Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 53

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 53
53 11. gr. ■Forseti kirkjuþings kallar þingið saman, stýrir því og ber ábyrgð á starfsemi þess. Hann undirbýr þinghaldið í samráði við kirkjuráð. Með sama hætti fylgir hann eftir samþykktum kirkjuþings. □Forseti kirkjuþings skal birta starfsreglur frá kirkjuþingi innan fjögurra vikna frá samþykkt þeirra í B-deild Stjórnartíðinda. Hafi ekki verið á annan veg mælt í starfsreglunum öðlast þær gildi við birtingu. 12. gr. ■Kirkjuþing hefur að jafnaði frumkvæði að frumvörpum til laga um málefni þjóðkirkjunnar og beinir tilmælum til ráðherra um að þau verði flutt á Alþingi. □Ráðherra leitar umsagnar og tillagna kirkjuþings um lagafrumvörp um kirkjuleg málefni er hann hyggst flytja á Alþingi. V. kafli. Kirkjuráð. 13. gr. ■Kirkjuráð fer með framkvæmdarvald í þeim málefnum þjóðkirkjunnar sem ekki heyra undir önnur stjórnvöld kirkjunnar. Kirkjuráð starfar í umboði kirkjuþings og ber ábyrgð gagnvart því. □Kirkjuþing setur starfsreglur um skipan kirkjuráðs, kosningu til þess, stöðu og starfshætti ráðsins. VI. kafli. Prestar, prófastar, djáknar, prestastefna o.fl. 14. gr. ■Þjónandi prestur þjóðkirkjunnar er hver sá sem gegnir prestsþjónustu í kirkjunni á grundvelli köllunar og vígslu og eftir því sem lög og starfsreglur segja til um. Þjónandi prestar og djáknar lúta tilsjón biskups Íslands. Jafnframt lúta þeir ákvörðunum kirkjulegra stjórnvalda í kirkjulegum efnum eftir því sem við getur átt. □Biskup Íslands skipar sóknarpresta og aðra presta til fimm ára í senn, sbr. 23. gr. laga um rétt indi og skyldur starfs manna ríkisins, nr. 70/1996. Í hverju prestakalli skal vera einn sóknar- prest ur. Nú er prests setur í presta kalli og er þá sóknar presti skylt að hafa þar lög heimili. Sér- þjón ustu prestar skulu kallaðir til starfa þar sem almennri prestsþjónustu verður ekki komið við. □Þegar prestakall eða prestsembætti losnar eða nýtt prestakall er stofnað auglýsir biskup Íslands embættið með fjögurra vikna umsóknarfresti hið skemmsta. □Kirkjuþing setur nánari ákvæði í starfsreglur um störf og starfsskyldur sóknarpresta, annarra presta í söfnuði og héraðspresta. Sama gildir um sérþjónustupresta skv. 2. mgr. □Prestar í föstu prestsembætti í þjóðkirkjunni fá greiddan skilgreindan rekstrarkostnað embætta sinna mánaðarlega í samræmi við starfsreglur kirkjuþings þar um. □Reglur um kjör á sóknarprestum og prestum innan safnaða skal setja í starfsreglur kirkjuþings þar sem m.a. koma fram hver skilyrði skuli vera ef söfnuður ákveður að fram fari almennar kosningar um embættið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.