Saga


Saga - 2008, Side 239

Saga - 2008, Side 239
sjóklæði úr skinnum og síðar skakskyrtur sem voru hinn eiginlegi ein- kennisklæðnaður margra íslenskra karlmanna. Jafnframt rekur Æsa hugar- farsbreytingar sem áttu sér stað á tímabilinu 1860–1960 varðandi líkama og líkamlegt atgervi bæði karla og kvenna, sem og hvernig „[í]þróttir nútíma- væddu líkamann, mótuðu hann og fegruðu, og skipti þá engu hvort íþrótt- in var iðkuð undir þjóðlegum formerkjum eða alþjóðlegum“ (bls. 119). Þáttur Sigurðar málara Guðmundssonar er mikill í bókinni, en hann er Æsu augljóslega hugleikinn — og er titill bókarinnar t.a.m. tilvitnun í orð hans. Það er ekki að ástæðulausu að Sigurður kemur hér mikið við sögu. Hann var áhrifamikill hugsuður og fyrirferðarmikill í menningarlífi Íslend- inga frá því um miðja 19. öld og tekst Æsu að varpa á ýmsan hátt nýju ljósi á þennan merkilega mann og undirstrika stöðu hans sem listamanns og áhrifamikils hönnuðar. Rannsóknir á störfum Sigurðar má finna í ýmsum ritum og sýningum, svo sem eftir Lárus Sigurbjörnsson, að ógleymdri sýningu Leikminjasafns Íslands, frá árinu 2003 (sjá www.leikminjasafn.is). Tryggvi Magnússon er annar áhrifavaldur sem Æsa nefnir til sögunnar, en hann var myndlistarmaður og einn af fyrstu hönnuðum Íslands og kynnt- ist framsækinni myndlist í Þýskalandi á þriðja áratugnum. Þá hefur kven- frelsisbaráttan djúpstæð áhrif á þróun klæðnaðar kvenna hér á landi líkt og í Evrópu, en þær breytingar bárust nokkuð seint til landsins, eða eftir alda- mótin 1900. Jafnframt bendir Æsa réttilega á það að ýmsir viðburðir hafi haft sérstaklega mikil áhrif á umræðu um þjóðlegan klæðnað og í því sam- bandi beri að nefna konungskomurnar 1874 og 1907, sem og Alþingis hátíð - ina 1930. Að lokum varpar hún ljósi á þær breytingar sem áttu sér stað um og eftir seinni heimsstyrjöld, þar sem kvikmyndir voru fyrirferðarmikill áhrifavaldur. Umfjöllun Æsu um þróun íslensks fataiðnaðar er afar áhuga- verð. Hún segir frá vexti hans og nýjungum, sem oft mátti sjá á iðnsýning- um. Þá rekur hún þær hugmyndir sem að baki bjuggu, um vandaðar og ódýrar flíkur handa landsmönnum, sem og til útflutnings, og varpar ljósi á þá ímyndarsköpun sem unnin var jafnhliða, ekki síst með ljósmyndum í tímaritum eins og Samvinnunni. Til gagns og til fegurðar er vandað verk. Hér er um að ræða ákaflega fallega bók og textinn er bæði fróðlegur og læsilegur. Bókin ber þess glögg merki að mikil rannsóknarvinna liggur að baki henni og gerir það að verk- um að hún er ekki einvörðungu falleg sófaborðsbók, heldur hefur hún einnig mikið fræðilegt vægi. Öll meðferð mynda er til sóma og maður veltir því fyrir sér hvort myndir hefðu ekki einfaldlega mátt vera fleiri í bókinni — og jafnvel stærri. Á stöku stað hefði mátt tengja myndaval betur við megin - frásögn textans og eins hefði verið gaman að sjá dæmi um myndir manna á borð við Tempest Anderson. Fáeinar villur hafa slæðst inn í verkið og m.a. rak undirritaður augun í það að rangt var farið með nafn hans í heim- ildaskrá. Það má benda á að mikil gróska hefur verið undanfarin ár í rannsókn- um og miðlun sem tengist ljósmyndamenningu á Íslandi. Krafturinn í starfi ritdómar 239 Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 239
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.