmd kirkjuþingskosninga. □Yfirkjörstjórn eru heimil eftirfarandi úrræði: a. að fallast á eða synja kröfu manns um kjörgengi, b. að fallast á kröfu eða synja um að tiltekinn maður skuli ekki vera á kjörskrá, c. að staðfesta lögmæti framkvæmdar kirkjuþingskosninga, eftir atvikum með athugasemdum, d. að ógilda kosningu tiltekins kirkjuþingsmanns eða kirkjuþingsmanna og leggja fyrir kjörstjórn að endurtaka kosningu í hlutaðeigandi kjördæmi, e. að ógilda tiltekinn þátt eða þætti í framkvæmd kirkjuþingskosninga og leggja fyrir kjörstjórn að endurtaka þann eða þá þætti þannig að niðurstaða fáist, f. að ógilda kirkjuþingskosningu að öllu leyti og leggja fyrir kjörstjórn að láta kjósa að nýju. 22. gr. Frávísun kæru. ■Yfirkjörstjórn vísar kæru frá ef: a. kærandi hefur ekki kæruaðild, b. hún er of seint fram komin, c. mál heyrir ekki undir yfirkjörstjórn, d. kröfugerð er óskýr eða vanreifuð þrátt fyrir ábendingar yfirkjörstjórnar. 23. gr. Úrskurður yfirkjörstjórnar. ■Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar skal skera úr þeim málum sem fyrir hana eru lögð eins fljótt og auðið er og ekki síðar en sjö virkum dögum eftir að mál berst. □Niðurstöður yfirkjörstjórnar skulu vera í úrskurðarformi og dregnar saman í úrskurðarorð. 24. gr. Gildistaka. ■Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 7. mgr. 21. gr. og 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma falla brott starfsreglur um kjör til kirkjuþings nr. 301/2013, með síðari breytingu.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.