Skírnir - 01.04.2016, Side 83
83birtingarmyndir íslams
sambandi ræðir þýski heimspekingurinn Jürgen Habermas um
nauðsyn tvítyngi (þ. Zweisprachigkeit) trúarsamfélaga.17 Inn á við
þurfi þau að þróa tungutak sem mótist meira af „afmörkuðum“
hugmyndaheimi þeirra en út á við tungutak sem þau deila með nú-
tímasamfélagi. Það krefjist skiljanleika, heiðarleika og sannleika
(Habermas 2005: 119–122; Vilhjálmur Árnason 2008: 337–338). Hér
beri því að greina á milli einstaklingsins og trúarsamfélagsins, trú-
arinnar og kenningarinnar um trúna. Þannig geti hópur ekki kraf-
ist ritskoðunar á umræðu með vísun í hugmyndaheim sem einungis
meðlimir hans fylgja (Heins 2013: 160).
Í tveimur ritgerðasöfnum frá 2010, Islamfeindlichkeit: Wenn die
Grenzen der Kritik verschwimmen (Óvild í garð íslams: Þegar mörk
gagnrýninnar verða óljós) og Islamverherrlichung: Wenn die Kritik
zum Tabu wird (Vegsömun íslams: Þegar gagnrýni er bönnuð) gætir
þessarar nálgunar. Í þeim leitast fulltrúar háskólasamfélagsins, í
þverfaglegri umræðu um íslam, við að koma umræðunni úr þeim
„pólitísku“ hjólförum sem hún er föst í (Schneiders 2010a, 2010b).18
skírnir
17 Heins 2013: 157–167. Í kjölfar morðsins á hollenska kvikmyndagerðarmann-
inum og íslam-gagnrýnandanum Theo van Gogh í Amsterdam í nóvember 2004
og stuttu síðar „heiðursmorðsins“ á Hatun Sürücü í Berlín í febrúar 2005 fór af
stað mikil umræða um ástæður þessara voðaverka. Menningarfrömuðir, femín-
istar, íslamfræðingar o.fl. stigu fram á ritvöllinn og fjölluðu frá ýmsum sjónar-
hornum um trú, hefðir og venjur íslamskra samfélaga á Vesturlöndum. Ekki
reyndist mögulegt að skipa mönnum í fylkingar í samræmi við hefðbundnar
hægri- og vinstri-greiningar. Mun fremur var tekist á um hvort í fjölmenningar-
samfélagi væri réttlætanlegt að beina athyglinni að muninum milli menningarhópa
eða hvort ekki væri réttara að leggja áherslu á það sem sameinar. Fulltrúar menn-
ingarlegrar afstæðishyggju tókust á við fulltrúa algildra mannréttinda eða sið -
ferðilegrar algildishyggju (þ. moralischer Universalismus). Menn stóðu frammi
fyrir þeim vanda hvort í krafti menningarlegrar afstæðishyggju væri lítið framhjá
því að hefðir innan minnihlutahópa og hliðarsamfélaga væru ekki eingöngu sögu-
lega skilyrtar heldur margar hverjar í andstöðu við lýðræðið, sjálfræði einstak-
lingsins og mannréttindi. Þessa umræðu er að finna í Chervel og Seeliger 2007.
18 Titlar bókanna, Islamfeindlichkeit: Wenn die Grenzen der Kritik verschwimmen
og Islamverherrlichun: Wenn die Kritik zum Tabu wird, gefa þegar til kynna
hvernig nálgun efnisins er háttað. Menn vilja í efnistökum sínum þræða veginn
á milli lofs og lasts og veita lesendum aðstoð við „að greina á milli réttlátrar gagn-
rýni og óréttmætar gagnrýni og stuðla að opinni og skynsamlegri umræðu um
stöðu og vægi íslamsks átrúnaðar í Þýskalandi […] leið sem sneiðir hjá vin-
sældahyggju, ádeilu og alhæfingum“ (Schneiders 2010c: 14).
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 83