Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 51
51
4. mál kirkjuþings 2017
Flutt af löggjafarnefnd
Tillaga til þingsályktunar
um frumvarp til þjóðkirkjulaga
Kirkjuþing 2017 beinir þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að flutt verði eftirfarandi
frumvarp til þjóðkirkjulaga, sbr. 3. mgr. 23. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti
þjóðkirkjunnar nr. 78/1997.
Frumvarp til þjóðkirkjulaga.
I. kafli.
Skilgreining og aðild.
1. gr.
■Þjóðkirkjan á Íslandi er evangeliskt lúterskt trúfélag og ber réttindi og skyldur að lögum.
2. gr.
■Skilyrði aðildar að þjóðkirkjunni er skírn í nafni heilagrar þrenningar.
II. kafli.
Réttarstaða þjóðkirkjunnar.
3. gr.
■Þjóðkirkjan ræður skipulagi sínu, stofnunum, embættum og valdmörkum þeirra á milli
innan lögmæltra marka.
□Þjóðkirkjunni ber að halda úti kirkjulegri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir
landsmenn geti átt kost á henni.
□Um stöðu þjóðkirkjunnar sem trúfélags fer samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar.
□Um inngöngu í og úrsögn úr þjóðkirkjunni fer skv. 8. og 9. gr. laga um skráð trúfélög og
lífsskoðunarfélög, nr. 108/1999, eftir því sem við getur átt.
4. gr.
■Um tengsl þjóðkirkjunnar og ríkisins fer samkvæmt lögum og þeim samningum sem
eru í gildi hverju sinni milli þjóðkirkjunnar og ríkisins, sbr. og 3. mgr. 3. gr.
□Samskipti þjóðkirkjunnar og ríkisstjórnar um málefni kirkjunnar skulu vera við þann
ráðherra sem fer hverju sinni með málaflokk er varðar trúmál.
5. gr.
■Stjórnsýslulög, nr. 37/1993, og almennar óskráðar reglur stjórnsýsluréttar gilda þegar kirkju-
leg stjórn völd taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna samkvæmt lögum þessum. Upp-
lýsinga lög, nr. 140/2012, taka til starfsemi kirkju legra stjórn valda samkvæmt lögum þessum.