Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 56
56 57
□Verði biskup Íslands vanhæfur til meðferðar einstaks máls sem undir hann ber að lögum
skal sá vígslubiskup sem eldri er að biskupsvígslu fara með málið.
□Eigi biskup Íslands sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta og báðir vígslubiskupar
því vanhæfir til að leysa úr máli skal forseti kirkjuþings, að höfðu samráði við varaforseta
þingsins, kveðja einhvern kjörgengan til biskupsembættis til að sinna því.
VIII. kafli.
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar.
23. gr.
■Rísi ágreiningur á kirkjulegum vettvangi sem heyrir ekki undir biskup Íslands, sbr. 8.
mgr. 20. gr., skal leyst úr þeim ágreiningi fyrir úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sem starfar
samkvæmt sérstökum lögum.
IX. kafli.
Eignarréttur þjóðkirkjunnar og ríkisins.
Fjármál þjóðkirkjunnar, launagreiðslur og réttarstaða starfsmanna.
24. gr.
■Kirkjujarðir og aðrar kirkjueignir sem þeim fylgja, að frátöldum prestssetrum og því
sem þeim fylgir, eru eign íslenska ríkisins samkvæmt samningum um kirkjueignir milli
íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Andvirði seldra jarða rennur í ríkissjóð.
□Prestssetur, þ.e. prestssetursjarðir og prestsbústaðir sem prestssetrasjóður tók við yfir-
stjórn á frá ráðuneytinu 1. janúar 1994 með síðari skjalfestum afhendingum frá ráðu-
neytinu, svo og prestsbústaðir, hús og aðrar eignir sem prestssetrasjóður hefur keypt, eru
eign þjóðkirkjunnar með öllum réttindum, skyldum og kvöðum samkvæmt samningi um
prestssetur milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar.
□Kirkjuþing setur nánari ákvæði um prestssetur og aðrar eignir í starfsreglur.
25. gr.
■Íslenska ríkið greiðir þjóðkirkjunni árlegt endurgjald á grundvelli samninga um
kirkjueignir og prestssetur milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar til viðbótar öðrum
tekjustofnum hennar, lögbundnum sem ólögbundnum.
26. gr.
■Á grundvelli samkomulags milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar 10. janúar 1997
um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar og samnings
sömu aðila 4. september 1998 um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta,
rekstrarkostnað biskupsstofu, framlag til Kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar,
skal íslenska ríkið standa skil á launum biskups Íslands, vígslubiskupa, 138 starfandi presta
og prófasta þjóðkirkjunnar og 18 starfsmanna biskupsstofu.
□Fjölgi þeim sem skráðir eru í þjóðkirkjuna um 5.000 miðað við þjóðskrá í árslok 1996
skal ríkið greiða laun eins prests til viðbótar því sem greinir í 1. mgr. Sama á við um frekari
fjölgun. Fækki þeim sem skráðir eru í þjóðkirkjuna um 5.000 miðað við þjóðskrá í árslok
1996 lækkar tala starfandi presta í 1. mgr. um einn. Sama á við um frekari fækkun.