Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 83
83
□Prestur sem settur er til þjónustu tímabundið nýtur ekki kosningarréttar nema í þeim
tilfellum þar sem ekki er skipaður prestur fyrir.
□Prestur, sem sinnir aukaþjónustu, nýtur ekki kosningarréttar fyrir það embætti sem
hann sinnir aukaþjónustu í.
□Djákni skal vera ráðinn til a.m.k. eins árs eða ótímabundið til að njóta kosningarréttar.
Prestur eða djákni sem látið hefur af þjónustu nýtur ekki kosningarréttar.
4. gr.
Kosningarréttur leikmanna.
■Kosningarrétt til kirkjuþings, sem leikmaður, á hver sá sem er:
a. aðal- og varamaður í sóknarnefndum í 1., 2. og 3. kjördæmi, sbr. 2. gr.,
b. aðalmaður í sóknarnefndum í 4., 5., 6., 7., 8. og 9. kjördæmi, sbr. 2. gr.
5. gr.
Takmörkun á kosningarrétti.
■Biskupar og vígðir starfsmenn á biskupsstofu njóta ekki kosningarréttar. Sama gildir um
kennara við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.
6. gr.
Viðmið kosningarréttar.
■Miða skal kosningarrétt samkvæmt 3. og 4. gr. við 1. apríl það ár sem kosning fer fram.
7. gr.
Kjörgengi.
■Kjörgengur til kirkjuþings er:
a. hver vígður maður sem á kosningarrétt skv. 3. gr.,
b. hver leikmaður sem hefur hlotið skírn í nafni heilagrar þrenningar, skráður er í
íslensku þjóðkirkjuna, og hefur náð 18 ára aldri.
□Kjörgengisskilyrði skulu vera uppfyllt 1. apríl það ár sem kosning fer fram.
8. gr.
Hvar kosningarréttar og kjörgengis skuli notið.
■Prestur eða djákni sem uppfyllir skilyrði 3. gr. um kosningarrétt, nýtur réttarins og
kjörgengis í því kjördæmi sem prófastsdæmi hans tilheyrir, sbr. 2. gr.
□Prestur eða djákni hjá íslenskum söfnuði þjóðkirkjunnar erlendis sem er í föstu og
launuðu starfi sem slíkur og uppfyllir skilyrði 3. gr. um kosningarrétt nýtur réttarins og
kjörgengis í Reykjavíkurkjördæmi.
□Þjónandi prestur eða djákni sem lýtur tilsjónar biskups Íslands og er í föstu og launuðu
starfi á vegum stofnunar og/eða félagasamtaka hér á landi og uppfyllir skilyrði 3. gr. um
kosningarrétt nýtur kosningarréttar og kjörgengis í því kjördæmi sem prófastsdæmi hans
tilheyrir.
□Leikmaður sem uppfyllir skilyrði b. liðar 7. gr. er kjörgengur innan þess kjördæmis sem