Skírnir - 01.04.2016, Side 105
105„samkennd er … “
Mimicry, sem menn hafa kannað frá alda öðli samanber orða -
lagið „platonic mimecry“ (Proctor 2014), þýðum við með eftir-
hermun. Hún er nátengd tilfinningahrifum og er gjarna fylgifiskur
samlíðunar. Í samtölum spegla einstaklingar meðvitað og ómeðvitað
þá sem þeir tala við, til dæmis með svipbrigðum, rödd, hreyfingum
og stellingum (Hatfield, Rapson og Le 2009). Eftirhermun af því
tagi getur haft jákvæð áhrif á þann sem finnur fyrir henni. Það skal
þó tekið fram að áhrifin fara eftir aðstæðum og líðan bæði þeirra
sem spegla og þeirra sem eru speglaðir (Singer og Lamm 2009).
Guðmundur Finnbogason nefnir til vitnis um samúðarskilninginn
að hann hafi rekið tunguna framan í börnin sín nokkurra vikna og
þau svarað í sömu mynt (Jörgen L. Pind 2006). Flestir kannast vafa-
laust við að hafa farið líkt að, brosað, gapað, sett upp skeifu eða sett
í brýnnar til skiptis til að kalla fram sömu eða sambærileg svipbrigði
hjá kornabörnum. Eftirhermun svipbrigða einskorðast þó ekki við
slíkt ungviði heldur hafa rannsóknir leitt í ljós að börn, unglingar og
fullorðnir spegla einnig geðshræringar hver annars. Eins er algengt
að menn hermi eftir rödd annarra og orðaforða, það er að segja taki
ef til vill upp orð frá fólki sem þeir umgangast og eru samvistum
við eða líki jafnvel eftir raddblæ þess og talhraða (Hatfield, Rapson
og Le 2009). Vert er að taka fram að eftirhermun getur falið í sér
speglun á geðshræringum — þannig að meiri líkur verði á að hún
tengist samlíðan — en hún þarf ekki að gera það. Ekki er vafamál að
eftirhermun er mikilvægt ferli en hún er þó ekki fremur en tilfinn-
ingahrif nauðsynleg þegar menn finna til samlíðunar (Singer og
Lamm 2009).
Sé loks litið á Theory of Mind, höfum við þýtt þau orð á þann
hátt sem við blasir, þ.e. sem hugarkenninguna en notað þá orðið
hugarlestur um mentalizing og mind-reading sem gjarna ber á góma
í bókmenntafræði. Theory of Mind er harla ungt hugtak miðað við
ýmis önnur sem hér hefur verið fjallað um. Það má rekja til greinar
sálfræðinganna Davids Premack og Guy Woodruff (1978) um vits-
munalíf prímata en þar setja þeir fram þá hugmynd að einstaklingur
sem hefur vald á hugarkenningunni, þ.e. einhvers konar sálfræði -
kenningu leikmanna (e. folk psychological theory) geti ætlað sjálfum
sér og öðrum tiltekið hugarástand (e. mental states). Upphafleg
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 105