Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 82

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 82
82 83 19. mál kirkjuþings 2017 Flutt af Gísla Gunnarssyni Starfsreglur um kjör til kirkjuþings 1. gr. Kosning til kirkjuþings og fjöldi þingfulltrúa. ■Kosning til kirkjuþings fer fram á fjögurra ára fresti. □Á kirkjuþingi eiga sæti 29 fulltrúar, 12 vígðir og 17 leikmenn. 2. gr. Kjördæmi kirkjuþings og skipting fulltrúa. ■Á kirkjuþingi eru þrjú kjördæmi vígðra og níu leikmanna. □Kjördæmaskipan vígðra og fjöldi fulltrúa er eftirfarandi: 1. Reykjavíkurkjördæmi: Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og eystra og Kjalarnes- prófastsdæmi. Sex fulltrúar og þrír til vara. 2. Skálholtskjördæmi: Suður-, Vesturlands- og Vestfjarðaprófastsdæmi. Þrír fulltrúar og tveir til vara. 3. Hólakjördæmi: Húnavatns- og Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og Þingeyjar- og Austur- lands prófastsdæmi. Þrír fulltrúar og tveir til vara. □Kjördæmaskipan leikmanna og fjöldi fulltrúa er eftirfarandi: 1. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, 1. kjördæmi. Þrír fulltrúar og tveir til vara. 2. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, 2. kjördæmi. Þrír fulltrúar og tveir til vara. 3. Kjalarnesprófastsdæmi, 3. kjördæmi. Þrír fulltrúar og tveir til vara. 4. Vesturlandsprófastsdæmi, 4. kjördæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara. 5. Vestfjarðaprófastsdæmi, 5. kjördæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara. 6. Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, 6. kjördæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara. 7. Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, 7. kjördæmi. Tveir fulltrúar og tveir til vara. 8. Austurlandsprófastsdæmi 8. kjördæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara. 9. Suðurprófastsdæmi, 9. kjördæmi. Tveir fulltrúar og tveir til vara. 3. gr. Kosningarréttur vígðra. ■Kosningarrétt til kirkjuþings á hver sá sem vígslu hefur hlotið og er: a. þjónandi prestur eða djákni íslensku þjóðkirkjunnar eða hjá íslenskum söfnuði þjóðkirkjunnar erlendis og er í föstu og launuðu starfi sem slíkur, eða b. þjónandi prestur eða djákni sem lýtur tilsjónar biskups Íslands og er í föstu og launuðu starfi á vegum stofnunar og/eða félagasamtaka hér á landi. □Prestur eða djákni í tímabundnu leyfi, allt að tveimur árum, nýtur kosningarréttar.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.