Skírnir - 01.04.2010, Síða 114
Í bók heimspekingsins Slavojs Žižek, Óraplágunni, er að finna
kafla sem nefnist „Innantómar bendingar“. Slíkar bendingar eru þær
sem láta eins og um val sé að ræða, segjum á milli tveggja kosta, þó
að gefið sé hvor möguleikinn verði fyrir valinu. Innantómar bend-
ingar eru því fyrst og fremst táknrænn gjörningur. Sjálfur tekur
Žižek dæmi í bókinni um innantómar bendingar, væntanlega úr
eigin einkalífi:
[S]egjum að eftir harkalega samkeppni við besta vin minn fái ég stöðu -
hækkun sem við sóttumst báðir eftir. Þá væri það háttvísi af mér að bjóðast
til að hafna stöðuhækkuninni svo hann geti fengið hana, en hann myndi á
móti sýna sömu háttvísi með því að hafna boði mínu — með þessum hætti
gætum við ef til vill bjargað vináttu okkar … Það sem hér er á ferðinni eru
táknskipti í sinni hreinustu mynd: Bending sem er ætlað að verða hafnað;
mergurinn málsins, „töfrar“ táknskipta, felast í því að þó svo að við lendum
að endingu á upphafsreit, þá er heildarútkoma aðgerðarinnar ekki núll,
heldur augljós ávinningur fyrir báða aðila, sáttmáli um samstöðu.34
Tilþrifin í Bolungarvík virðast vera af sama meiði, að minnsta kosti
að þessu leyti: Með því að karlarnir fallast á að það sé á valdi kvenn -
anna að ráða hvort þeim er boðið eða ekki er endurnýjaður friður
og sátt á milli kynjanna, að vísu þó aðeins gegn því að konurnar
„velji“ þann kost að bjóða þeim. Val þeirra kallast einnig á við skrif
sagnfræðingsins Patricks Brantlinger í bókinni Dark Vanishings,
um ósigra og afvopnun indíána gagnvart ráðandi stöðu hvíta manns-
ins. Þar bendir hann á að svo lengi sem minnihlutahópar eins og
indíánar sinna sínum menningararfi og hefðum á friðsamlegum
nótum geta allir notið hans og haft gaman af, og jafnvel tekið þátt í
athöfnum og uppákomum honum tengdum.35 Kannski má einnig
segja það sama um hina árlegu gleðigöngu Hinsegin daga í Reykja -
vík — Gay Pride. Í göngunni fagna samkynhneigðir sigrum rétt-
indabaráttu sinnar og bjóða gagnkynhneigðum að taka þátt í há -
tíða höldunum. Það eru samkynhneigðir og annað hinsegin fólk sem
stendur að gleðigöngunni, skipuleggja Hinsegin daga, og þau ráða
alfarið hvernig gangan er og hvaða atriði fá aðgang.36 Það þykir hins
114 bryndís björgvinsdóttir skírnir
34 Žižek 2007: 101.
35 Brantlinger 2003.
36 Hinsegin dagar í Reykjavík e.d.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 114