Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 29
29
1. mál kirkjuþings 2017
Flutt af kirkjuráði
Skýrsla kirkjuráðs
Inngangur
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, er forseti kirkjuráðs lögum samkvæmt. Auk
biskups sitja í ráðinu fjórir fulltrúar kjörnir af kirkjuþingi til fjögurra ára, tveir leikmenn
og tveir prestvígðir menn. Hinir kjörnu kirkjuráðsmenn og varamenn þeirra sitja allir á
kirkjuþingi en kirkjuráð var kosið á kirkjuþingi 2014 til fjögurra ára. Þeir eru sr. Elínborg
Gísladóttir, sóknar prestur í Grindavíkur-prestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, sr. Gísli
Gunnarsson, sóknar prestur í Glaumbæjarprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófasts-
dæmi, Stefán Magnússon, bóndi og Svana Helen Björnsdóttir, rafmagnsverkfræðingur
og fram kvæmdastjóri. Varamenn í kirkjuráði eru Drífa Hjartardóttir bóndi, Einar
Karl Haraldsson framkvæmdastjóri, sr. Geir Waage sóknarprestur og sr. Gísli Jónasson
prófastur og sóknarprestur.
Starfsemi kirkjuráðs
Almennt
Um störf kirkjuráðs fer eftir lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr.
78/1997 svo og starfsreglum um kirkjuráð nr. 817/2000. Þar er kveðið á um verkefni
kirkjuráðs sem fer með framkvæmd þeirra sameiginlegu verkefna þjóðkirkjunnar sem
lög og stjórnvaldsreglur ætla því og erinda sem vísað er til þess, m.a. af hálfu kirkjuþings,
prestastefnu, samtaka leikmanna, ráðherra og Alþingis. Kirkjuráð undirbýr kirkjuþing í
samráði við forseta þingsins og forsætisnefnd. Þá undirbýr ráðið þingmál sín og veitir
kirkjuþingsfulltrúum sem þess óska aðstoð við framsetningu þingmála. Kirkjuráð
annast almennt framkvæmd ákvarðana þingsins ef annað er ekki ákveðið af kirkjuþingi.
Kirkjuráð hefur yfirumsjón með fjármálum og fasteignamálum þjóðkirkjunnar og fer
með stjórn Jöfnunarsjóðs sókna, kirkjumálasjóðs og Kristnisjóðs. Ráðið úthlutar úr
sjóðunum á grundvelli umsókna og fjárhagsáætlana. Í fjármálaumsýslunni felst m.a. að
gera fjárhagsáætlanir og fjárlagatillögur og árita ársreikninga þeirra sjóða sem ráðið stýrir
og leggur fram á kirkjuþingi.
Kirkjuráðsfundir
Kirkjuráð heldur fund að jafnaði einu sinni í mánuði á biskupsstofu og á þessu starfsári
(kirkjuþingsárinu) hélt ráðið ellefu reglulega fundi auk fjögurra aukafunda. Forseti
kirkjuþings situr fundi kirkjuráðs þegar málefni kirkjuþings eru til umfjöllunar.
Vígslubiskupar sitja fundi ráðsins þegar málefni biskupsstólanna eru til umfjöllunar.
Starfshópar kirkjuráðs
Starfshópar kirkjuráðs eru lagahópur, fjármálahópur og kirkjustarfs- / fasteignahópur.
Þeir eiga sér samsvörun í föstum þingnefndum kirkjuþings og eru skipaðir formanni