Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 31

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 31
31 1. 1. mál, skýrsla kirkjuráðs. Kirkjuþing 2016 ályktar mikilvægi þess að bæta skuli stöðu kynningar- og upplýsingamála þjóðkirkjunnar og áréttar ályktun Kirkjuþings 2015 sama efnis. Kirkjuráð tók undir ályktun kirkjuþings og upplýst var að unnið væri að því að bæta stöðuna að þessu leyti. 2. 7. mál, tillaga til þingsályktunar um sóknasamband. Kirkjuþing ályktar að hafinn verði undirbúningur að stofnun sambands sókna og vísar málinu til kirkjuráðs. 3. 8. mál, þingsályktun um átak til aukins samstarfs sókna. Kirkjuþing 2016 beinir því til biskups Íslands, biskupafundar og kirkjuráðs að á næstu árum verði unnið að sérstöku átaki til að hvetja sóknir þjóðkirkjunnar til að huga að auknu samstarfi og jafnvel sameiningum þar sem það þykir henta og þá jafnt í þéttbýli sem dreifýli. Jafnframt er því beint til kirkjuráðs að Jöfnunarsjóður sókna styðji þetta átak með því að úthluta styrkjum til þeirra sókna sem vilja sameinast skv. sérstökum reglum sem settar yrðu þar um. 7. og 8. mál voru rædd saman. Samþykkt var að skipaður yrði þriggja manna starfshópur til að vinna málinu framgang og málið tekið á dagskrá desemberfundar kirkjuráðs. Sjá einnig umfjöllun um 265. og 271. fund kirkjuráðs í kaflanum: Verkefni kirkjuráðs á sviði fjármála. 4. 12. og 13. mál, starfsreglur um kirkjuráð. Breyttar starfsreglur taka gildi hinn 1. janúar 2017. Samþykkt var að Kirkjuráð feli framkvæmdastjóra að hefja þegar í stað undirbúning að innleiðingu breyttra starfsreglna með hönnun breyttra verklagsreglna á skrifstofu ráðsins til að tryggja hnökralausa framkvæmd þeirra frá fyrsta degi. Jafnframt verði honum falið að annast um að hinar breyttu starfsreglur verði birtar í Stjórnartíðindum. 5. 16. mál, þingsályktun um ráðningu starfsmanns kirkjuþings. Kirkjuþing samþykkti að forsætisnefnd þingsins fái heimild til að ráða löglærðan starfsmann kirkjuþings í hlutastarf í tvö ár frá og með næstu áramótum. Starfsmaðurinn verði óháður öðrum kirkjulegum stofnunum í störfum sínum. Samþykkt var að kirkjuráð feli framkvæmdastjóra að hefja þegar í stað undirbúning að ráðningunni í samráði við forseta kirkjuþings. 6. 17. mál, þingsályktun um skírnarfræðslu. Samþykkt var að Kirkjuráð feli framkvæmdastjóra að taka skipan nefndarinnar á dagskrá næsta fundar í fjárhagsáætlun Kirkjumálasjóðs fyrir næsta ár. Sjá einnig umfjöllun um 271. fund kirkjuráðs í kaflanum: Önnur mál sem kirkjuráð fjallaði um á kirkjuþingsárinu og rétt þykir að gera kirkjuþingi grein fyrir. 7. 18. mál, þingsályktun um líknarsjóði sókna. Samþykkt var að Kirkjuráð feli framkvæmdastjóra að vinna að framgangi málsins í samræmi við ályktun kirkjuþings. 8. 19. mál, þingsályktun um útgáfu sálmabókar þjóðkirkjunnar árið 2017. Samþykkt var að Kirkjuráð feli framkvæmdastjóra að taka málið á dagskrá næsta fundar í fjárhagsáætlun Kirkjumálasjóðs fyrir næsta ár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.