Saga - 2008, Page 236
Auðvitað er enginn skyldugur til að skrifa yfirlitssögu, en framlagi sem
er það ekki og vill ekki vera það á ritstjóri yfirlitsrits að hafna. Að þessu
leyti ber Saga biskupsstólanna þess átakanleg merki að meginmáli hennar
hefur verið of lítið ritstýrt. Þetta á við margt fleira en framlag Guðrúnar
Ásu. Höfundur sem tekur að sér að skrifa um skipti biskupa við yfirboðara
sína á til dæmis ekki að fá að hætta um siðaskipti. Mikið er líka um endur-
tekningar. Svo að aðeins sé nefnt eitt dæmi kemur prentsmiðjan sem lengst
af var á Hólum við sögu í bókarhluta Jóns Þ. Þór, biskupatali Hólastiftis,
kafla Einars G. Péturssonar um bókaútgáfuna og kafla Torfa K. Stefáns -
sonar, auk fornleifalýsingarinnar, þar sem þó er komið að efninu frá öðru
sjónarhorni. Ekki fer hjá því að þarna séu sömu efnisatriðin endurtekin,
jafnvel margendurtekin. Hér hefði þurft að fara rækilega yfir textann, ákvarða
hvar hvert efnisatriði ætti best heima og eyða því annars staðar.
Eins og kemur fram hér á undan sá Guðrún Ása enga millileið á milli
þess að endursegja almenn yfirlitsrit og að birta frumheimildir. Það er eins
og henni detti ekki í hug að leita að sérhæfðum rannsóknum sem mætti
nýta í heildstæðari sögu — eða hafna með rökum. Og raunar vantar mikið
á það í bókinni að nýlegar rannsóknir séu nýttar og ræddar. Af því að
maður man sín eigin rit ævinlega best get ég nefnt þrjár greinar eftir mig
sjálfan sem hefðu átt að vera í heimildaskrá bókarinnar en eru það ekki. Í
Árnesing V (1998) skrifaði ég grein sem heitir „Upphaf Skálholts. Efasemdir
um viðurkennda sögu byggðar og biskupsseturs.“ Titillinn nægir til að
sýna að greinin kemur efni bókarinnar við, hvað sem þykir um það sem þar
er haldið fram. Plágurnar á síðmiðöldum eru iðulega nefndar í bókinni án
þess að notuð sé grein okkar Helga Skúla Kjartanssonar um þær í Sögu
XXXII (1994). Stefna Jóns Arasonar biskups og fleiri siðaskiptamanna kem -
ur líka við sögu oftar en einu sinni, en hvergi er vísað til umræðu um hana
í grein minni, „Íslensk þjóðernisvitund á óþjóðlegum öldum“ í Skírni CLXXIII
(1999). Dettur mér þó ekki í hug að mín verk hafi verið sniðgengin frekar
en annarra.
Tæknilegum frágangi bókarinnar er líka ábótavant í sumu. Þannig
vant ar nokkuð upp á sjálfsögð og nauðsynleg tengsl á milli tilvísana neðan-
máls og heimildaskrár. Sá sem leitar í heimildaskrá sem er kallað „Aðalgeir
Kristjánsson 2005“ neðanmáls (bls. 625 o. áfr.) á von á því í skrá um prentuð
rit en finnur það ekki þar. Atriðisorða- og nafnaskrár hafa hins vegar ekki
brugðist það lítið ég hef prófað að nota þær.
Í staðinn fyrir þann samtíning sem hér hefur verið gerður að bók hefði
átt að skrifa heildarúttekt á sögu biskupsstólanna með skipulegum inn-
byrðis samanburði og með hliðsjón af sögu biskupsstóla og biskupsemb-
ætta í nágrannalöndum okkar. Við hefðum átt að fá yfirlit yfir rekstur stól-
anna, tekjur og gjöld, nýtingu og völd. Það er mergð af fróðlegum og mikil -
vægum upplýsingum í bókinni. Svo aðeins sé tekið eitt dæmi segir Einar G.
Pétursson á bls. 594: „Þórður Þorláksson [Skálholtsbiskup] fékk leyfi til að
láta prenta Biblíuna en úr því varð ekki.“ Hér segir ekki hver gaf honum
ritdómar236
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 236