Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 57
57
□Fjölgi prestum um tíu, sbr. það sem greinir í 2. mgr., skal ríkið greiða laun eins starfsmanns
á biskupsstofu til viðbótar því sem greinir í 1. mgr. Sama á við um frekari fjölgun. Fækki
prestum um tíu, sbr. það sem greinir í 2. mgr., lækkar tala starfsmanna á biskupsstofu um
einn. Sama á við um frekari fækkun.
□Um greiðslu launa til framangreindra starfsmanna þjóðkirkjunnar fer eftir lögum um
kjararáð, nr. 130/2016 eða lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nr. 94/1986,
eftir því sem við getur átt.
27. gr.
■Þeir starfsmenn þjóðkirkjunnar sem íslenska ríkinu er skylt að standa skil á launum skv.
27. gr. þessara laga, njóta réttinda og bera skyldur sem opinberir starfsmenn eftir því sem
nánar er mælt fyrir um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996,
svo og öðrum lögum er kveða á um réttarstöðu opinberra starfsmanna.
28. gr.
■Kirkjuráð fer með málefni Kristnisjóðs samkvæmt lögum um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970,
kirkjumálasjóðs, samkvæmt lögum um kirkjumálasjóð, nr. 138/1993 og Jöfnunarsjóð
sókna, skv. II. kafla laga um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987.
□Kirkjuþing setur nánari ákvæði um framkvæmd þessa í starfsreglur.
X. kafli.
Um starfsreglur, gildistöku, brottfall og breytingu laga.
29. gr.
■Kirkjuþingi er heimilt að setja starfsreglur um önnur málefni þjóðkirkjunnar en þau sem
sérstaklega eru tilgreind í lögum þessum.
30. gr.
■Lög þessi öðlast gildi ...
□Lög þessi skulu koma til endurskoðunar eigi síðar en fimm árum eftir gildistöku þeirra.
31. gr.
■Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar,
nr. 78/1997, með áorðnum breytingum. Enn fremur falla úr gildi 1. og 2. gr. laga um
embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra, nr. 36/1931, með áorðnum breytingum:
Þá verður eftirfarandi breyting á lögum um kirkjumálasjóð nr. 138/1993, með síðari
breytingum: Í stað „11,3%“ í 2. gr. laganna kemur 14,3%.
Málið var sameinað 15. máli.