Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 74

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 74
74 75 Skýrslutaka 12. gr. ■Nefndin getur óskað eftir því að tilteknir menn komi til viðtals við hana til þess að tjá sig um málefni sem tengjast úrlausnarefninu en gefa skal málsaðilum kost á að vera viðstaddir á slíkum fundum. □Slíkar skýrslur er heimilt að bóka eða hljóðrita eftir því sem henta þykir og skal gera þeim sem skýrslu gefur grein fyrir því hvernig upplýsingar, sem hann gefur, eru skráðar. 13. gr. ■Nú neitar maður að koma til viðtals hjá nefndinni eða neitar að afhenda skjal eða láta uppi efni þess og nefndin telur útilokað að útkljá málefni það, sem til meðferðar er, án þess að skýrsla hans eða upplýsingar um efni skjalsins liggi fyrir, er þá nefndinni heimilt, ef hún telur nauðsyn bera til, að afla sönnunargagna eftir því sem heimilt er skv. 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. □Sé grunur um refsiverða háttsemi getur nefndin hlutast til um að fram fari opinber rannsókn á þeirri háttsemi. III. kafli. Úrskurður Gagnaöflun lokið 14. gr. ■Þegar aðilar hafa skilað þeim greinargerðum og gögnum, sem þeir eiga kost á, og tjáð sig munnlega um málið, hafi það verið ákveðið, tekur úrskurðarnefndin málið til úrskurðar. Nefndin fjallar um málið á fundum eins og þurfa þykir og til að komast að niðurstöðu. □Nefndin skal semja skriflegan og rökstuddan úrskurð um úrlausnarefnið. Úrskurður 15. gr. ■Úrskurðarnefndin skal kveða upp úrskurð svo fljótt sem kostur er og að jafnaði innan fjögurra vikna frá því að gagnöflun, sbr. 14. gr., er lokið. Dragist málsmeðferð fyrir nefndinni lengur en ákvæði þessi gera ráð fyrir, svo sem vegna þess að mál er til opinberrar rannsóknar, sem nauðsynlegt er að bíða eftir að ljúki, skal sá dráttur skýrður í áliti nefndarinnar. Tilkynna skal málsaðilum um dráttinn. □Þegar nefndarmenn eru ekki sammála ræður meiri hluti niðurstöðu máls en sá sem er í minni hluta skilar séráliti um hana. Forfallist aðalmaður, án þess að ráðrúm gefist til að boða varamann í hans stað, er nefndin engu að síður ályktunarhæf þegar meiri hluti nefndarmanna situr fund. Við þær aðstæður ræður atkvæði formanns úrslitum ef atkvæði falla eitt á móti einu.  □Þegar úrskurðarnefnd hefur lokið samningu úrskurðar síns skal hún senda hann til málsaðila. □Úrskurðum úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar verður ekki skotið til annars stjórnvalds.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.